Nýr samskiptastjóri Sigríðar: „Kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera“ Árni Sæberg skrifar 14. febrúar 2024 15:37 Harpa Björg Hjálmtýsdóttir er nýr samskiptastjóri framboðs Sigríðar Hrundar Pétursdóttur. Vísir Sigríður Hrund Pétursdóttir, frambjóðandi til embættis Forseta Íslands, hefur ráðið Hörpu Björgu Hjálmtýsdóttur sem samskiptastjóra. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Harpa Björg sé með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi bætt við sig námskeiðum í viðburðastjórnun og miðlun upplýsinga frá sama háskóla. „Harpa er drífandi, eldklár, snögg að hugsa og leitar nýrra lausna sem ég kann afar vel við. Hún hefur jákvæðan og nærandi persónuleika og hrífur fólk með sér. Hún er frábær viðbót við framboð mitt og mun á næstu mánuðum reynast framboðsteyminu afar vel. Það lýsir Hörpu vel að hún var fyrst til að sækja um auglýsta stöðu Samskiptaskapara og kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera,“ er haft eftir Sigríði Hrund. Hafi reynslu víða að Harpa hafi reynslu úr fjármálageiranum, meðal annars sem sérfræðingur í eignastýringu og viðburðastjórnun og hafi komið að skipulagningu viðburða tengdum golfíþróttinni og nýsköpun, bæði hérlendis sem erlendis og tekið þátt í umfangsmiklu starfi Kvenfélagasambands Íslands. Harpa hafi yfirgripsmikla reynslu af markaðssetningu og vinnslu markaðsefnis. „Ég hlakka til að takast á við næstu mánuði við hlið Sigríðar og þau fjölbreyttu verkefni sem eðlilega munu koma upp á leiðinni. Forsetaframboð Sigríðar er einstakt tækifæri til að nálgast hlutina á nýja skapandi vegu, nýta fyrirliggjandi einstaka þekkingu og reynslu Sigríðar okkur öllum til góðs og það verður afar gefandi að finna nýjar leiðir til að nálgast þjóðina. Sigríður Hrund hefur einstakan hæfileika til að tengjast fólki og sameina til aðgerða.Ég hlakka til að vera hennar bakland á þessu framúrskarandi ferðalagi,“ er haft eftir Hörpu Björgu. Annar samskiptastjóri ungs framboðs Töluverða athylgi vakti um miðjan janúar þegar greint var frá því að almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir hefði sagt starfi sínu sem samskiptastjóri Sigríðar Hrundar lausu. Þá voru sex dagar liðnir frá því að Sigríður Hrund tilkynnti að hún hyggðist bjóða sig fram til forseta. „Við sáum þetta bara ekki sömu augum. Ég hef trú á því að einhver annar geti unnið þetta betur með henni. Þetta er topp kona og ég óska henni velfarnaðar,“ sagði Hödd í samtali við Vísi á sínum tíma. Auglýsti eftir „samskiptaskapara“ en ekki -stjóra Í byrjun febrúar auglýsti Sigríður Hrund stöðu samskiptaskapara framboðs síns laust til umsóknar á samskiptamiðlinum Linkedin. Þá sagði hún í samtali við Vísi að hún væri ekki að leita að nýjum samskiptastjóra, um aðra stöðu væri að ræða. Í auglýsingu sinni á Linkedin sagði Sigríður að umsóknarfrestur væri til 10. febrúar. Hún spurði hvort viðkomandi tengdi við ýmsa kosti. Nefndi hún meðal annars kraft og taktfestu í verkefnum, sköpunargleði, óttaleysi eða hugrekki, tjáningarfrelsi, mildi og styrk. Þá sagði hún það kost ef viðkomandi hafi í farteskinu framúrskarandi viðhorf með kímniblik í auga og nefndi fleira til. Einstaka lipurð í textagerð á íslensku sem og ensku, en ekki Chat GPT-4 og haldbært tengslanet sem hæfir verkefninu, eða færni um að skapa það hratt. Loks þyrfti viðkomandi að hafa grjót í maganum sem haggist ekki þó öldugangur aukist um stundarsakir. „Landsleikurinn er hafinn. Þú kemur inn á í næstu sókn, tekur boltann á lofti með annarri hendi, skoppar ekki oftar en tvisvar í gólfi, tekur hraðahlaup fram og – skorar. Áfram Ísland!“ Forsetakosningar 2024 Vistaskipti Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Harpa Björg sé með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi bætt við sig námskeiðum í viðburðastjórnun og miðlun upplýsinga frá sama háskóla. „Harpa er drífandi, eldklár, snögg að hugsa og leitar nýrra lausna sem ég kann afar vel við. Hún hefur jákvæðan og nærandi persónuleika og hrífur fólk með sér. Hún er frábær viðbót við framboð mitt og mun á næstu mánuðum reynast framboðsteyminu afar vel. Það lýsir Hörpu vel að hún var fyrst til að sækja um auglýsta stöðu Samskiptaskapara og kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera,“ er haft eftir Sigríði Hrund. Hafi reynslu víða að Harpa hafi reynslu úr fjármálageiranum, meðal annars sem sérfræðingur í eignastýringu og viðburðastjórnun og hafi komið að skipulagningu viðburða tengdum golfíþróttinni og nýsköpun, bæði hérlendis sem erlendis og tekið þátt í umfangsmiklu starfi Kvenfélagasambands Íslands. Harpa hafi yfirgripsmikla reynslu af markaðssetningu og vinnslu markaðsefnis. „Ég hlakka til að takast á við næstu mánuði við hlið Sigríðar og þau fjölbreyttu verkefni sem eðlilega munu koma upp á leiðinni. Forsetaframboð Sigríðar er einstakt tækifæri til að nálgast hlutina á nýja skapandi vegu, nýta fyrirliggjandi einstaka þekkingu og reynslu Sigríðar okkur öllum til góðs og það verður afar gefandi að finna nýjar leiðir til að nálgast þjóðina. Sigríður Hrund hefur einstakan hæfileika til að tengjast fólki og sameina til aðgerða.Ég hlakka til að vera hennar bakland á þessu framúrskarandi ferðalagi,“ er haft eftir Hörpu Björgu. Annar samskiptastjóri ungs framboðs Töluverða athylgi vakti um miðjan janúar þegar greint var frá því að almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir hefði sagt starfi sínu sem samskiptastjóri Sigríðar Hrundar lausu. Þá voru sex dagar liðnir frá því að Sigríður Hrund tilkynnti að hún hyggðist bjóða sig fram til forseta. „Við sáum þetta bara ekki sömu augum. Ég hef trú á því að einhver annar geti unnið þetta betur með henni. Þetta er topp kona og ég óska henni velfarnaðar,“ sagði Hödd í samtali við Vísi á sínum tíma. Auglýsti eftir „samskiptaskapara“ en ekki -stjóra Í byrjun febrúar auglýsti Sigríður Hrund stöðu samskiptaskapara framboðs síns laust til umsóknar á samskiptamiðlinum Linkedin. Þá sagði hún í samtali við Vísi að hún væri ekki að leita að nýjum samskiptastjóra, um aðra stöðu væri að ræða. Í auglýsingu sinni á Linkedin sagði Sigríður að umsóknarfrestur væri til 10. febrúar. Hún spurði hvort viðkomandi tengdi við ýmsa kosti. Nefndi hún meðal annars kraft og taktfestu í verkefnum, sköpunargleði, óttaleysi eða hugrekki, tjáningarfrelsi, mildi og styrk. Þá sagði hún það kost ef viðkomandi hafi í farteskinu framúrskarandi viðhorf með kímniblik í auga og nefndi fleira til. Einstaka lipurð í textagerð á íslensku sem og ensku, en ekki Chat GPT-4 og haldbært tengslanet sem hæfir verkefninu, eða færni um að skapa það hratt. Loks þyrfti viðkomandi að hafa grjót í maganum sem haggist ekki þó öldugangur aukist um stundarsakir. „Landsleikurinn er hafinn. Þú kemur inn á í næstu sókn, tekur boltann á lofti með annarri hendi, skoppar ekki oftar en tvisvar í gólfi, tekur hraðahlaup fram og – skorar. Áfram Ísland!“
Forsetakosningar 2024 Vistaskipti Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira