Natasha kölluð inn í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 10:30 Natasha Anasi hefur skorað eitt mark í fimm landsleikjum, í sigri gegn Tékkum á SheBelieves Cup fyrir tveimur árum. Ronald Martinez/Getty Images Natasha Anasi, miðvörður Brann í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið fyrir leikina mikilvægu við Serbíu sem framundan eru. Natasha kemur inn í íslenska hópinn í stað Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur sem fór meidd af velli í leik með Val gegn Fylki í Lengjubikarnum í gærkvöld, en óttast er að meiðslin séu alvarleg. Natasha, sem er 32 ára, flutti til Íslands frá bandaríkjunum árið 2014 og spilaði hér á landi til ársins 2022, þegar hún fór til Brann. Hún hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur spilað fimm A-landsleiki, þar af einn mótsleik í undankeppni HM 2023. Natasha sleit hásin í janúar á síðasta ári, rétt eftir komuna til Brann, en vann sig upp úr meiðslunum og hefur verið að spila með Brann í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þar er liðið komið í 8-liða úrslit og mætir ríkjandi meisturum Barcelona. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tilkynnti landsliðshóp sinn síðastliðinn föstudag. Þar bar hæst endurkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur eftir meiðsli, en Agla María Albertsdóttir gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum. Leikirnir við Serbíu skera úr um það hvort liðanna spilar í A-deild Þjóðadeildar UEFA í ár, og hvort þeirra verður í B-deild. Liðin í A-deild eiga umtalsvert meiri möguleika á að komast í lokakeppni EM á næsta ári. Fyrri leikurinn er á útivelli 23. febrúar en sá seinni á Kópavogsvelli klukkan 14:30 þriðjudaginn 27. febrúar. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Natasha kemur inn í íslenska hópinn í stað Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur sem fór meidd af velli í leik með Val gegn Fylki í Lengjubikarnum í gærkvöld, en óttast er að meiðslin séu alvarleg. Natasha, sem er 32 ára, flutti til Íslands frá bandaríkjunum árið 2014 og spilaði hér á landi til ársins 2022, þegar hún fór til Brann. Hún hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur spilað fimm A-landsleiki, þar af einn mótsleik í undankeppni HM 2023. Natasha sleit hásin í janúar á síðasta ári, rétt eftir komuna til Brann, en vann sig upp úr meiðslunum og hefur verið að spila með Brann í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þar er liðið komið í 8-liða úrslit og mætir ríkjandi meisturum Barcelona. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tilkynnti landsliðshóp sinn síðastliðinn föstudag. Þar bar hæst endurkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur eftir meiðsli, en Agla María Albertsdóttir gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum. Leikirnir við Serbíu skera úr um það hvort liðanna spilar í A-deild Þjóðadeildar UEFA í ár, og hvort þeirra verður í B-deild. Liðin í A-deild eiga umtalsvert meiri möguleika á að komast í lokakeppni EM á næsta ári. Fyrri leikurinn er á útivelli 23. febrúar en sá seinni á Kópavogsvelli klukkan 14:30 þriðjudaginn 27. febrúar.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira