Íbúar í Suðurnesjabæ geti fljótlega byrjað að kynda hús sín Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2024 11:51 Heita vatnið er farið að streyma á langflest hús og fyrirtæki á Suðurnesjum að sögn Guðmundar Björgvins Jónssonar verkstjóra vatnsdeildar hjá HS Veitum. Viðskiptavinir í Suðurnesbæ þurfi þó enn að að sýna biðlund. Vísir Suðurnesjabær enn án hita en vonast er til íbúar geti kynt hús sín um og eftir hádegi að sögn verkstjóra hjá HS veitum. Hiti sé kominn víðast hvar annars staðar á Suðurnesjum. Sérfræðingar hafa farið í fjölda útkalla vegna ástandsins síðasta sólahringinn. Heita vatnið er farið að streyma á langflest hús og fyrirtæki á Suðurnesjum að sögn Guðmundar Björgvins Jónssonar verkstjóra vatnsdeildar hjá HS Veitum. Viðskiptavinir í Suðurnesbæ þurfi þó enn að að sýna biðlund. „Það gengur bara ágætlega það tekur langan tíma að byggja upp þetta kerfi. Það eru flestir notendur komnir með hita en það er Suðurnesjabær, þ.e. Garður og Sandgerði sem eru síðastir,“ segir Guðmundur. Það hafi tekið aðeins lengri tíma að koma fullum styrk á hitaveitukerfið í bænum en það standi til bóta á næstu klukkustundum. „Við erum að vonast til að um og eftir hádegi ættu allir að vera komnir með nægjanlegt vatn til að geta kynt hús sín þar en kerfið verður ekki búið að ná fullum afköstum fyrr en undir kvöld,“ segir hann. Íbúar í Suðurnesjabæ þurfi því að fylgjast með kerfinu hjá sér í dag. „Það er bara gott að fylgjast með því af því vitum aldrei hvað gerist innandyra hjá fólki þegar hitinn fer um kerfin. Þess vegna erum við að mæla með því að fólk fylgist með því þegar verið er að byggja upp þrýstinginn á kerfinu,“ segir hann. Nóg að gera hjá almannavarnadeild pípara Guðmundur segir að almennt hafi verið lítið um tjón á Suðurnesjum sem voru án heits vatns í um fjóra til fimm sólarhringa þegar Suðurnesjabær er talinn með. „Það eru einstaka frostskemmdir. Aðeins frosið í bílaplönum. Og við höfum lent í eitthvað fimm lekum á dreifikerfinu,“ segir hann. Almannavarnasveit pípara var að störfum í gær og fór í fimmtíu útköll til íbúa á svæðinu. Það hefur líka verið nóg að gera í morgun. „Sveitin hefur fengið heldur fleiri beiðnir í morgun. Ég held að þetta sé mest út af frosnum snjóbræðslum. Þeir hafa tengt framhjá þeim til að koma hita á húsin. Einstaka smit meðfram pakkningum hafa líka verið að koma upp,“ segir Guðmundur sem vill koma á framfæri þökkum til allra sem standa vaktina þessa daganna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vatn Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Heita vatnið er farið að streyma á langflest hús og fyrirtæki á Suðurnesjum að sögn Guðmundar Björgvins Jónssonar verkstjóra vatnsdeildar hjá HS Veitum. Viðskiptavinir í Suðurnesbæ þurfi þó enn að að sýna biðlund. „Það gengur bara ágætlega það tekur langan tíma að byggja upp þetta kerfi. Það eru flestir notendur komnir með hita en það er Suðurnesjabær, þ.e. Garður og Sandgerði sem eru síðastir,“ segir Guðmundur. Það hafi tekið aðeins lengri tíma að koma fullum styrk á hitaveitukerfið í bænum en það standi til bóta á næstu klukkustundum. „Við erum að vonast til að um og eftir hádegi ættu allir að vera komnir með nægjanlegt vatn til að geta kynt hús sín þar en kerfið verður ekki búið að ná fullum afköstum fyrr en undir kvöld,“ segir hann. Íbúar í Suðurnesjabæ þurfi því að fylgjast með kerfinu hjá sér í dag. „Það er bara gott að fylgjast með því af því vitum aldrei hvað gerist innandyra hjá fólki þegar hitinn fer um kerfin. Þess vegna erum við að mæla með því að fólk fylgist með því þegar verið er að byggja upp þrýstinginn á kerfinu,“ segir hann. Nóg að gera hjá almannavarnadeild pípara Guðmundur segir að almennt hafi verið lítið um tjón á Suðurnesjum sem voru án heits vatns í um fjóra til fimm sólarhringa þegar Suðurnesjabær er talinn með. „Það eru einstaka frostskemmdir. Aðeins frosið í bílaplönum. Og við höfum lent í eitthvað fimm lekum á dreifikerfinu,“ segir hann. Almannavarnasveit pípara var að störfum í gær og fór í fimmtíu útköll til íbúa á svæðinu. Það hefur líka verið nóg að gera í morgun. „Sveitin hefur fengið heldur fleiri beiðnir í morgun. Ég held að þetta sé mest út af frosnum snjóbræðslum. Þeir hafa tengt framhjá þeim til að koma hita á húsin. Einstaka smit meðfram pakkningum hafa líka verið að koma upp,“ segir Guðmundur sem vill koma á framfæri þökkum til allra sem standa vaktina þessa daganna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vatn Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira