Íbúar verði að vera heima þegar vatnið kemur aftur á Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 13:27 Arinbjörn segir nauðsynlegt fyrir fólk að vera heima. Vísir/Einar Arinbjörn Snorrason, fulltrúi almannavarna, segir mikilvægt að Suðurnesjamenn séu heima hjá sér og fylgist með þegar verið er að hleypa heitu vatni aftur inn á kerfin eftir viðgerð á Njarðvíkurlögn. Hann segir að viðbragðsaðilar vinni verkefnin eftir beiðnum frá HS Veitum. Viðbragðsaðilar flokki verkefnin eftir forgangi og þeim sé svo útdeilt. „Þeir fara svo til húseigenda og koma vatni á. Bjarga málunum. Það geta komið upp ýmsir lekar þegar vatnið fer að renna á kerfið,“ segir Arinbjörn en hann ræddi við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, rétt fyrir klukkan 13 í dag. Arinbjörn segir mikilvægt að hugsa sérstaklega að til dæmis snjóbræðslukerfum utandyra, gróðurhúsum og heitum pottum. Það sé aftengt ef það er að trufla húshitun og húseigenda gert að finna út úr því seinna. „Við komum vatni að mæli og komi síðan í ljós að það er eitthvað sem truflar það að hús hitni þá gerum við ráðstafanir og leiðbeinum húseigenda,“ segir Arinbjörn. Ýmislegt geti komið upp Hann segir að nauðsynlegt sé fyrir fólk að vera heima þegar vatnið kemur aftur á kerfið. Það geti ýmislegt komið upp þegar heitt vatn renni aftur um kaldar lagnir. „Það eru gamlir ofnar sem geta sprungið og það er svo margt sem getur komið upp á. Það er mjög mikilvægt að fólk sé heima til að fylgjast með,“ segir Arinbjörn og að áríðandi sé að hleypa vatni rólega að og kynda rólega. „Leyfa þessu að koma inn í rólegheitunum. Þú byrjar á því að blæða aðeins um neysluvatnslagnirnar. Leyfa þessu að renna rólega. Ekki opna krana á fullu. Það munu stíflast inntök, grófsíur í inntökunum, og það er eðlilegt í þessu verkefni. Fólk verður að sýna þessu má þolinmæði,“ segir Arinbjörn að lokum og að best sé að leita til HS Veitna lendi fólk í vandræðum. Þá ræddi Berghildur Erla við sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar í dag og fylgdist með honum opna fyrir heita vatnið. Hann lýsti helginni og stöðu mála á Suðurnesjum. Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vatn Jarðhiti Tengdar fréttir Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07 Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Hann segir að viðbragðsaðilar vinni verkefnin eftir beiðnum frá HS Veitum. Viðbragðsaðilar flokki verkefnin eftir forgangi og þeim sé svo útdeilt. „Þeir fara svo til húseigenda og koma vatni á. Bjarga málunum. Það geta komið upp ýmsir lekar þegar vatnið fer að renna á kerfið,“ segir Arinbjörn en hann ræddi við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, rétt fyrir klukkan 13 í dag. Arinbjörn segir mikilvægt að hugsa sérstaklega að til dæmis snjóbræðslukerfum utandyra, gróðurhúsum og heitum pottum. Það sé aftengt ef það er að trufla húshitun og húseigenda gert að finna út úr því seinna. „Við komum vatni að mæli og komi síðan í ljós að það er eitthvað sem truflar það að hús hitni þá gerum við ráðstafanir og leiðbeinum húseigenda,“ segir Arinbjörn. Ýmislegt geti komið upp Hann segir að nauðsynlegt sé fyrir fólk að vera heima þegar vatnið kemur aftur á kerfið. Það geti ýmislegt komið upp þegar heitt vatn renni aftur um kaldar lagnir. „Það eru gamlir ofnar sem geta sprungið og það er svo margt sem getur komið upp á. Það er mjög mikilvægt að fólk sé heima til að fylgjast með,“ segir Arinbjörn og að áríðandi sé að hleypa vatni rólega að og kynda rólega. „Leyfa þessu að koma inn í rólegheitunum. Þú byrjar á því að blæða aðeins um neysluvatnslagnirnar. Leyfa þessu að renna rólega. Ekki opna krana á fullu. Það munu stíflast inntök, grófsíur í inntökunum, og það er eðlilegt í þessu verkefni. Fólk verður að sýna þessu má þolinmæði,“ segir Arinbjörn að lokum og að best sé að leita til HS Veitna lendi fólk í vandræðum. Þá ræddi Berghildur Erla við sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar í dag og fylgdist með honum opna fyrir heita vatnið. Hann lýsti helginni og stöðu mála á Suðurnesjum.
Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vatn Jarðhiti Tengdar fréttir Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07 Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14
Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07
Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03