Pillur afa hafi laumast í eftirrétt Valievu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2024 11:30 Kamila Valieva var ein umtalaðasta íþróttakona Vetrarólympíuleikanna 2022. getty/Sefa Karacan Rússneska skautakonan Kamila Valieva, sem var dæmd í fjögurra ára bann fyrir ólöglega lyfjanotkun, hefur komið með útskýringu á því hvað hafi getað valdið því að hún féll á lyfjaprófi. Valieva féll á lyfjaprófi sem var tekið á rússneska meistaramótinu á jóladag 2021, þegar hún var fimmtán ára. Hjartalyfið trimetazidine greindist í sýni hennar. Þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófinu fékk Valieva að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Þar framkvæmdi hún stökk sem enginn hafði áður framkvæmt og hjálpaði Rússum að vinna gull í liðakeppninni í listdansi á skautum. Rússar voru hins vegar sviptir verðlaununum eftir að Valieva var dæmd í keppnisbannið. Bandaríkjamenn fá gullverðlaunin í staðinn. CAS birti úrskurð sinn í heilu lagi í gær. Þar er málsvörn Valievu að finna og óhætt er að segja að útskýringar hennar á því hvernig hjartalyfið komst inn í líkama hennar séu áhugaverðar. Valieva hélt því fram að hún hefði óvart innbyrt hjartalyfið þegar hún borðaði jarðarberjaeftirrétt sem var undirbúinn á sama skurðarbretti og afi hennar notaði til að mylja töflurnar sínar. Önnur útskýring sem Valieva kom með var að hún hefði notað sama glas og afinn hafi notað til að leysa upp pillurnar sínar. CAS fannst útskýringar Valievu full langsóttar og tók þær ekki trúanlegar. Málsvörn hennar gat því ekki forðað henni frá fjögurra ára keppnisbanni. Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Valieva féll á lyfjaprófi sem var tekið á rússneska meistaramótinu á jóladag 2021, þegar hún var fimmtán ára. Hjartalyfið trimetazidine greindist í sýni hennar. Þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófinu fékk Valieva að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Þar framkvæmdi hún stökk sem enginn hafði áður framkvæmt og hjálpaði Rússum að vinna gull í liðakeppninni í listdansi á skautum. Rússar voru hins vegar sviptir verðlaununum eftir að Valieva var dæmd í keppnisbannið. Bandaríkjamenn fá gullverðlaunin í staðinn. CAS birti úrskurð sinn í heilu lagi í gær. Þar er málsvörn Valievu að finna og óhætt er að segja að útskýringar hennar á því hvernig hjartalyfið komst inn í líkama hennar séu áhugaverðar. Valieva hélt því fram að hún hefði óvart innbyrt hjartalyfið þegar hún borðaði jarðarberjaeftirrétt sem var undirbúinn á sama skurðarbretti og afi hennar notaði til að mylja töflurnar sínar. Önnur útskýring sem Valieva kom með var að hún hefði notað sama glas og afinn hafi notað til að leysa upp pillurnar sínar. CAS fannst útskýringar Valievu full langsóttar og tók þær ekki trúanlegar. Málsvörn hennar gat því ekki forðað henni frá fjögurra ára keppnisbanni.
Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira