Tíu bestu liðin (1984-2023): Uppgjör Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2024 08:00 FH 2005, Víkingur 2023, ÍA 1993 og Stjarnan 2014 voru öll á lista yfir tíu bestu lið íslenskrar fótboltasögu frá 1984. jóhannes long/hulda margrét/friðþjófur helgason/andri marinó Vísir stóð fyrir vali á bestu liðum í íslenskum karlafótbolta undanfarin fjörutíu ár, eða frá 1984 þegar þriggja stiga reglan var tekin upp. Hér má sjá niðurstöður kosningarinnar. Þrjátíu sérfræðingar, sem allir hafa fjallað á einn eða annan hátt um íslenskan fótbolta undanfarin fjörutíu ár, völdu þau fimm lið sem þeir töldu best á tímabilinu 1984-2023. Hver og einn valdi fimm lið og röðuðu þeim frá eitt til fimm. Fyrir 1. sætið fengust fimm stig, fjögur stig fyrir 4. sætið, þrjú fyrir 3. sætið, tvö fyrir 4. sætið og eitt fyrir 5. sætið. Mest var því hægt að fá 150 stig. Sextán lið fengu atkvæði í kjörinu. Auk tíu efstu liðanna sem var fjallað um í sérstökum greinum fengu eftirfarandi lið atkvæði: ÍBV 1997 og KR 2013 fengu eitt stig hvort lið og ÍA 1984 og Víkingur 2021 fengu tvö stig hvort lið. Valur 2017 fékk þrjú stig og FH 2009 fékk fjögur stig, jafn mörg og Breiðablik 2022. Blikar fengu hins vegar stig frá fleiri sérfræðingum og voru því inni á topp tíu. ÍA var eina félagið sem átti fleiri en einn fulltrúa á meðal tíu efstu. Þrjú lið ÍA voru á lista, eitt frá Breiðabliki, ÍBV, Stjörnunni, KR, Fram, Víkingi og FH. Í 10. sæti í kjörinu með fjögur stig varð Breiðablik 2022. Blikar urðu Íslandsmeistarar í annað sinn með talsverðum yfirburðum. Þá gerðu þeir það gott í Evrópukeppni. Í 9. sæti í kjörinu með sex stig varð ÍBV 1998. Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik í Vesturbænum. ÍBV varð einnig bikarmeistari. Í 8. sæti í kjörinu með níu stig varð ÍA 1996. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik aldarinnar á Akranesi, 4-1. ÍA varð sömuleiðis bikarmeistari og vann því tvöfalt í annað sinn á fjórum árum. Í 7. sæti í kjörinu með þrjátíu stig var Stjarnan 2014. Líkt og Skagamenn 1996 og Eyjamenn 1998 urðu Stjörnumenn Íslandsmeistarar eftir sigur í hreinum úrslitaleik, gegn FH-ingum í Kaplakrika. Stjarnan tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni og komst auk þess lengra en nokkurt annað íslenskt lið hafði komist í Evrópukeppni. Í 6. sæti í kjörinu með 32 stig varð KR 1999. Eftir 31 árs bið urðu KR-ingar Íslandsmeistarar og unnu fjórtán af átján leikjum sínum í Símadeildinni. KR varð einnig bikarmeistari á aldarafmæli félagsins. Í 5. sæti í kjörinu með 39 stig varð Fram 1988. Frammarar urðu Íslandsmeistarar og settu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu, fengu 49 stig af 54 mögulegum. Fram fékk aðeins átta mörk á sig og hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Í 4. sæti í kjörinu með 42 stig varð ÍA 1995. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar með miklum yfirburðum og jöfnuðu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu. Arnar Gunnlaugsson sneri heim á miðju sumri og varð markakóngur með fimmtán mörk í sjö leikjum. Í 3. sæti í kjörinu með 73 stig varð Víkingur 2023. Víkingar urðu Íslandsmeistarar með miklum glans og unnu bikarkeppnina fjórða sinn í röð. Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum. Í 2. sæti í kjörinu með 79 stig varð FH 2005. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Þeir höfðu fáheyrða yfirburði og unnu fyrstu fimmtán leiki sína í Landsbankadeildinni. Í 1. sæti í kjörinu með 123 stig varð ÍA 1993. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð og jöfnuðu stigamet Frammara frá 1988. Þeir skoruðu 62 mörk sem var met sem stóð til 2022 þegar sjö leikjum hafði verið bætt við mótið. ÍA varð einnig bikarmeistari og vann hollenska stórliðið Feyenoord í Evrópukeppni. Af þrjátíu sérfræðingum voru 22 með ÍA 1993 í efsta sæti. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. ÍA 1993 - 123 stig FH 2005 - 79 stig Víkingur 2023 - 73 stig ÍA 1995 - 42 stig Fram 1988 - 39 stig KR 1999 - 32 stig Stjarnan 2014 - 30 stig ÍA 1996 - 9 stig ÍBV 1998 - 6 stig Breiðablik 2022 - 4 stig FH 2009 - 4 stig Valur 2017 - 3 stig ÍA 1984 - 2 stig Víkingur 2021 - 2 stig ÍBV 1997 - 1 stig KR 2013 - 1 stig Besta deild karla 10 bestu liðin Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Þrjátíu sérfræðingar, sem allir hafa fjallað á einn eða annan hátt um íslenskan fótbolta undanfarin fjörutíu ár, völdu þau fimm lið sem þeir töldu best á tímabilinu 1984-2023. Hver og einn valdi fimm lið og röðuðu þeim frá eitt til fimm. Fyrir 1. sætið fengust fimm stig, fjögur stig fyrir 4. sætið, þrjú fyrir 3. sætið, tvö fyrir 4. sætið og eitt fyrir 5. sætið. Mest var því hægt að fá 150 stig. Sextán lið fengu atkvæði í kjörinu. Auk tíu efstu liðanna sem var fjallað um í sérstökum greinum fengu eftirfarandi lið atkvæði: ÍBV 1997 og KR 2013 fengu eitt stig hvort lið og ÍA 1984 og Víkingur 2021 fengu tvö stig hvort lið. Valur 2017 fékk þrjú stig og FH 2009 fékk fjögur stig, jafn mörg og Breiðablik 2022. Blikar fengu hins vegar stig frá fleiri sérfræðingum og voru því inni á topp tíu. ÍA var eina félagið sem átti fleiri en einn fulltrúa á meðal tíu efstu. Þrjú lið ÍA voru á lista, eitt frá Breiðabliki, ÍBV, Stjörnunni, KR, Fram, Víkingi og FH. Í 10. sæti í kjörinu með fjögur stig varð Breiðablik 2022. Blikar urðu Íslandsmeistarar í annað sinn með talsverðum yfirburðum. Þá gerðu þeir það gott í Evrópukeppni. Í 9. sæti í kjörinu með sex stig varð ÍBV 1998. Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik í Vesturbænum. ÍBV varð einnig bikarmeistari. Í 8. sæti í kjörinu með níu stig varð ÍA 1996. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik aldarinnar á Akranesi, 4-1. ÍA varð sömuleiðis bikarmeistari og vann því tvöfalt í annað sinn á fjórum árum. Í 7. sæti í kjörinu með þrjátíu stig var Stjarnan 2014. Líkt og Skagamenn 1996 og Eyjamenn 1998 urðu Stjörnumenn Íslandsmeistarar eftir sigur í hreinum úrslitaleik, gegn FH-ingum í Kaplakrika. Stjarnan tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni og komst auk þess lengra en nokkurt annað íslenskt lið hafði komist í Evrópukeppni. Í 6. sæti í kjörinu með 32 stig varð KR 1999. Eftir 31 árs bið urðu KR-ingar Íslandsmeistarar og unnu fjórtán af átján leikjum sínum í Símadeildinni. KR varð einnig bikarmeistari á aldarafmæli félagsins. Í 5. sæti í kjörinu með 39 stig varð Fram 1988. Frammarar urðu Íslandsmeistarar og settu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu, fengu 49 stig af 54 mögulegum. Fram fékk aðeins átta mörk á sig og hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Í 4. sæti í kjörinu með 42 stig varð ÍA 1995. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar með miklum yfirburðum og jöfnuðu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu. Arnar Gunnlaugsson sneri heim á miðju sumri og varð markakóngur með fimmtán mörk í sjö leikjum. Í 3. sæti í kjörinu með 73 stig varð Víkingur 2023. Víkingar urðu Íslandsmeistarar með miklum glans og unnu bikarkeppnina fjórða sinn í röð. Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum. Í 2. sæti í kjörinu með 79 stig varð FH 2005. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Þeir höfðu fáheyrða yfirburði og unnu fyrstu fimmtán leiki sína í Landsbankadeildinni. Í 1. sæti í kjörinu með 123 stig varð ÍA 1993. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð og jöfnuðu stigamet Frammara frá 1988. Þeir skoruðu 62 mörk sem var met sem stóð til 2022 þegar sjö leikjum hafði verið bætt við mótið. ÍA varð einnig bikarmeistari og vann hollenska stórliðið Feyenoord í Evrópukeppni. Af þrjátíu sérfræðingum voru 22 með ÍA 1993 í efsta sæti. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. ÍA 1993 - 123 stig FH 2005 - 79 stig Víkingur 2023 - 73 stig ÍA 1995 - 42 stig Fram 1988 - 39 stig KR 1999 - 32 stig Stjarnan 2014 - 30 stig ÍA 1996 - 9 stig ÍBV 1998 - 6 stig Breiðablik 2022 - 4 stig FH 2009 - 4 stig Valur 2017 - 3 stig ÍA 1984 - 2 stig Víkingur 2021 - 2 stig ÍBV 1997 - 1 stig KR 2013 - 1 stig
ÍA 1993 - 123 stig FH 2005 - 79 stig Víkingur 2023 - 73 stig ÍA 1995 - 42 stig Fram 1988 - 39 stig KR 1999 - 32 stig Stjarnan 2014 - 30 stig ÍA 1996 - 9 stig ÍBV 1998 - 6 stig Breiðablik 2022 - 4 stig FH 2009 - 4 stig Valur 2017 - 3 stig ÍA 1984 - 2 stig Víkingur 2021 - 2 stig ÍBV 1997 - 1 stig KR 2013 - 1 stig
Besta deild karla 10 bestu liðin Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn