Bakari hengdur fyrir smið Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2024 16:50 Bæjarstjórarnir Ásthildur og Íris eru reiðar út í Sigmar Aron sem þó hefur ekkert gert. Óbyggðanefnd er bara umsagnaraðili. vísir/samsett Sigmar Aron Ómarsson, framkvæmdastjóri óbyggðanefndar, segir misskilnings gæta í umræðunni en talsverð reiði hefur brotist út í garð nefndarinnar eftir að ríkið gerði kröfur í hluta Vestmannaeyja og Grímsey. Sigmar Aron segir þennan misskilning lífsseigan en það sé ekki óbyggðanefnd sem gerir kröfurnar, heldur úrskurðar nefndin um kröfur og kynnir þær. Bæjarstjórarnir Íris Róbertsdóttir í Eyjum og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akreyrar, klóra sér í kollinum vegna krafna ríkisins í svæði sem tilheyra annars vegar Vestmannaeyjum og hins vegar Grímsey. „Við skiljum ekkert í þessu,“ segir Ásthildur. En þær ættu að beina reiði sinni alfarið að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra. Að sögn óbyggðanefndar er það fjármála- og efnahagsráðuneytið sem gerir kröfurnar. Málsmeðferðin er þannig að tiltekið svæði er tekið til meðferðar, landinu skipt upp í svæði, ákveðið að það skuli tekið til meðferðar. Í þessari atrennu, sem er sú síðasta, er verið að taka til athugunar allt land sem er utan meginlandsins, allar eyjar og sker eru undir í þessari atrennu. Hlutverk óbyggðanefndar er að taka við kröfunum, kynna og auglýsa þannig að allir þeir sem kunna eða telja sig eiga öndverða hagsmuni geta látið málið til sín taka og gert athugasemdir. Frestur til athugasemda eru þrír mánuðir eða til 15. maí næstkomandi. Sigmar Aron segir fjármála- og efnahagsmráðuneytið fara með málið en hlutverk óbyggðanefndar er að rannsaka málið í góðri samvinnu við þjóðskjalasafn Íslands. Svo eru málin flutt munnlega, úrskurðað í þeim og ef menn eru enn ósáttir geta þeir sett þau fyrir dóm. Þetta hefur reynst umdeilt, að ríkið hafi látið fara yfir land eyjar og sker og reyna að úrskurða um hvar eignarrétturinn liggur. Þó hefur ekki orðið vart við annan eins hávaða og núna. Enda virðast eyjaskeggjar harðari á sínu en aðrir. Lög voru sett um óbyggðir, almenning og afrétti sem enginn átti, 1998 og fyrstu málin fóru að sjást um 2000. En menn geta svo átt einhver réttindi innan þjóðlenda svo sem með beit og annað. „Nei, þeim þykir vænt um eyjarnar. Maður skilur það,“ segir Sigmar Aron. Vestmannaeyjar Akureyri Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sigmar Aron segir þennan misskilning lífsseigan en það sé ekki óbyggðanefnd sem gerir kröfurnar, heldur úrskurðar nefndin um kröfur og kynnir þær. Bæjarstjórarnir Íris Róbertsdóttir í Eyjum og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akreyrar, klóra sér í kollinum vegna krafna ríkisins í svæði sem tilheyra annars vegar Vestmannaeyjum og hins vegar Grímsey. „Við skiljum ekkert í þessu,“ segir Ásthildur. En þær ættu að beina reiði sinni alfarið að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra. Að sögn óbyggðanefndar er það fjármála- og efnahagsráðuneytið sem gerir kröfurnar. Málsmeðferðin er þannig að tiltekið svæði er tekið til meðferðar, landinu skipt upp í svæði, ákveðið að það skuli tekið til meðferðar. Í þessari atrennu, sem er sú síðasta, er verið að taka til athugunar allt land sem er utan meginlandsins, allar eyjar og sker eru undir í þessari atrennu. Hlutverk óbyggðanefndar er að taka við kröfunum, kynna og auglýsa þannig að allir þeir sem kunna eða telja sig eiga öndverða hagsmuni geta látið málið til sín taka og gert athugasemdir. Frestur til athugasemda eru þrír mánuðir eða til 15. maí næstkomandi. Sigmar Aron segir fjármála- og efnahagsmráðuneytið fara með málið en hlutverk óbyggðanefndar er að rannsaka málið í góðri samvinnu við þjóðskjalasafn Íslands. Svo eru málin flutt munnlega, úrskurðað í þeim og ef menn eru enn ósáttir geta þeir sett þau fyrir dóm. Þetta hefur reynst umdeilt, að ríkið hafi látið fara yfir land eyjar og sker og reyna að úrskurða um hvar eignarrétturinn liggur. Þó hefur ekki orðið vart við annan eins hávaða og núna. Enda virðast eyjaskeggjar harðari á sínu en aðrir. Lög voru sett um óbyggðir, almenning og afrétti sem enginn átti, 1998 og fyrstu málin fóru að sjást um 2000. En menn geta svo átt einhver réttindi innan þjóðlenda svo sem með beit og annað. „Nei, þeim þykir vænt um eyjarnar. Maður skilur það,“ segir Sigmar Aron.
Vestmannaeyjar Akureyri Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira