Fjölgun í hópi íslensku sjálfboðaliðana í Egyptalandi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. febrúar 2024 12:46 Sema Erla kom til Kaíró á föstudag og er þar ásamt fjórum öðrum sjálfboðaliðum til að koma dvalarleyfishöfum yfir landamærin og til Egyptalands. Vísir/Vilhelm Fjölgað hefur í hópi íslenskra sjálfboðaliða sem vinna að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Hópurinn er allur staddur í Kaíró í Egyptalandi og vinna þau þaðan. „Ég og Sigrún komum til Egyptalands á föstudaginn, föstudagskvöldið og hittum Maríu Lilju hér. Hún fór síðan til Ítalíu í gær og svo hefur aðeins fjölgað í hópnum úti af Íslendingum,“ segir Sema Erla Serdaroglu, stofnandi Solaris, og að þau séu í heildina fimm. „Við erum ítrekað að vinna í því að koma fleirum út. Þetta er allt mjög krefjandi og tekur tíma og er fyrst og fremst átakanlegt. Við bindum miklar vonir við því að við náum að stíga fleiri skref í dag og koma fleirum í þann farveg að komast yfir landamærin,“ segir Sema Erla aðspurð um það hvernig gangi að koma fólki yfir landamærin. Eftir að fólkið er komið yfir landamærin fylgja þau þeim á skrifstofu Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar sem sér svo um að fylgja þeim til Íslands samkvæmt samningi sem stofnunin er með við íslensk yfirvöld. „Þegar fólk er komið yfir landamærin höfum við verið að fylgja þeim til IOM til að koma málunum þar í ferli. Það tekur líka nokkra daga og er til dæmis í vinnslu með eina fjölskyldu,“ segir Sema Erla. Ekkert heyrt í diplómötunum Þrír fulltrúar á vegum utanríkisráðuneytisins héldu út til Egyptalands um helgina til að eiga fund með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Sema hefur ekki hitt þá enn. „Við höfum ekki hitt þá, ekki heyrt frá þeim. Við höfum ekki heyrt af þeim og íslensk stjórnvöld svara því ekki þegar við reynum að ná sambandi við þau,“ segir Sema Erla og að hún myndi gjarnan vilja komast í samband við þau. „Því við viljum fá staðfestingu á því að þau séu hingað komin til þess að sækja fólkið okkar til Gasa og koma þeim til Íslands. Að þau séu í raun bara vinna vinnuna sína svo við getum kannski farið að einbeita okkur að öðru.“ Hafa safnað um 25 milljónum Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur staðið fyrir söfnun síðustu daga til að aðstoða við aðgerðir sjálfboðaliðanna í Egyptalandi til að koma fólkinu út Stefnan var sett á það að safna um 50 milljónum og segir Sema Erla söfnunina hafa gengið afar vel. „Hún hefur gengið mjög vel. Síðast þegar ég vissi vorum við búin að ná um það bil helming af því sem við stefndum á. Við erum hér vegna þess að fólk hefur styrkt þessa söfnun og þetta framtak að koma fólkinu okkar frá Gasa og yfir til Íslands. Við vildum fara strax af stað að koma þessum málum áfram.“ Sema Erla segir að svo lengi sem þörf sé á verði þau áfram í Egyptalandi. „Við erum í kappi við tímann. Tíminn er að renna frá okkur og allir eru mjög áhyggjufullir yfir því í hvað stefnir. Þess vegna vonum við að þetta sé ekki einhver sýndarmennska í því að að sé verið að senda diplómata hingað. Heldur að þau séu hingað komin til að koma fólkinu okkar út af Gasa.“ Sema Erla segir að í Egyptalandi séu fjölmargir aðrir í sömu erindagjörðum og þær. Langflestir séu að gera það í gegnum diplómatískar leiðir en vinni með sömu þjónustuaðilum og sjálfboðaliðarnir úti. Hún segir fólk reglulega komast yfir með þessum hætti. Halda áfram þar til allir eru komnir út „Við munum halda þessu verkefni áfram þar til við náum okkar markmiði, og það er að koma öllum þessum einstaklingum út af Gasa. Ég veit ekki hvað við nákvæmlega verðum lengi en við erum hópur af fólki að vinna þetta saman og munum halda áfram að skipta því með okkur. Við verðum að klára þetta sem fyrst vegna þess að það eru yfirstandandi árásir og við höfum áhyggjur af tímanum. Markmiðið er að koma öllum út og við erum hér til þess að ná þessu markmiði,“ segir Sema Erla og heldur áfram: „Stjórnvöld verða að hysja upp um sig buxurnar, hætta þessari sýndarmennsku og ganga í verkið. Við erum hér að vinna vinnu stjórnvalda í sjálfboðavinnu og það er óásættanlegt. Ég vil sjá að þau gangi í verkið strax.“ Ísraelsher frelsaði tvo gísla úr haldi Hamas í kjölfar loftárása sinna í nótt. Í yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem stjórnað er af Hamas hryðjuverkasamtökunum, kemur fram að 67 Palestínumenn voru drepnir í loftárásunum. Ein og hálf milljón Palestínumanna hefur leitað skjóls við Rafah síðustu mánuði. Stjórnvöld á Gasa segja að nú hafi rúmlega 28 þúsund Palestínumenn verið drepnir síðan Ísraelar hófu árásir sínar á Gasa og tæplega 68 þúsund hafa særst. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Egyptaland Utanríkismál Tengdar fréttir Átta milljónir söfnuðust á listaverkauppboði til styrktar fólki á Gasa Átta milljónir króna söfnuðust til styrktar neyðaraðstoðar á Gasa á listaverkauppboði sem nýlega fór fram á samfélagsmiðlinum Instagram. Styrkurinn var afhentur Félaginu Ísland-Palestína í dag. 12. febrúar 2024 00:13 „Bara sjálfboðaliðar og engir diplómatar“ María Lilja Þrastardóttir ein úr þriggja kvenna hópi aðgerðarsinna sem fóru til Egyptalands og tókst að koma tveimur fjölskyldum frá Gasa er stödd í Rómaborg á leið sinni heim til Íslands. Hún segir ferli þriðju fjölskyldunnar langt á leið komið og gefur lítið fyrir hangs stjórnvalda. 11. febrúar 2024 16:33 Fulltrúar utanríkisráðuneytisins í Kaíró Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru til Kaíró í gær til að funda með fulltrúum egypskra stjórnvalda og annarra ríkja. Aðeins ellefu þeirra tæplega 130 Palestínumanna sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi eru komin til landsins. 11. febrúar 2024 13:43 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 Segja göng Hamas liggja undir höfuðstöðvum UNRWA Talsmenn Ísraelshers segja að mörg hundruð metra langt ganganet Hamas hafi fundist á Gasa. Göng hryðjuverkasamtakanna liggi meðal annars undir höfuðstöðvum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA. 11. febrúar 2024 08:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
„Ég og Sigrún komum til Egyptalands á föstudaginn, föstudagskvöldið og hittum Maríu Lilju hér. Hún fór síðan til Ítalíu í gær og svo hefur aðeins fjölgað í hópnum úti af Íslendingum,“ segir Sema Erla Serdaroglu, stofnandi Solaris, og að þau séu í heildina fimm. „Við erum ítrekað að vinna í því að koma fleirum út. Þetta er allt mjög krefjandi og tekur tíma og er fyrst og fremst átakanlegt. Við bindum miklar vonir við því að við náum að stíga fleiri skref í dag og koma fleirum í þann farveg að komast yfir landamærin,“ segir Sema Erla aðspurð um það hvernig gangi að koma fólki yfir landamærin. Eftir að fólkið er komið yfir landamærin fylgja þau þeim á skrifstofu Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar sem sér svo um að fylgja þeim til Íslands samkvæmt samningi sem stofnunin er með við íslensk yfirvöld. „Þegar fólk er komið yfir landamærin höfum við verið að fylgja þeim til IOM til að koma málunum þar í ferli. Það tekur líka nokkra daga og er til dæmis í vinnslu með eina fjölskyldu,“ segir Sema Erla. Ekkert heyrt í diplómötunum Þrír fulltrúar á vegum utanríkisráðuneytisins héldu út til Egyptalands um helgina til að eiga fund með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Sema hefur ekki hitt þá enn. „Við höfum ekki hitt þá, ekki heyrt frá þeim. Við höfum ekki heyrt af þeim og íslensk stjórnvöld svara því ekki þegar við reynum að ná sambandi við þau,“ segir Sema Erla og að hún myndi gjarnan vilja komast í samband við þau. „Því við viljum fá staðfestingu á því að þau séu hingað komin til þess að sækja fólkið okkar til Gasa og koma þeim til Íslands. Að þau séu í raun bara vinna vinnuna sína svo við getum kannski farið að einbeita okkur að öðru.“ Hafa safnað um 25 milljónum Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur staðið fyrir söfnun síðustu daga til að aðstoða við aðgerðir sjálfboðaliðanna í Egyptalandi til að koma fólkinu út Stefnan var sett á það að safna um 50 milljónum og segir Sema Erla söfnunina hafa gengið afar vel. „Hún hefur gengið mjög vel. Síðast þegar ég vissi vorum við búin að ná um það bil helming af því sem við stefndum á. Við erum hér vegna þess að fólk hefur styrkt þessa söfnun og þetta framtak að koma fólkinu okkar frá Gasa og yfir til Íslands. Við vildum fara strax af stað að koma þessum málum áfram.“ Sema Erla segir að svo lengi sem þörf sé á verði þau áfram í Egyptalandi. „Við erum í kappi við tímann. Tíminn er að renna frá okkur og allir eru mjög áhyggjufullir yfir því í hvað stefnir. Þess vegna vonum við að þetta sé ekki einhver sýndarmennska í því að að sé verið að senda diplómata hingað. Heldur að þau séu hingað komin til að koma fólkinu okkar út af Gasa.“ Sema Erla segir að í Egyptalandi séu fjölmargir aðrir í sömu erindagjörðum og þær. Langflestir séu að gera það í gegnum diplómatískar leiðir en vinni með sömu þjónustuaðilum og sjálfboðaliðarnir úti. Hún segir fólk reglulega komast yfir með þessum hætti. Halda áfram þar til allir eru komnir út „Við munum halda þessu verkefni áfram þar til við náum okkar markmiði, og það er að koma öllum þessum einstaklingum út af Gasa. Ég veit ekki hvað við nákvæmlega verðum lengi en við erum hópur af fólki að vinna þetta saman og munum halda áfram að skipta því með okkur. Við verðum að klára þetta sem fyrst vegna þess að það eru yfirstandandi árásir og við höfum áhyggjur af tímanum. Markmiðið er að koma öllum út og við erum hér til þess að ná þessu markmiði,“ segir Sema Erla og heldur áfram: „Stjórnvöld verða að hysja upp um sig buxurnar, hætta þessari sýndarmennsku og ganga í verkið. Við erum hér að vinna vinnu stjórnvalda í sjálfboðavinnu og það er óásættanlegt. Ég vil sjá að þau gangi í verkið strax.“ Ísraelsher frelsaði tvo gísla úr haldi Hamas í kjölfar loftárása sinna í nótt. Í yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem stjórnað er af Hamas hryðjuverkasamtökunum, kemur fram að 67 Palestínumenn voru drepnir í loftárásunum. Ein og hálf milljón Palestínumanna hefur leitað skjóls við Rafah síðustu mánuði. Stjórnvöld á Gasa segja að nú hafi rúmlega 28 þúsund Palestínumenn verið drepnir síðan Ísraelar hófu árásir sínar á Gasa og tæplega 68 þúsund hafa særst.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Egyptaland Utanríkismál Tengdar fréttir Átta milljónir söfnuðust á listaverkauppboði til styrktar fólki á Gasa Átta milljónir króna söfnuðust til styrktar neyðaraðstoðar á Gasa á listaverkauppboði sem nýlega fór fram á samfélagsmiðlinum Instagram. Styrkurinn var afhentur Félaginu Ísland-Palestína í dag. 12. febrúar 2024 00:13 „Bara sjálfboðaliðar og engir diplómatar“ María Lilja Þrastardóttir ein úr þriggja kvenna hópi aðgerðarsinna sem fóru til Egyptalands og tókst að koma tveimur fjölskyldum frá Gasa er stödd í Rómaborg á leið sinni heim til Íslands. Hún segir ferli þriðju fjölskyldunnar langt á leið komið og gefur lítið fyrir hangs stjórnvalda. 11. febrúar 2024 16:33 Fulltrúar utanríkisráðuneytisins í Kaíró Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru til Kaíró í gær til að funda með fulltrúum egypskra stjórnvalda og annarra ríkja. Aðeins ellefu þeirra tæplega 130 Palestínumanna sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi eru komin til landsins. 11. febrúar 2024 13:43 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 Segja göng Hamas liggja undir höfuðstöðvum UNRWA Talsmenn Ísraelshers segja að mörg hundruð metra langt ganganet Hamas hafi fundist á Gasa. Göng hryðjuverkasamtakanna liggi meðal annars undir höfuðstöðvum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA. 11. febrúar 2024 08:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Átta milljónir söfnuðust á listaverkauppboði til styrktar fólki á Gasa Átta milljónir króna söfnuðust til styrktar neyðaraðstoðar á Gasa á listaverkauppboði sem nýlega fór fram á samfélagsmiðlinum Instagram. Styrkurinn var afhentur Félaginu Ísland-Palestína í dag. 12. febrúar 2024 00:13
„Bara sjálfboðaliðar og engir diplómatar“ María Lilja Þrastardóttir ein úr þriggja kvenna hópi aðgerðarsinna sem fóru til Egyptalands og tókst að koma tveimur fjölskyldum frá Gasa er stödd í Rómaborg á leið sinni heim til Íslands. Hún segir ferli þriðju fjölskyldunnar langt á leið komið og gefur lítið fyrir hangs stjórnvalda. 11. febrúar 2024 16:33
Fulltrúar utanríkisráðuneytisins í Kaíró Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru til Kaíró í gær til að funda með fulltrúum egypskra stjórnvalda og annarra ríkja. Aðeins ellefu þeirra tæplega 130 Palestínumanna sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi eru komin til landsins. 11. febrúar 2024 13:43
Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40
Segja göng Hamas liggja undir höfuðstöðvum UNRWA Talsmenn Ísraelshers segja að mörg hundruð metra langt ganganet Hamas hafi fundist á Gasa. Göng hryðjuverkasamtakanna liggi meðal annars undir höfuðstöðvum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA. 11. febrúar 2024 08:39