Íslensk CrossFit kempa keppir á EM í Ólympískum Lyftingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 09:30 Þuríður Erla Helgadóttir hefur verið með á átta heimsleikum og náði best níunda sætinu árið 2019. @thurihelgadottir Þuríður Erla Helgadóttir verður meðal keppenda á Evrópumótinu í Ólympískum Lyftingum sem fram fer í Sofía í Búlgaríu seinna í þessum mánuði. Þuríður Erla sagði frá þessu á samfélagsmiðlum í gær. „Ég mun keppa á EM í Ólympískum Lyftingum þann 14. febrúar næstkomandi. Ég lyfti vanalega þyngra þegar ég er á þessu sviði en þegar ég er að æfa. Ég hlakka því til að keppa,“ skrifaði Þuríður Erla. Þuríður Erla er ein okkar reyndasta CrossFit kona en hún hefur keppt á átta heimsleikum í CrossFit þar af sjö sinnum í einstaklingskeppninni. Bestum árangri náði hún árið 2019 þegar hún varð í níunda sæti. Þuríður hefur líka mikla reynslu af stórmótum í Ólympískum Lyftingum þar sem hún hefur keppt bæði á heims- og Evrópumeistaramótum. Hún varð meðal annars í tíunda sæti á EM 2021 og í tíunda sæti á HM 2017. Þuríður keppir í mínus 59 kílóa flokknum. Ísland er með sex keppendur á mótinu og eru það allt konur. Katra Björk Ketilsdóttir keppir einnig í 59 kíló flokknum. Þuríður er níu árum eldri en Katla. Þuríður er skráð með 184 kíló samanlagt inn í keppnina en Katla Björk er skráð inn með 173 kíló. Keppendur keppa í samanlögðum árangri í snörun og í jafnhendingu. Eygló Fanndal Sturludóttir var valin lyftingarkona ársins á síðasta ári og stendur fremst allra Íslendinga í baráttunni um Ólympíusæti í þessari grein. Hún keppir í mínus 71 kílóa flokki. Eygló er skráð inn með 230 kíló samanlagt en hún hefur verið bæta sig mikið undanfarna mánuði. Guðný Björk Stefánsdóttir keppir í mínus 76 kílóa flokki, Friðný Fjóla Jónsdóttir keppir í mínus 87 kílóa flokki og Erla Ágústsdóttir keppir í plús 87 kílóa flokknum. Eygló Fanndal, Guðný Björk og Erla eru yngstar í hópnum, allar fæddar árið 2001. Þuríður Erla er elst en hún er fædd árið 1991. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) CrossFit Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Sjá meira
Þuríður Erla sagði frá þessu á samfélagsmiðlum í gær. „Ég mun keppa á EM í Ólympískum Lyftingum þann 14. febrúar næstkomandi. Ég lyfti vanalega þyngra þegar ég er á þessu sviði en þegar ég er að æfa. Ég hlakka því til að keppa,“ skrifaði Þuríður Erla. Þuríður Erla er ein okkar reyndasta CrossFit kona en hún hefur keppt á átta heimsleikum í CrossFit þar af sjö sinnum í einstaklingskeppninni. Bestum árangri náði hún árið 2019 þegar hún varð í níunda sæti. Þuríður hefur líka mikla reynslu af stórmótum í Ólympískum Lyftingum þar sem hún hefur keppt bæði á heims- og Evrópumeistaramótum. Hún varð meðal annars í tíunda sæti á EM 2021 og í tíunda sæti á HM 2017. Þuríður keppir í mínus 59 kílóa flokknum. Ísland er með sex keppendur á mótinu og eru það allt konur. Katra Björk Ketilsdóttir keppir einnig í 59 kíló flokknum. Þuríður er níu árum eldri en Katla. Þuríður er skráð með 184 kíló samanlagt inn í keppnina en Katla Björk er skráð inn með 173 kíló. Keppendur keppa í samanlögðum árangri í snörun og í jafnhendingu. Eygló Fanndal Sturludóttir var valin lyftingarkona ársins á síðasta ári og stendur fremst allra Íslendinga í baráttunni um Ólympíusæti í þessari grein. Hún keppir í mínus 71 kílóa flokki. Eygló er skráð inn með 230 kíló samanlagt en hún hefur verið bæta sig mikið undanfarna mánuði. Guðný Björk Stefánsdóttir keppir í mínus 76 kílóa flokki, Friðný Fjóla Jónsdóttir keppir í mínus 87 kílóa flokki og Erla Ágústsdóttir keppir í plús 87 kílóa flokknum. Eygló Fanndal, Guðný Björk og Erla eru yngstar í hópnum, allar fæddar árið 2001. Þuríður Erla er elst en hún er fædd árið 1991. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir)
CrossFit Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Sjá meira