Ekkert annað í stöðunni en að boða til brunaútsölu og byrja upp á nýtt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2024 21:31 Curvy.is og Stout eru í horni verslunarkjarnans. Vísir/Vilhelm „Maður er bara búin að fylgjast með úr fjarska og jú, við stóðum þarna fyrir utan og vonuðumst til að þetta myndi klárast en svo varð þetta bara verra og verra. Og maður er svona að teikna upp í huganum hver verða næstu skref fyrir okkur og okkar fyrirtæki.“ Þetta segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, annar eigenda Curvy.is og Stout, sem báðar eru í húsnæðinu sem kviknaði í í Fellsmúla í kvöld. Fríða, eins og hún er kölluð, fékk fyrstu fréttir af brunanum frá starfsmönnum verslananna um klukkan hálf sex en þeir voru fljótir að rýma, læsa og koma sér út. Fríða opnaði Curvy.is fyrst sem netverslun árið 2011.Vísir/Vilhelm „Þær stóðu svo bara úti og voru að fylgjast með. Ég kem síðan þarna og átta mig á því að það hafði gleymst að loka einni eldvarnarhurð og fékk leyfi til að fara inn. Það var enginn reykur en lykt,“ segir Fríða þakklát. Tímasetningin sé hins vegar óheppileg; útsölur nýbúnar og vorvörurnar farnar að streyma inn, bæði í Curvy.is og Stout, sem er fyrir karla og var opnuð í september. „Það var sama sagan þar; við vorum á fullu þar í dag að taka upp nýja sendingu og það er soldið súrt.“ Að sögn Fríðu er ekki útlit fyrir að bruninn hafi bein áhrif á rýmið sem verslanirnar eru í; þykkur steinveggur aðskilji þær og svæðið þar sem eldurinn blossaði. Það eigi hins vegar eftir að koma endanlega í ljós hvort það tekst að ráða að niðurlögum eldsins í nótt og hver staðan verður á morgun. Tryggingafélagið hugðist senda menn með búnað á vettvang strax í kvöld en slökkviliðið tók fyrir það vegna umfangs aðgerða. Fríða segir fulltrúa tryggingafélagsins hins vegar munu mæta strax í fyrramálið til að meta stöðuna. „Búðirnar verða lokaðar á morgun en við sjáum til hvort við getum opnað á laugardaginn,“ segir Fríða en hún sé hóflega bjartsýn. „Á morgun förum við bara í að meta tjónið og bjarga því sem hægt er að bjarga, undirbúa það að hreinsa út og vera svo bara með góða brunaútsölu svo það sé hægt að byrja upp á nýtt.“ Hún segir þetta vissulega áfall en það sé ekkert annað í stöðunni en að horfa fram á við. „Maður brettir bara upp ermarnar og heldur áfram, það er bara svoleiðis.“ Slökkvilið Reykjavík Verslun Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Þetta segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, annar eigenda Curvy.is og Stout, sem báðar eru í húsnæðinu sem kviknaði í í Fellsmúla í kvöld. Fríða, eins og hún er kölluð, fékk fyrstu fréttir af brunanum frá starfsmönnum verslananna um klukkan hálf sex en þeir voru fljótir að rýma, læsa og koma sér út. Fríða opnaði Curvy.is fyrst sem netverslun árið 2011.Vísir/Vilhelm „Þær stóðu svo bara úti og voru að fylgjast með. Ég kem síðan þarna og átta mig á því að það hafði gleymst að loka einni eldvarnarhurð og fékk leyfi til að fara inn. Það var enginn reykur en lykt,“ segir Fríða þakklát. Tímasetningin sé hins vegar óheppileg; útsölur nýbúnar og vorvörurnar farnar að streyma inn, bæði í Curvy.is og Stout, sem er fyrir karla og var opnuð í september. „Það var sama sagan þar; við vorum á fullu þar í dag að taka upp nýja sendingu og það er soldið súrt.“ Að sögn Fríðu er ekki útlit fyrir að bruninn hafi bein áhrif á rýmið sem verslanirnar eru í; þykkur steinveggur aðskilji þær og svæðið þar sem eldurinn blossaði. Það eigi hins vegar eftir að koma endanlega í ljós hvort það tekst að ráða að niðurlögum eldsins í nótt og hver staðan verður á morgun. Tryggingafélagið hugðist senda menn með búnað á vettvang strax í kvöld en slökkviliðið tók fyrir það vegna umfangs aðgerða. Fríða segir fulltrúa tryggingafélagsins hins vegar munu mæta strax í fyrramálið til að meta stöðuna. „Búðirnar verða lokaðar á morgun en við sjáum til hvort við getum opnað á laugardaginn,“ segir Fríða en hún sé hóflega bjartsýn. „Á morgun förum við bara í að meta tjónið og bjarga því sem hægt er að bjarga, undirbúa það að hreinsa út og vera svo bara með góða brunaútsölu svo það sé hægt að byrja upp á nýtt.“ Hún segir þetta vissulega áfall en það sé ekkert annað í stöðunni en að horfa fram á við. „Maður brettir bara upp ermarnar og heldur áfram, það er bara svoleiðis.“
Slökkvilið Reykjavík Verslun Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira