Sigurbjörn Árni með tandurhreinan ristil Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2024 14:38 Sigurbjörn Árni reyndist vera með tandurhreinan ristil og því fagna allir góðir menn. vísir/vilhelm Facebook-vinir Sigurbjörns Árna Arngrímssonar, ráku upp stór augu í dag – en skólameistarinn á Laugum birti glaðbeittur myndir af ristli sínum. Sigurbjörn Árni fór sem sagt í ristilspeglun og skráði það samviskusamlega. Það kom á daginn að ristillinn er tandurhreinn. Og fínn. Sem gleður vitaskuld vini hans, fjölskyldu og líklega alla frjálsíþróttaáhugamenn landsins en fáir eru eins vel að sér um frjálsar íþróttir og Sigurbjörn Árni sem er með þeim allra skemmtilegustu sem fást við að lýsa íþróttaviðburðum, sem hann gerir þegar mikið liggur við. Myndirnar má sjá í Facebook-færslu Sigurbjörns Árna hér að neðan. Þær gætu farið fyrir brjóstið á einhverjum. Kæruleysissprautan toppar flest Þetta er kannski ekki fyrir extra-viðkvæma en Sigurbjörn Árni telur einsýnt að þetta sé eina leiðin til að nálgast krabbamein, nefnilega að tala um það af hispursleysi. Því ekki teljast statusar sem þessi venjulegir. Eða, þú hefur ekkert verið undir áhrifum kæruleysissprautunnar þegar þú skrifaðir statusinn? „Neinei, ekki þannig. En maður fær þessa kæruleysissprautu og manni líður alveg afskaplega vel. Maður verður svona ægilega glaður. Stressar sig ekki. Ef ég myndi byrja alla mánudaga á kæruleysissprautu yrðu nemendur við Framhaldsskólann á Laugum ánægðir með það. Ég myndi ekki nöldra í neinum,“ segir Sigurbjörn Árni. Og það fer ekki á milli mála að hann er í góðu skapi. Sigurbjörn Árni segir að hann hafi farið í ristilspeglunina á Húaavík. „Við erum með helvíti góðan meltingarfæralækni. Ásgeir Böðvarsson sem er Mývetningur en flutti á Húsavík fyrir allmörgum árum.“ Sigurbjörn Árni segir svo frá að hann hafi farið á klósettið fyrir tæpum tveimur vikum og þegar hann stóð upp var klósettskálin full af blóði. Í ljósi fjölskyldusögu um ristilkrabba og þess að hann greindist með sortuæxli fyrir um þremur árum var ákveðið að drífa hann í maga- og ristilspeglun. Og þar reyndist allt tandurhreint og fínt. Sigurbjörn telur að það hljóti að hafa sprungið einhver gyllinæðargúlpur fyrir hálfum mánuði. Í það minnsta fannst ekkert. Sortuæxlið er ólíkindatól Spurður um sortuæxlið segir Sigurbjörn að það gangi bara vel með það. „Það er enn slatti af æxlum í mér en þau hafa ekkert breyst síðan í október 2021 og ég hef ekki tekið nein lyf síðan í apríl 22. Þetta er biðstaða. Auðvitað hefðum við Friðbjörn læknir kosið að þetta væri alveg farið en það virðist enginn virkni í þeim. En þetta kemur allt í ljós.“ Sigurbjörn Árni segist sæmilegur til heilsunnar og er á meðan er í þeim efnum. „Ef eitthvað breytist tekur maður á því þegar þar að kemur. Ég get ekki verið að eyða lífinu í að velta því fyrir mér á hverjum degi hvort ég drepst úr þessu. Dagsdaglega er ég ekki mikið að spá í þetta.“ Skólameistarinn segir það hafa kitlað þegar speglunartækið hreyfði sig inni í honum og hann hafi fundið fyrir beygjunum. Hann telur að þó þeir hafi verið að leita eftir ristilkrabba, sem er auðlæknanlegur finnist hann á frumstigi, hafi læknirinn ekki síður verið að leita eftir svörtum blettum í kviði sem gætu verið sortuæxli. En ekkert fannst. „Ólíkindatól þetta sortuæxli,“ segir Sigurbjörn Árni kátur. Skóla - og menntamál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Sigurbjörn Árni fór sem sagt í ristilspeglun og skráði það samviskusamlega. Það kom á daginn að ristillinn er tandurhreinn. Og fínn. Sem gleður vitaskuld vini hans, fjölskyldu og líklega alla frjálsíþróttaáhugamenn landsins en fáir eru eins vel að sér um frjálsar íþróttir og Sigurbjörn Árni sem er með þeim allra skemmtilegustu sem fást við að lýsa íþróttaviðburðum, sem hann gerir þegar mikið liggur við. Myndirnar má sjá í Facebook-færslu Sigurbjörns Árna hér að neðan. Þær gætu farið fyrir brjóstið á einhverjum. Kæruleysissprautan toppar flest Þetta er kannski ekki fyrir extra-viðkvæma en Sigurbjörn Árni telur einsýnt að þetta sé eina leiðin til að nálgast krabbamein, nefnilega að tala um það af hispursleysi. Því ekki teljast statusar sem þessi venjulegir. Eða, þú hefur ekkert verið undir áhrifum kæruleysissprautunnar þegar þú skrifaðir statusinn? „Neinei, ekki þannig. En maður fær þessa kæruleysissprautu og manni líður alveg afskaplega vel. Maður verður svona ægilega glaður. Stressar sig ekki. Ef ég myndi byrja alla mánudaga á kæruleysissprautu yrðu nemendur við Framhaldsskólann á Laugum ánægðir með það. Ég myndi ekki nöldra í neinum,“ segir Sigurbjörn Árni. Og það fer ekki á milli mála að hann er í góðu skapi. Sigurbjörn Árni segir að hann hafi farið í ristilspeglunina á Húaavík. „Við erum með helvíti góðan meltingarfæralækni. Ásgeir Böðvarsson sem er Mývetningur en flutti á Húsavík fyrir allmörgum árum.“ Sigurbjörn Árni segir svo frá að hann hafi farið á klósettið fyrir tæpum tveimur vikum og þegar hann stóð upp var klósettskálin full af blóði. Í ljósi fjölskyldusögu um ristilkrabba og þess að hann greindist með sortuæxli fyrir um þremur árum var ákveðið að drífa hann í maga- og ristilspeglun. Og þar reyndist allt tandurhreint og fínt. Sigurbjörn telur að það hljóti að hafa sprungið einhver gyllinæðargúlpur fyrir hálfum mánuði. Í það minnsta fannst ekkert. Sortuæxlið er ólíkindatól Spurður um sortuæxlið segir Sigurbjörn að það gangi bara vel með það. „Það er enn slatti af æxlum í mér en þau hafa ekkert breyst síðan í október 2021 og ég hef ekki tekið nein lyf síðan í apríl 22. Þetta er biðstaða. Auðvitað hefðum við Friðbjörn læknir kosið að þetta væri alveg farið en það virðist enginn virkni í þeim. En þetta kemur allt í ljós.“ Sigurbjörn Árni segist sæmilegur til heilsunnar og er á meðan er í þeim efnum. „Ef eitthvað breytist tekur maður á því þegar þar að kemur. Ég get ekki verið að eyða lífinu í að velta því fyrir mér á hverjum degi hvort ég drepst úr þessu. Dagsdaglega er ég ekki mikið að spá í þetta.“ Skólameistarinn segir það hafa kitlað þegar speglunartækið hreyfði sig inni í honum og hann hafi fundið fyrir beygjunum. Hann telur að þó þeir hafi verið að leita eftir ristilkrabba, sem er auðlæknanlegur finnist hann á frumstigi, hafi læknirinn ekki síður verið að leita eftir svörtum blettum í kviði sem gætu verið sortuæxli. En ekkert fannst. „Ólíkindatól þetta sortuæxli,“ segir Sigurbjörn Árni kátur.
Skóla - og menntamál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira