„Hér er um lengri tíma viðburði að ræða“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. febrúar 2024 21:00 Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri ræddi nýbyggðan vinnuveg og byggingu heitavatnslagnanna á Suðurnesjum í Kvöldfréttum. Vísir Orkumálastjóri segir ljóst að atburðirnir á Suðurnesjum komi til með að endurtaka sig og mikilvægt sé að innviðir séu undir það búnir. Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á hraunið sem flæddi yfir Grindavíkurveg í núliðnu eldgosi. Sindri ræddi við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir það kraftaverk að búið sé að leggja veginn yfir hraunið. Unnið er að því að byggja nýja heitavatnslögn frá Svartsengi. „Staðan er sú að það er búið að sjóða mikið af þessum rörum saman. Þetta eru tólf metra rör sem er verið að sjóða saman. Og það voru eftir um níu suður, eitthvað svoleiðis. Og þá erum við að tala um að það á eftir að draga rörin og tryggja að þau nái yfir þessa fjögur til fimm hundruð metra sem voru eftir,“ segir Halla. Hún segir að ef vel gangi komist hiti á fyrr en síðar. Við hljótum að læra mjög hratt hvernig á að bregðast við þessum aðstæðum því þær eru að koma upp aftur og aftur. Finnst þér eins og við séum undirbúin fyrir þessar hamfarir? „Auðvitað eru náttúruhamfarir alltaf óvæntar að einhverju leyti en ég held að það skipti miklu máli að við erum að horfa á atburði sem munu koma til með að endurtaka sig. Og þess vegna þurfum við að passa upp á að verja þessa lögn,“ segir Halla. Steypa þurfi í kring um hana og sömuleiðis þurfi að setja nýja kaldavatnslögn til að tryggja að ef nýtt hraun kæmi myndi það ekki skemma fyrir. Þá sé mikivægt að passa upp á að til sé meiri og betri búnaður til að hita lykilinnviði, eins og skóla og hjúkrunarheimili. Heitt vatn frá fleiri stöðum en Svartsengi „Ég get hins vegar sagt þér að góðu fréttirnar eru að við höfum verið að ýta á lághitaátak,“ segir Halla og að í því felist að sækja hita á fleiri stöðum á Reykjanesi. „Og [við] höfum verið að draga að aðila eins og ÍSOR og fyrirtækin með okkur hérna. Og við vonum að það átak fari hratt og vel af stað núna í vikunni þannig að heimilin hafi aðgengi að heitu vatni frá fleiri stöðum en bara Svartsengi.“ Halla segir marga koma að því verkefni sem nú er fyrir höndum. Fyrirtæki, Almannavarnir og her af fagfólki. Þekking þeirra þurfi að dragast inn í alla ákvörðunartöku og mikilvægt sé að vera vel undirbúin. „Og þó að þessi hrina gangi yfir núna skiptir gríðalega miklu máli að við séum að hugsa að hér er um lengri tíma viðburði að ræða og þetta eru ákveðnir grundvallarinnviðir fyrir samfélagið. Ekki bara til skemmri tíma heldur um alla framtíð.“ Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan, sem hefst skammt fyrir þriðju mínútu. Orkumál Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Sindri ræddi við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir það kraftaverk að búið sé að leggja veginn yfir hraunið. Unnið er að því að byggja nýja heitavatnslögn frá Svartsengi. „Staðan er sú að það er búið að sjóða mikið af þessum rörum saman. Þetta eru tólf metra rör sem er verið að sjóða saman. Og það voru eftir um níu suður, eitthvað svoleiðis. Og þá erum við að tala um að það á eftir að draga rörin og tryggja að þau nái yfir þessa fjögur til fimm hundruð metra sem voru eftir,“ segir Halla. Hún segir að ef vel gangi komist hiti á fyrr en síðar. Við hljótum að læra mjög hratt hvernig á að bregðast við þessum aðstæðum því þær eru að koma upp aftur og aftur. Finnst þér eins og við séum undirbúin fyrir þessar hamfarir? „Auðvitað eru náttúruhamfarir alltaf óvæntar að einhverju leyti en ég held að það skipti miklu máli að við erum að horfa á atburði sem munu koma til með að endurtaka sig. Og þess vegna þurfum við að passa upp á að verja þessa lögn,“ segir Halla. Steypa þurfi í kring um hana og sömuleiðis þurfi að setja nýja kaldavatnslögn til að tryggja að ef nýtt hraun kæmi myndi það ekki skemma fyrir. Þá sé mikivægt að passa upp á að til sé meiri og betri búnaður til að hita lykilinnviði, eins og skóla og hjúkrunarheimili. Heitt vatn frá fleiri stöðum en Svartsengi „Ég get hins vegar sagt þér að góðu fréttirnar eru að við höfum verið að ýta á lághitaátak,“ segir Halla og að í því felist að sækja hita á fleiri stöðum á Reykjanesi. „Og [við] höfum verið að draga að aðila eins og ÍSOR og fyrirtækin með okkur hérna. Og við vonum að það átak fari hratt og vel af stað núna í vikunni þannig að heimilin hafi aðgengi að heitu vatni frá fleiri stöðum en bara Svartsengi.“ Halla segir marga koma að því verkefni sem nú er fyrir höndum. Fyrirtæki, Almannavarnir og her af fagfólki. Þekking þeirra þurfi að dragast inn í alla ákvörðunartöku og mikilvægt sé að vera vel undirbúin. „Og þó að þessi hrina gangi yfir núna skiptir gríðalega miklu máli að við séum að hugsa að hér er um lengri tíma viðburði að ræða og þetta eru ákveðnir grundvallarinnviðir fyrir samfélagið. Ekki bara til skemmri tíma heldur um alla framtíð.“ Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan, sem hefst skammt fyrir þriðju mínútu.
Orkumál Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira