Fengu afsökunarbeiðni og sektin verður endurgreidd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2024 13:10 Mæðgurnar Elísabet Ýr Sveinsdóttir og Anna Ringsted hafa hrósað sigri í baráttu við borgina. Vísir/Sigurjón Reykjavíkurborg hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð þegar íbúi við Frakkastíg var sektaður fyrir að leggja í eigin innkeyrslu. Dóttir íbúans segir Bílastæðasjóð þurfa að hafa á hreinu fyrir hvað eigi að sekt og hvað ekki. Borið hefur á óánægju meðal íbúa í miðborginni sem hafa fengið sektir við að leggja í bílastæði á einkalóðum sínum. Þeirra á meðal er Anna Ringsted, íbúi við Frakkastíg 22 til fjörutíu ára. Bjarki Sigurðsson fréttamaður okkar hitti Önnu og Elísabetu Ýr Sveinsdóttur, dóttur Önnu, á laugardaginn. Þá hafði Anna fengið sekt fyrir að leggja bíl sínum í innkeyrslu sinni. Þær mæðgur mótmæltu sektinni en Bílastæðasjóður stóð fastur á sínu. Í svari Bílastæðasjóðs kom fram að ekki mætti leggja bifreiðum á einkalóð nema í stæðum sem væru skilgreind sem slík í deiliskipulagi. Því stæði sektin. Nú er komið annað hljóð í strokkinn hjá borginni. Elísabet Ýr segist hafa ýtt á eftir svörum frá Reykjavíkurborg í morgun til að kanna hvar mál þeirra væri statt. Hún hafi fengið símtal frá skipulagssviði borgarinnar í framhaldinu. Hljóð og mynd fari ekki saman „Hún baðst afsökunar. Sagðist ætla að senda mér póst um það hvernig við sækjum um endurgreiðslu á sektinni,“ segir Elísabet Ýr. Starfsmaður skipulagssviðs hafi sagt mjög augljóst að innkeyrslan væri skráð sem slík á teikningum. Mæðgurnar þurfi ekki að gera neitt frekar. Bílastæðasjóður hafi gert mistök með því að sekta. „Það fara ekki alveg saman hljóð og mynd,“ segir Elísabet sem fagnar þó niðurstöðunni. Hún hafði farið í nokkra gagnaöflun og sent á borgina til að rökstyðja málstað þeirra mæðgna. Sú vinna virðist hafa borið árangur. Hún segir breytingu hafa verið gerða á deiliskipulagi árið 2008. Svo hafi árið 2014 götumyndinni verið breytt og bætt við gangstíg og hjólastíg, sem reyndar sé ekki að finna á deiliskipulagi borgarinnar. Það sé önnur saga. Við þær breytingar hafi gulur kantsteinn, til merkis um að ekki mætti leggja fyrir innkeyrsluna, verið fjarlægður. En nú ætti vandamálið, eins og það blasir við þeim mæðgum, að vera úr sögunni. Mamma getur andað léttar „Við erum mjög ánægðar og finnst þetta mjög eðlilegt. Mamma getur andað aðeins léttar, þetta hefur legið nokkuð þungt á henni. Við erum mjög glaðar með þetta,“ segir Elísabet en staldrar við. „Það er ekki eðlilegt að íbúar þurfi að standa í þessu,“ segir Elísabet. Vinnubrögðin séu óeðlileg og borgin þurfi að hafa sitt á hreinu, bílastæðasjóður meðtalin - þ.e. hvar megi sekt og hvar ekki. Fram kom í svari samgöngustjóra borgarinnar að tilefni sektarinnar hefði verið kvörtun frá nágranna. Elísabet kaupir það ekki. „Það er bara bull,“ segir Elísabet og telur engann nágranna hafa kvartað. Húsið sé allt í eigu móður hennar og samskipti við nágranna fyrsta flokks. Elísabet er með aðra kenningu. „Eftir samtal við íbúa í hverfinu þá er það tilfinning íbúa að frá því að gjaldskyldusvæðið var stækkað og tíminn lengdur til níu á kvöldin hafi verið settar strangari kröfur á Bílastæðasjóð að sekta. Vera harðari í að sekta.“ Full samúð borgarfulltrúa Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, tjáði sig almennt um sektir í miðborginni á Facebook á sunnudag. Hún sagðist hafa fulla samúð með því að fólki finnist skrítið að fá allt í einu sekt fyrir eitthvað sem ekki hafi verið sektað fyrir áður. Dóra Björt Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Pírata.Vísir/Vilhelm „Ástæða þess að málin eru að koma upp núna er meðal annars breyting á utanumhaldi um eftirlit vegna svona stöðubrota, en það var hér áður í mýflugumynd. Nú er framfylgd óleyfisstæða með öðrum stöðubrotum, sem dæmi eins og þegar lagt er á gangstéttir, á hjólastíga eða í óleyfi á stæði fyrir fatlað fólk,“ sagði Dóra Björt. Oft hafi verið byrjað á aðvörunum svo þetta komi ekki aftan að fólki, en ekki alltaf og úr því eigi að bæta enda gott og eðlilegt að upplýsa þegar breytingar á framfylgd verða. Ljóst að bannað sé að leggja í óleyfisstæði „Mér þykir miður að þetta hafi komið aftan að fólki og ég skil vel pirringinn og ruglinginn. Það er samt alveg ljóst að það er bannað að leggja í óleyfisstæði. Þess vegna er sektað. Ef ég á að nefna örfá dæmi um hvers vegna tekið er fyrir óleyfisstæði svona almennt séð þá snýr það meðal annars að því að oft þarf að aka yfir gangstétt til að leggja á lóð og yfirsýn ökumanns getur verið mjög takmörkuð sem ógnar umferðaröryggi gangandi og hjólandi. Stæði á slíkum lóðum koma líka í veg fyrir að hægt sé að nýta almenningsstæði í borgarlandi. Sjónarmiðin sem takast á í slíkum málum eru á einn boginn hagsmunir einstaklinga sem vilja hafa einkastæði og svo á hinn boginn hagsmunir almennings þegar kemur að umferðaröryggi gangandi og hjólandi og svo getu almennings til að nýta stæði á borgarlandi. Mér finnst þol fyrir stöðubrotum vera að minnka og áhugi almennings á umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi og sér í lagi á skólaleið barna vera að aukast. Við fáum inn margar kvartanir um stöðubrot af ýmsu tagi.“ Hún segir að farið hefði vel á því að upplýsa betur um breyttan takt og það standi til bóta. „Okkar hlutverk er samt að standa vörð um lög og reglur og sekta í því samhengi. Þó ekki hafi verið sektað áður þá þýðir það ekki að þetta hafi verið leyfilegt áður. En við viljum líka stuðla að góðri stjórnsýslu og ef pottur hefur verið brotinn í málsmeðferð til dæmis þegar kemur að Frakkastíg eins og áður sagði þá er vert að skoða þetta í því samhengi. En á meðan skipulag gerir ekki ráð fyrir stæði þá er stæði óleyfisstæði. Svo er breyting á því metin hverju sinni hafi eigendur áhuga á því,“ sagði Dóra Björt. En eins og fyrr segir virðist stóra bílastæðamálið við Frakkastíg leyst. Bílastæði Reykjavík Skipulag Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Borið hefur á óánægju meðal íbúa í miðborginni sem hafa fengið sektir við að leggja í bílastæði á einkalóðum sínum. Þeirra á meðal er Anna Ringsted, íbúi við Frakkastíg 22 til fjörutíu ára. Bjarki Sigurðsson fréttamaður okkar hitti Önnu og Elísabetu Ýr Sveinsdóttur, dóttur Önnu, á laugardaginn. Þá hafði Anna fengið sekt fyrir að leggja bíl sínum í innkeyrslu sinni. Þær mæðgur mótmæltu sektinni en Bílastæðasjóður stóð fastur á sínu. Í svari Bílastæðasjóðs kom fram að ekki mætti leggja bifreiðum á einkalóð nema í stæðum sem væru skilgreind sem slík í deiliskipulagi. Því stæði sektin. Nú er komið annað hljóð í strokkinn hjá borginni. Elísabet Ýr segist hafa ýtt á eftir svörum frá Reykjavíkurborg í morgun til að kanna hvar mál þeirra væri statt. Hún hafi fengið símtal frá skipulagssviði borgarinnar í framhaldinu. Hljóð og mynd fari ekki saman „Hún baðst afsökunar. Sagðist ætla að senda mér póst um það hvernig við sækjum um endurgreiðslu á sektinni,“ segir Elísabet Ýr. Starfsmaður skipulagssviðs hafi sagt mjög augljóst að innkeyrslan væri skráð sem slík á teikningum. Mæðgurnar þurfi ekki að gera neitt frekar. Bílastæðasjóður hafi gert mistök með því að sekta. „Það fara ekki alveg saman hljóð og mynd,“ segir Elísabet sem fagnar þó niðurstöðunni. Hún hafði farið í nokkra gagnaöflun og sent á borgina til að rökstyðja málstað þeirra mæðgna. Sú vinna virðist hafa borið árangur. Hún segir breytingu hafa verið gerða á deiliskipulagi árið 2008. Svo hafi árið 2014 götumyndinni verið breytt og bætt við gangstíg og hjólastíg, sem reyndar sé ekki að finna á deiliskipulagi borgarinnar. Það sé önnur saga. Við þær breytingar hafi gulur kantsteinn, til merkis um að ekki mætti leggja fyrir innkeyrsluna, verið fjarlægður. En nú ætti vandamálið, eins og það blasir við þeim mæðgum, að vera úr sögunni. Mamma getur andað léttar „Við erum mjög ánægðar og finnst þetta mjög eðlilegt. Mamma getur andað aðeins léttar, þetta hefur legið nokkuð þungt á henni. Við erum mjög glaðar með þetta,“ segir Elísabet en staldrar við. „Það er ekki eðlilegt að íbúar þurfi að standa í þessu,“ segir Elísabet. Vinnubrögðin séu óeðlileg og borgin þurfi að hafa sitt á hreinu, bílastæðasjóður meðtalin - þ.e. hvar megi sekt og hvar ekki. Fram kom í svari samgöngustjóra borgarinnar að tilefni sektarinnar hefði verið kvörtun frá nágranna. Elísabet kaupir það ekki. „Það er bara bull,“ segir Elísabet og telur engann nágranna hafa kvartað. Húsið sé allt í eigu móður hennar og samskipti við nágranna fyrsta flokks. Elísabet er með aðra kenningu. „Eftir samtal við íbúa í hverfinu þá er það tilfinning íbúa að frá því að gjaldskyldusvæðið var stækkað og tíminn lengdur til níu á kvöldin hafi verið settar strangari kröfur á Bílastæðasjóð að sekta. Vera harðari í að sekta.“ Full samúð borgarfulltrúa Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, tjáði sig almennt um sektir í miðborginni á Facebook á sunnudag. Hún sagðist hafa fulla samúð með því að fólki finnist skrítið að fá allt í einu sekt fyrir eitthvað sem ekki hafi verið sektað fyrir áður. Dóra Björt Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Pírata.Vísir/Vilhelm „Ástæða þess að málin eru að koma upp núna er meðal annars breyting á utanumhaldi um eftirlit vegna svona stöðubrota, en það var hér áður í mýflugumynd. Nú er framfylgd óleyfisstæða með öðrum stöðubrotum, sem dæmi eins og þegar lagt er á gangstéttir, á hjólastíga eða í óleyfi á stæði fyrir fatlað fólk,“ sagði Dóra Björt. Oft hafi verið byrjað á aðvörunum svo þetta komi ekki aftan að fólki, en ekki alltaf og úr því eigi að bæta enda gott og eðlilegt að upplýsa þegar breytingar á framfylgd verða. Ljóst að bannað sé að leggja í óleyfisstæði „Mér þykir miður að þetta hafi komið aftan að fólki og ég skil vel pirringinn og ruglinginn. Það er samt alveg ljóst að það er bannað að leggja í óleyfisstæði. Þess vegna er sektað. Ef ég á að nefna örfá dæmi um hvers vegna tekið er fyrir óleyfisstæði svona almennt séð þá snýr það meðal annars að því að oft þarf að aka yfir gangstétt til að leggja á lóð og yfirsýn ökumanns getur verið mjög takmörkuð sem ógnar umferðaröryggi gangandi og hjólandi. Stæði á slíkum lóðum koma líka í veg fyrir að hægt sé að nýta almenningsstæði í borgarlandi. Sjónarmiðin sem takast á í slíkum málum eru á einn boginn hagsmunir einstaklinga sem vilja hafa einkastæði og svo á hinn boginn hagsmunir almennings þegar kemur að umferðaröryggi gangandi og hjólandi og svo getu almennings til að nýta stæði á borgarlandi. Mér finnst þol fyrir stöðubrotum vera að minnka og áhugi almennings á umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi og sér í lagi á skólaleið barna vera að aukast. Við fáum inn margar kvartanir um stöðubrot af ýmsu tagi.“ Hún segir að farið hefði vel á því að upplýsa betur um breyttan takt og það standi til bóta. „Okkar hlutverk er samt að standa vörð um lög og reglur og sekta í því samhengi. Þó ekki hafi verið sektað áður þá þýðir það ekki að þetta hafi verið leyfilegt áður. En við viljum líka stuðla að góðri stjórnsýslu og ef pottur hefur verið brotinn í málsmeðferð til dæmis þegar kemur að Frakkastíg eins og áður sagði þá er vert að skoða þetta í því samhengi. En á meðan skipulag gerir ekki ráð fyrir stæði þá er stæði óleyfisstæði. Svo er breyting á því metin hverju sinni hafi eigendur áhuga á því,“ sagði Dóra Björt. En eins og fyrr segir virðist stóra bílastæðamálið við Frakkastíg leyst.
Bílastæði Reykjavík Skipulag Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira