Bandaríska þjóðin fékk sigurkossinn í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2024 04:31 Taylor Swift kyssir Travis Kelce niðri á vellinum eftir sigur Kansas City Chiefs í Super Bowl. APBrynn Anderson Travis Kelce og Taylor Swift kysstust innilega niðri á vellinum eftir að Kansas City Chiefs tryggði sér sigur í Super Bowl leiknum í nótt. Höfðingjarnir unnu 25-22 sigur á San Francisco 49ers í æsispennandi framlengdum leik. Gríðarlegur áhugi var á Super Bowl í ár og ekki síst vegna aðkomu tónlistarstórstjörnunnar Taylor Swift. Swift flaug hálfan hnöttinn frá Tokýó til Las Vegas til að styðja við bakið á kærasta sínum Travis Kelce. Swift byrjaði vikuna á því að vinna tvenn Grammy-verðlaun, tilkynnti um leið um nýja plötu í apríl, hélt síðan fjóra tónaleika í Japan og endaði ótrúlega viku á því að fagna sigri í stærsta íþróttakappleik ársins með kærasta sínum. Taylor hefur fjölgað mikið í áhugafólki um NFL-deildina og þá sérstaklega fólki úr gríðarlega stórum aðdáendahóp hennar. Travis and Taylor. pic.twitter.com/wCb19KO0Qa— NFL (@NFL) February 12, 2024 Kelce hefur sjálfur rokið upp í vinsældum og það getur verið varasamt. Það leit líka út um tíma að Kelce væri að fara yfir um á hliðarlínunni enda sást hann bæði öskra á og keyra utan í þjálfara sinn Andy Reid. Kelce átti skelfilegan fyrri hálfleik en lék mun betur í þeim síðari og átti mikinn þátt í sigri Chiefs þrátt fyrir að hann hafi ekki skorað sjálfur snertimark. Myndavélarnar fóru að sjálfsögðu nokkrum sinnum á Talyor í stúkunni sem lifði sig mikið inn í leikinn og var um tíma farinn að naga neglurnar enda spennan alveg gríðarleg. Hún er örugglega búin að læra það núna með á meðan Patrick Mahomes er í liðinu er alltaf möguleiki. Mahomes á mörg ár eftir í boltanum en er þegar kominn í hóp fárra með því að vinna þrjá meistaratitla. say it loud and proud #ChiefsKingdom pic.twitter.com/9DnQF93KQx— NFL (@NFL) February 12, 2024 Chiefs liðið landaði sigri með frábærri lokasókn undir stjórn Mahomes og Kelce var í miklu stuði í leikslok þegar hann fékk hljóðnemann. Þar talaði hann um að vinna þriðja árið í röð og það leit ekkert út fyrir það að hann væri mögulega að fara hætta eins og einhverjir voru búnir að spá. Bandaríska þjóðin fékk síðan sigurkossinn hjá þeim Taylor og Travis í leikslok eins og sjá má hér fyrir neðan. AP/John Locher AP/John Locher NFL Ofurskálin Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Gríðarlegur áhugi var á Super Bowl í ár og ekki síst vegna aðkomu tónlistarstórstjörnunnar Taylor Swift. Swift flaug hálfan hnöttinn frá Tokýó til Las Vegas til að styðja við bakið á kærasta sínum Travis Kelce. Swift byrjaði vikuna á því að vinna tvenn Grammy-verðlaun, tilkynnti um leið um nýja plötu í apríl, hélt síðan fjóra tónaleika í Japan og endaði ótrúlega viku á því að fagna sigri í stærsta íþróttakappleik ársins með kærasta sínum. Taylor hefur fjölgað mikið í áhugafólki um NFL-deildina og þá sérstaklega fólki úr gríðarlega stórum aðdáendahóp hennar. Travis and Taylor. pic.twitter.com/wCb19KO0Qa— NFL (@NFL) February 12, 2024 Kelce hefur sjálfur rokið upp í vinsældum og það getur verið varasamt. Það leit líka út um tíma að Kelce væri að fara yfir um á hliðarlínunni enda sást hann bæði öskra á og keyra utan í þjálfara sinn Andy Reid. Kelce átti skelfilegan fyrri hálfleik en lék mun betur í þeim síðari og átti mikinn þátt í sigri Chiefs þrátt fyrir að hann hafi ekki skorað sjálfur snertimark. Myndavélarnar fóru að sjálfsögðu nokkrum sinnum á Talyor í stúkunni sem lifði sig mikið inn í leikinn og var um tíma farinn að naga neglurnar enda spennan alveg gríðarleg. Hún er örugglega búin að læra það núna með á meðan Patrick Mahomes er í liðinu er alltaf möguleiki. Mahomes á mörg ár eftir í boltanum en er þegar kominn í hóp fárra með því að vinna þrjá meistaratitla. say it loud and proud #ChiefsKingdom pic.twitter.com/9DnQF93KQx— NFL (@NFL) February 12, 2024 Chiefs liðið landaði sigri með frábærri lokasókn undir stjórn Mahomes og Kelce var í miklu stuði í leikslok þegar hann fékk hljóðnemann. Þar talaði hann um að vinna þriðja árið í röð og það leit ekkert út fyrir það að hann væri mögulega að fara hætta eins og einhverjir voru búnir að spá. Bandaríska þjóðin fékk síðan sigurkossinn hjá þeim Taylor og Travis í leikslok eins og sjá má hér fyrir neðan. AP/John Locher AP/John Locher
NFL Ofurskálin Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira