Sigurbjörn Árni fór á kostum í lýsingu á Íslandsmeti Baldvins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 09:31 Sigurbjörn Árna Arngrímsson og Baldvin Þór Magnússon fóru báðir á kostum í gær. Samsett/Vilhelm og icelandathletics Baldvin Þór Magnússon bætti 44 ára gamalt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í gær og ekki skemmdi fyrir að hann sló metið á Íslandi og að Sigurbjörn Árna Arngrímsson var að lýsa hlaupinu. Baldvin hefur sett mörg Íslandsmet á síðustu árum en hann hefur verið að slá metin erlendis þar sem hann hefur verið við nám. Nú var hann nýkominn heim úr æfingabúðum í Kenía og keppti í Laugardalshöllinni. Hann fékk héra frá Noregi og það var allt gert til þess að metið myndi falla. Baldvin stóðst pressuna og hljóp 1.500 metrana frábærlega. Hann sló ekki aðeins Íslandsmet Jón Diðrikssonar frá 1980 heldur bætti hann það um fjórar sekúndur. Sigurbjörn Árni fór líka á kostum í lýsingunni á hlaupinu en skólameistarinn á Laugum er þekktur fyrir frábærar lýsingar sínar á frjálsíþróttamótum. Ríkissjónvarpið sýndi beint frá mótinu og hefur nú sett inn klippu með metinu í lýsingu Sigurbjörns Árna. „Hvor þeirra verður sterkari. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann, hugsaðu um tímann,“ sagði Sigurbjörn þegar honum fannst Baldvin vera að hægja aðeins ferðina en var fljótur að átta sig á því að metið var að falla. „Þetta verður Íslandsmet! Þið munið sjá Íslandsmet hér. Baldvin Þór Magnússon setur hér Íslandsmet,“ sagði Sigurbjörn í lýsingunni. „Þetta er alveg geggjað? Algjörlega geggjað. Jahérna hér,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá brot úr henni hér fyrir neðan. Baldvin Þór Magnússon setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi karla innanhúss á Reykjavíkurleikunum. Hann sló 44 ára gamalt met. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann! Þetta verður Íslandsmet! Hér er lokaspretturinn þar sem Sigurbjörn Árni fer á kostum pic.twitter.com/HMCfzhQOBn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 4, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Baldvin hefur sett mörg Íslandsmet á síðustu árum en hann hefur verið að slá metin erlendis þar sem hann hefur verið við nám. Nú var hann nýkominn heim úr æfingabúðum í Kenía og keppti í Laugardalshöllinni. Hann fékk héra frá Noregi og það var allt gert til þess að metið myndi falla. Baldvin stóðst pressuna og hljóp 1.500 metrana frábærlega. Hann sló ekki aðeins Íslandsmet Jón Diðrikssonar frá 1980 heldur bætti hann það um fjórar sekúndur. Sigurbjörn Árni fór líka á kostum í lýsingunni á hlaupinu en skólameistarinn á Laugum er þekktur fyrir frábærar lýsingar sínar á frjálsíþróttamótum. Ríkissjónvarpið sýndi beint frá mótinu og hefur nú sett inn klippu með metinu í lýsingu Sigurbjörns Árna. „Hvor þeirra verður sterkari. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann, hugsaðu um tímann,“ sagði Sigurbjörn þegar honum fannst Baldvin vera að hægja aðeins ferðina en var fljótur að átta sig á því að metið var að falla. „Þetta verður Íslandsmet! Þið munið sjá Íslandsmet hér. Baldvin Þór Magnússon setur hér Íslandsmet,“ sagði Sigurbjörn í lýsingunni. „Þetta er alveg geggjað? Algjörlega geggjað. Jahérna hér,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá brot úr henni hér fyrir neðan. Baldvin Þór Magnússon setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi karla innanhúss á Reykjavíkurleikunum. Hann sló 44 ára gamalt met. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann! Þetta verður Íslandsmet! Hér er lokaspretturinn þar sem Sigurbjörn Árni fer á kostum pic.twitter.com/HMCfzhQOBn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 4, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira