„Þetta verður erfið vika“ Margrét Björk Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 10. febrúar 2024 19:21 Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Samskiptastjóri Almannavarna segir sviðsmyndina á Suðurnesjum svarta eins og staðan er núna. Heitavatnslaust er á öllum Suðurnesjum og hún segir ljóst að erfið vika blasi við. Heitavatnslaust hefur verið á Suðurnesjum síðan á fimmtudag. Neyðarstig Almannavarna hefur verið virkjað og fólk er hvatt til að halda notkun á rafmagni í lágmarki. Búist er við að heitt vatn komi aftur á eftir viku. Margrét Björk hitti Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra Almannavarna í Kvöldfréttum. „Já eins og kom fram í dag er maður alltaf að tala um þessar sviðsmyndir. Og hún er alveg svört akkúrat eins og staðan er núna. Þannig að við vinnum með hana. Og vinnum með þær upplýsingar sem við fáum, liggur við mínútu frá mínútu. Bæði hvernig viðgerðin gengur og svo hvernig framhaldið verður í kvöld. Skilur að fólk vilji flýja Rafmagn sló út í hluta Keflavíkur í gær um kvöldmatarleytið. Hjördís vonar að fólk átti sig á hverjar aðstæðurnar eru og passi sig á því að nota ekki mikið rafmagn. Borið hefur á því í dag að íbúar Suðurnesja yfirgefi heimili sín vegna ástandsins. Fólk auglýsi eftir sumarbústöðum og húsnæði til leigu. Mælst var til þess á fundinum í dag að fólk yrði heima hjá sér eins og unnt væri. „En við skiljum svo vel að aðstæður fólks eru alls konar. Þannig að fólk verður náttúrlega að meta þetta sjálft og fylgjast með hvernig staðan verður en við höfum fullan skilning á því að aðstæður hjá fólki eru mismunandi,“ segir Hjördís. Fjölmargir íbúar Suðurnesja eru af erlendum uppruna, hafið þið áhyggjur að því að mikilvæg skilaboð komist ekki til skila til þeirra? „Við höfum alltaf áhyggjur af því. Við reynum að gera eins hratt og við getum,“ segir Hjördís og vekur athygli á því að allar helstu upplýsingar um ástandið eru aðgengilegar á ensku og pólsku á vef Almannavarna. Hefur ástandið áhrif á skipulagningu aðgerða í Grindavík eða einbeita viðbragðsaðilar sér að ástandinu á Suðurnesjum núna? „Það er erfitt að segja, auðvitað er viðbragðið komið að ákveðnum þolmörkum. En ég held að við getum svarað þessu þannig að við reynum eins og við getum. Auðvitað er þetta mikið til sama fólkið sem er að vinna vinnuna. En við bara hvetjum fólk til að fylgjast vel með hvað verður en alla vega eins og í dag hófum við aftur þessar aðgerðir, að koma fólki heim til sín í Grindavík.“ Helstu skilaboð Hjördísar til íbúa eru að standa saman í því að halda rafmagninu gangandi. „Þetta verður erfið vika. Það er ekki spurning og það er þannig að þegar maður heyrir vika og maður ætlar að hafa kalt heima hjá sér og manni er kalt þá þarf maður einhvern veginn að finna einhverja leið til þess að komast í gegn um þetta saman. En á endanum tekst það.“ Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Heitavatnslaust hefur verið á Suðurnesjum síðan á fimmtudag. Neyðarstig Almannavarna hefur verið virkjað og fólk er hvatt til að halda notkun á rafmagni í lágmarki. Búist er við að heitt vatn komi aftur á eftir viku. Margrét Björk hitti Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra Almannavarna í Kvöldfréttum. „Já eins og kom fram í dag er maður alltaf að tala um þessar sviðsmyndir. Og hún er alveg svört akkúrat eins og staðan er núna. Þannig að við vinnum með hana. Og vinnum með þær upplýsingar sem við fáum, liggur við mínútu frá mínútu. Bæði hvernig viðgerðin gengur og svo hvernig framhaldið verður í kvöld. Skilur að fólk vilji flýja Rafmagn sló út í hluta Keflavíkur í gær um kvöldmatarleytið. Hjördís vonar að fólk átti sig á hverjar aðstæðurnar eru og passi sig á því að nota ekki mikið rafmagn. Borið hefur á því í dag að íbúar Suðurnesja yfirgefi heimili sín vegna ástandsins. Fólk auglýsi eftir sumarbústöðum og húsnæði til leigu. Mælst var til þess á fundinum í dag að fólk yrði heima hjá sér eins og unnt væri. „En við skiljum svo vel að aðstæður fólks eru alls konar. Þannig að fólk verður náttúrlega að meta þetta sjálft og fylgjast með hvernig staðan verður en við höfum fullan skilning á því að aðstæður hjá fólki eru mismunandi,“ segir Hjördís. Fjölmargir íbúar Suðurnesja eru af erlendum uppruna, hafið þið áhyggjur að því að mikilvæg skilaboð komist ekki til skila til þeirra? „Við höfum alltaf áhyggjur af því. Við reynum að gera eins hratt og við getum,“ segir Hjördís og vekur athygli á því að allar helstu upplýsingar um ástandið eru aðgengilegar á ensku og pólsku á vef Almannavarna. Hefur ástandið áhrif á skipulagningu aðgerða í Grindavík eða einbeita viðbragðsaðilar sér að ástandinu á Suðurnesjum núna? „Það er erfitt að segja, auðvitað er viðbragðið komið að ákveðnum þolmörkum. En ég held að við getum svarað þessu þannig að við reynum eins og við getum. Auðvitað er þetta mikið til sama fólkið sem er að vinna vinnuna. En við bara hvetjum fólk til að fylgjast vel með hvað verður en alla vega eins og í dag hófum við aftur þessar aðgerðir, að koma fólki heim til sín í Grindavík.“ Helstu skilaboð Hjördísar til íbúa eru að standa saman í því að halda rafmagninu gangandi. „Þetta verður erfið vika. Það er ekki spurning og það er þannig að þegar maður heyrir vika og maður ætlar að hafa kalt heima hjá sér og manni er kalt þá þarf maður einhvern veginn að finna einhverja leið til þess að komast í gegn um þetta saman. En á endanum tekst það.“
Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira