Spáir næsta gosi 1. mars Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2024 21:50 Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir líklegt að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði í kringum 1. mars. Útlit sé fyrir að sama mynstur og hefur verið ríkjandi muni endurtaka sig. Þó geti jarðskjálfti eða annar atburður alltaf breytt stöðunni. „Framleiðnin var tiltölulega há í byrjun, en ekki alveg eins há og gosið 18. desember en það stóð lengur. Þannig að það kom upp meira magn af kviku fyrstu sex tímana heldur en það gerði í gosinu 18. Heildarmagn sem kom þarna upp er kannski á bilinu níu til tíu milljón rúmmetrar, sem er heldur meira en í hinum gosunum,“ sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur líklegt að mynstur síðustu mánaða haldi áfram, það er að segja að eftir stutt gos hefjist landris að nýju, sem ljúki svo með kvikuinnskoti og eldgosi í kjölfarið. „Sérstaklega vegna þess að landrisið byrjaði strax, og það er á svipuðum hraða og hefur verið. Sem þýðir að færsla á kviku úr þessum dýpri kvikugeymslum, sem eru á tíu til fimmtán kílómetra dýpi, það er nokkuð jafnt og hefur ekkert breyst,“ segir Þorvaldur. „Næsta gos verður kannsi 1. mars,“ sagði Þorvaldur. Síðustu eldar vörðu í 30 ár Þorvaldur segir mega eiga von á því að Sundhjúkagígaröðin haldi áfram þessu mynstri inn í árið, og jafnvel lengur. „Svo getur alltaf komið einhver atburður, jarðskjálfti eða eitthvað, sem breytir því hvernig aðfærsla kvikunnar er. Þá getur mynstrið breyst. Svo getur þetta færst yfir í Eldvörpin og seinna meir Reykjanesið. Síðast þegar þetta svæði var virkt þá stóðu eldarnir yfir í 30 ár, eða frá 1210 til 1240,“ sagði Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Blæs á gagnrýni um að ekkert hafi verið gert Forstjóri HS Orku vísar á bug gagnrýni á að ekki hafi verið lögð varalögn við Svartsengi. Vinna síðustu þriggja ára hafi nýst vel. 12. febrúar 2024 18:52 Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Létt í lund þrátt fyrir 5 klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Sjá meira
„Framleiðnin var tiltölulega há í byrjun, en ekki alveg eins há og gosið 18. desember en það stóð lengur. Þannig að það kom upp meira magn af kviku fyrstu sex tímana heldur en það gerði í gosinu 18. Heildarmagn sem kom þarna upp er kannski á bilinu níu til tíu milljón rúmmetrar, sem er heldur meira en í hinum gosunum,“ sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur líklegt að mynstur síðustu mánaða haldi áfram, það er að segja að eftir stutt gos hefjist landris að nýju, sem ljúki svo með kvikuinnskoti og eldgosi í kjölfarið. „Sérstaklega vegna þess að landrisið byrjaði strax, og það er á svipuðum hraða og hefur verið. Sem þýðir að færsla á kviku úr þessum dýpri kvikugeymslum, sem eru á tíu til fimmtán kílómetra dýpi, það er nokkuð jafnt og hefur ekkert breyst,“ segir Þorvaldur. „Næsta gos verður kannsi 1. mars,“ sagði Þorvaldur. Síðustu eldar vörðu í 30 ár Þorvaldur segir mega eiga von á því að Sundhjúkagígaröðin haldi áfram þessu mynstri inn í árið, og jafnvel lengur. „Svo getur alltaf komið einhver atburður, jarðskjálfti eða eitthvað, sem breytir því hvernig aðfærsla kvikunnar er. Þá getur mynstrið breyst. Svo getur þetta færst yfir í Eldvörpin og seinna meir Reykjanesið. Síðast þegar þetta svæði var virkt þá stóðu eldarnir yfir í 30 ár, eða frá 1210 til 1240,“ sagði Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Blæs á gagnrýni um að ekkert hafi verið gert Forstjóri HS Orku vísar á bug gagnrýni á að ekki hafi verið lögð varalögn við Svartsengi. Vinna síðustu þriggja ára hafi nýst vel. 12. febrúar 2024 18:52 Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Létt í lund þrátt fyrir 5 klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Sjá meira
Blæs á gagnrýni um að ekkert hafi verið gert Forstjóri HS Orku vísar á bug gagnrýni á að ekki hafi verið lögð varalögn við Svartsengi. Vinna síðustu þriggja ára hafi nýst vel. 12. febrúar 2024 18:52
Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43
Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14