Standast jarðalög skoðun Sævar Þór Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 16:01 Nýlega tóku í gildi breytingar á jarðalögum nr. 81/2004 er varða m.a. jarðir í óskiptri sameign. Breytingarnar sem snéru að jörðum í sameign fólu einkum í sér reglur um samráð og ákvarðanir sameigenda en einnig var kveðið á um forkaupsrétt þeirra að eignarhlutum í sameigninni. Í nýju lagaákvæðunum er kveðið á um að forkaupsréttur sameigenda verður ekki aðeins virkur við sölu eignarhlutar heldur einnig við aðra ráðstöfun og yfirfærslu á beinum eignarrétti. Þá kveða þau einnig á um að undantekningarregla 1. töluliðar31. gr. laganna gildi ekki um forkaupsrétt sameiganda. Það þýðir að forkaupsrétturinn verður virkur við erfðir, með öðrum orðum þurfa erfingjar að eignarhlut í jörð nú að þola forkaupsrétt annarra sameigenda. Tilgangur þessara lagabreytinga samkvæmt því sem fram kemur í greinargerð sem fylgdi lagafrumvarpinu var að sporna við því að sameigendur að jörð verði of margir. Reynslanhafi sýnt að erfitt geti reynst að hafa uppi á öllum sameigendum og taka bindandi ákvarðanir um ráðstöfun eða hagnýtingu jarðar. Einnig valdi það vandkvæðum við friðlýsingu á grundvelli náttúruverndarlaga. Svipaða röksemdafærslu varðandi forkaupsrétt búa að baki ákvæðum um hömlur á meðferð hluta í lögum um hlutafélög nr. 2/1995 og lögum um einkahlutafélög nr. 138/1994. Þótt almennt megi framselja og veðsetja hlutafé að vild þá heimila framangreind lög að hömlur séu settar á meðferð hluta upp að vissu marki. Vegast þar að baki annars vegar þeir hagsmunir hluthafa að geta ráðstafað hlut sínum frjálst og hins vegar hagsmunir annarra hluthafa að hlutunum sé haldið innan tiltekins hóps. Þetta gildir þó aðeins um lífsgerninga en ekki aðilaskipti meðarftöku. Einnig er fróðlegt er að bera saman forkaupsrétt sameigenda við forkaupsrétt ábúanda sem einnig er fjallað um í jarðalögum. Forkaupsréttur ábúenda hefur lengi verið við lýði en hann nær ekki til erfða þegar jörð gengur til maka, niðja, foreldra og systkina. Eignarétturinn er friðhelgur eins og segir í 72. gr. stjórnarskrá lýðveldisins. Undir þá helgi fellur m.a. erfðarétturinn. Þrátt fyrir það getur löggjafinn með lögum heimilað ákveðnar almennar takmarkanir á eignaréttinum en þær þurfa að helgasta af nauðsyn. Í því felst einnig að meðalhófs skal gætt við takmarkanir eignaréttarins og ekki gengið lengra en nauðsyn krefur til að ná því markmiði sem stefnt er að. Ofangreindar breytingar á jarðalögum voru studdar rökum um nauðsyn þess að sporna við því að sameigendur að jörð verði of margir og setja skýrar reglur um hvernig hægt sé að taka bindandi ákvarðanir um ráðstöfun eða hagnýtingu jarðar í sameign, þ.m.t um friðlýsingu þeirra. Engan sérstakan rökstuðning er að finna í lögskýringargögnum fyrir því að gera erfðir háðan forkaupsrétti sameigenda. Væntanlega er það í því skyni að sameigendum fjölgi ekki úr hófi. En hver er nauðsynin þar að baki. Fjöldi hluthafa í hlutafélagi geta hlaupið á hundruðum, það stendur ekki í vegi fyrir ákvarðanatöku í félaginu. Að sama skapi ætti fjöldi sameigenda að jörð ekki að standa í vegi þess að hægt sé að taka bindandi ákvarðanir um jörðina. Til þess þarf einfaldlega skýrar reglur um hvernig hægt sé að taka slíkar ákvarðanir svo bindandi sé, t.d. um boðun funda, afl og vægi atkvæða o.s.frv. Þar sem engin sérstök lög gilda um óskipta sameign hafði löggjafinn frjálsar hendur til þess að skipa þessum málum með þeim hætti að hægt væri að auðvelda ákvarðanatöku án þess að þurfa skerða við eignaréttinum líkt og gert var. Í ljósi þessa má telja að líkur sé á því að framangreindar lagabreytingar stangist á við stjórnarskrá, alltént hvað varðar þær hömlur á eignarrétti sem af þeim leiðir. Að öllum líkindum mun koma til kasta dómstóla og Hæstaréttar að skera úr stjórnskipunarlegugildi þeirra. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Alþingi Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega tóku í gildi breytingar á jarðalögum nr. 81/2004 er varða m.a. jarðir í óskiptri sameign. Breytingarnar sem snéru að jörðum í sameign fólu einkum í sér reglur um samráð og ákvarðanir sameigenda en einnig var kveðið á um forkaupsrétt þeirra að eignarhlutum í sameigninni. Í nýju lagaákvæðunum er kveðið á um að forkaupsréttur sameigenda verður ekki aðeins virkur við sölu eignarhlutar heldur einnig við aðra ráðstöfun og yfirfærslu á beinum eignarrétti. Þá kveða þau einnig á um að undantekningarregla 1. töluliðar31. gr. laganna gildi ekki um forkaupsrétt sameiganda. Það þýðir að forkaupsrétturinn verður virkur við erfðir, með öðrum orðum þurfa erfingjar að eignarhlut í jörð nú að þola forkaupsrétt annarra sameigenda. Tilgangur þessara lagabreytinga samkvæmt því sem fram kemur í greinargerð sem fylgdi lagafrumvarpinu var að sporna við því að sameigendur að jörð verði of margir. Reynslanhafi sýnt að erfitt geti reynst að hafa uppi á öllum sameigendum og taka bindandi ákvarðanir um ráðstöfun eða hagnýtingu jarðar. Einnig valdi það vandkvæðum við friðlýsingu á grundvelli náttúruverndarlaga. Svipaða röksemdafærslu varðandi forkaupsrétt búa að baki ákvæðum um hömlur á meðferð hluta í lögum um hlutafélög nr. 2/1995 og lögum um einkahlutafélög nr. 138/1994. Þótt almennt megi framselja og veðsetja hlutafé að vild þá heimila framangreind lög að hömlur séu settar á meðferð hluta upp að vissu marki. Vegast þar að baki annars vegar þeir hagsmunir hluthafa að geta ráðstafað hlut sínum frjálst og hins vegar hagsmunir annarra hluthafa að hlutunum sé haldið innan tiltekins hóps. Þetta gildir þó aðeins um lífsgerninga en ekki aðilaskipti meðarftöku. Einnig er fróðlegt er að bera saman forkaupsrétt sameigenda við forkaupsrétt ábúanda sem einnig er fjallað um í jarðalögum. Forkaupsréttur ábúenda hefur lengi verið við lýði en hann nær ekki til erfða þegar jörð gengur til maka, niðja, foreldra og systkina. Eignarétturinn er friðhelgur eins og segir í 72. gr. stjórnarskrá lýðveldisins. Undir þá helgi fellur m.a. erfðarétturinn. Þrátt fyrir það getur löggjafinn með lögum heimilað ákveðnar almennar takmarkanir á eignaréttinum en þær þurfa að helgasta af nauðsyn. Í því felst einnig að meðalhófs skal gætt við takmarkanir eignaréttarins og ekki gengið lengra en nauðsyn krefur til að ná því markmiði sem stefnt er að. Ofangreindar breytingar á jarðalögum voru studdar rökum um nauðsyn þess að sporna við því að sameigendur að jörð verði of margir og setja skýrar reglur um hvernig hægt sé að taka bindandi ákvarðanir um ráðstöfun eða hagnýtingu jarðar í sameign, þ.m.t um friðlýsingu þeirra. Engan sérstakan rökstuðning er að finna í lögskýringargögnum fyrir því að gera erfðir háðan forkaupsrétti sameigenda. Væntanlega er það í því skyni að sameigendum fjölgi ekki úr hófi. En hver er nauðsynin þar að baki. Fjöldi hluthafa í hlutafélagi geta hlaupið á hundruðum, það stendur ekki í vegi fyrir ákvarðanatöku í félaginu. Að sama skapi ætti fjöldi sameigenda að jörð ekki að standa í vegi þess að hægt sé að taka bindandi ákvarðanir um jörðina. Til þess þarf einfaldlega skýrar reglur um hvernig hægt sé að taka slíkar ákvarðanir svo bindandi sé, t.d. um boðun funda, afl og vægi atkvæða o.s.frv. Þar sem engin sérstök lög gilda um óskipta sameign hafði löggjafinn frjálsar hendur til þess að skipa þessum málum með þeim hætti að hægt væri að auðvelda ákvarðanatöku án þess að þurfa skerða við eignaréttinum líkt og gert var. Í ljósi þessa má telja að líkur sé á því að framangreindar lagabreytingar stangist á við stjórnarskrá, alltént hvað varðar þær hömlur á eignarrétti sem af þeim leiðir. Að öllum líkindum mun koma til kasta dómstóla og Hæstaréttar að skera úr stjórnskipunarlegugildi þeirra. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun