Grunnskólabörn panta heimsendingu: „Af augljósum ástæðum gengur þetta ekki“ Árni Sæberg skrifar 13. febrúar 2024 17:15 Telja verður líklegt að sendlar á vegum Domino's séu meðal þeirra sem komið hafa í Valhúsaskóla. Vísir Skólastjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness hafa biðlað til forráðamanna barna í sjöunda til tíunda bekk að brýna fyrir börnunum að panta sér ekki heimsendan mat í skólann. Í tölvupósti sem sendur er á forráðamenn segir að skólastjórnaendur vilji vekja athygli á því að það virðist vera nokkuð vinsælt hjá börnunum að panta sér mat frá hinum og þessum fyrirtækjum og fá sendan í skólann. „Af augljósum ástæðum gengur þetta ekki upp. Þetta er afar kostnaðarsamt fyrir nemendur auk þess sem þetta er eitthvað sem við viljum ekki fá inn í skólann. Vinsamlegast ræðið við börnin um að þetta er ekki leyfilegt.“ Vilja sendlana ekki inn í skólann Í samtali við Vísi segir Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, að hingað til hafi starfsfólk ekki tekið eftir því að börn panti sér mat. Nú færist hins vegar sífellt í aukana að alls konar matarsendlar frá hinum ýmsu fyrirtækjum komi með mat í skólann. „Eðli málsins samkvæmt viljum við ekki að hver sem er sé að koma inn í skólabygginguna. Skólabyggingin er ætluð fyrir nemendur, starfsfólk og aðstandendur. Við viljum hafa sem minnst rennerí af fólki sem á ekki erindi þangað. Fyrir utan það þá teljum við að þetta sé ekkert sérstaklega gott fyrir börnin. Þetta er dýrt og það er ekkert endilega alltaf einhver hollusta sem þau eru að panta sér.“ Ekki endilega á hverjum degi Kristjana segir að það sé ekki endilega á hverjum degi sem starfsfólk verði vart við matarsendla en fyrst nú séu þeir farnir að venja komur sínar í skólann. „Við erum aðeins að taka meira eftir þessu núna og við viljum stoppa þetta af áður en þetta verður almenn hefð. Þetta er ekkert þannig að við séum að drukkna í sendlum en við höfum orðið vör við nokkur atvik.“ Þá segir hún að málið gæti tengst óánægju með matinn sem boðið er upp á í mötuneyti skólans. „En það hefur alltaf verið, alveg sama hvaða matur er. Það eru margir sem vilja bara eitthvað annað. Nemendur eru svolítið að fara út í Hagkaup af því að þau vilja síður matinn í mötuneytinu. Hérna áður fyrr voru seldar samlokur og eitthvað sem þau gátu keypt sér. Eftir að það var skipt um rekstraraðila á mötuneytunum þá breyttist það. Við getum svo sem alveg skilið það að þau langi í eitthvað annað, en engu að síður viljum við ná utan um þetta.“ Seltjarnarnes Grunnskólar Börn og uppeldi Matur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Í tölvupósti sem sendur er á forráðamenn segir að skólastjórnaendur vilji vekja athygli á því að það virðist vera nokkuð vinsælt hjá börnunum að panta sér mat frá hinum og þessum fyrirtækjum og fá sendan í skólann. „Af augljósum ástæðum gengur þetta ekki upp. Þetta er afar kostnaðarsamt fyrir nemendur auk þess sem þetta er eitthvað sem við viljum ekki fá inn í skólann. Vinsamlegast ræðið við börnin um að þetta er ekki leyfilegt.“ Vilja sendlana ekki inn í skólann Í samtali við Vísi segir Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, að hingað til hafi starfsfólk ekki tekið eftir því að börn panti sér mat. Nú færist hins vegar sífellt í aukana að alls konar matarsendlar frá hinum ýmsu fyrirtækjum komi með mat í skólann. „Eðli málsins samkvæmt viljum við ekki að hver sem er sé að koma inn í skólabygginguna. Skólabyggingin er ætluð fyrir nemendur, starfsfólk og aðstandendur. Við viljum hafa sem minnst rennerí af fólki sem á ekki erindi þangað. Fyrir utan það þá teljum við að þetta sé ekkert sérstaklega gott fyrir börnin. Þetta er dýrt og það er ekkert endilega alltaf einhver hollusta sem þau eru að panta sér.“ Ekki endilega á hverjum degi Kristjana segir að það sé ekki endilega á hverjum degi sem starfsfólk verði vart við matarsendla en fyrst nú séu þeir farnir að venja komur sínar í skólann. „Við erum aðeins að taka meira eftir þessu núna og við viljum stoppa þetta af áður en þetta verður almenn hefð. Þetta er ekkert þannig að við séum að drukkna í sendlum en við höfum orðið vör við nokkur atvik.“ Þá segir hún að málið gæti tengst óánægju með matinn sem boðið er upp á í mötuneyti skólans. „En það hefur alltaf verið, alveg sama hvaða matur er. Það eru margir sem vilja bara eitthvað annað. Nemendur eru svolítið að fara út í Hagkaup af því að þau vilja síður matinn í mötuneytinu. Hérna áður fyrr voru seldar samlokur og eitthvað sem þau gátu keypt sér. Eftir að það var skipt um rekstraraðila á mötuneytunum þá breyttist það. Við getum svo sem alveg skilið það að þau langi í eitthvað annað, en engu að síður viljum við ná utan um þetta.“
Seltjarnarnes Grunnskólar Börn og uppeldi Matur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira