Viðreisn hætt við ESB? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2024 11:00 Miðað við grein Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á Vísir.is á dögunum mætti helzt halda að flokkurinn hafi gefið meginstefnumál sitt um inngöngu í Evrópusambandið upp á bátinn. Þar gagnrýndi formaðurinn umfang hins opinbera hér á landi og sagði að í ríkisstjórn yrði eitt af forgangsmálunum Viðreisnar að ganga hreint til verka í þeim efnum. Fyrsta skrefið yrði að fækka ráðuneytum. Þetta er auðvitað góðra gjalda vert en er hins vegar algerlega á skjön við markmið flokksins um inngöngu í sambandið. Kæmi þannig til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið hefði það meðal annars í för með sér að fara þyrfti í umfangsmikla stofnanauppbyggingu hér á landi, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að hægt væri að standa undir þeim viðamiklu skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Um þetta má til dæmis einfaldlega lesa í gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið. Telur stjórnsýslu Íslands of litla Til að mynda er smæð íslenzku stjórnsýslunnar að áliti Evrópusambandsins til umfjöllunar í skjali á vegum framkvæmdastjórnar þess frá árinu 2011 sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ og unnið var í kjölfar úttektar sambandsins á stjórnsýslu landsins vegna umsóknar vinstristjórnarinnar. Leynir sér ekki það sjónarmið Evrópusambandsins að vegna smæðar sé stjórnsýslan alls ekki í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í það: „Heilt á litið er [íslenzka] stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. Verulegur niðurskurður á opinberum útgjöldum hefur enn fremur átt sér stað til þess að takast á við fjárhagserfiðleikana í kjölfar efnahagskrísunnar árið 2008. Niðurskurðurinn hefur dregið enn frekar úr getu stjórnsýslu Íslands til þess að sinna undirbúningi fyrir inngöngu í Evrópusambandið sem þó var takmörkuð að stærð fyrir. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf sambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan þess gerir kröfu um.“ Minna fylgi en í kosningunum Forystumenn Viðreisnar hafa ekki sízt beint spjótum sínum að stjórnarráðinu og starfsmannafjölda þess. Fjallað er um stjórnarráðið í áðurnefndu skjali Evrópusambandsins og ljóst að það er þvert á móti allt of fámennt að mati framkvæmdastjórnar sambandsins: „Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn. Að meðaltali 58 starfsmenn.“ Trúverðugleiki þess að gagnrýna umfang hins opinbera hér á landi er vitanlega enginn þegar meginstefna Viðreisnar felur í sér að það yrði þvert á móti stóraukið. Væri forystumönnum flokksins raunverulega umhugað um það að draga úr umfangi hins opinbera væri stefna hans ljóslega ekki að ganga i Evrópusambandið sem hefði í för með sér mikla útþenslu hins opinbera samkvæmt gögnum sambandsins sjálfs! Er að furða að Gallup skuli mæla flokkinn með minna fylgi en hann hlaut í síðustu kosningum – í stjórnarandstöðu? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Viðreisn Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Miðað við grein Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á Vísir.is á dögunum mætti helzt halda að flokkurinn hafi gefið meginstefnumál sitt um inngöngu í Evrópusambandið upp á bátinn. Þar gagnrýndi formaðurinn umfang hins opinbera hér á landi og sagði að í ríkisstjórn yrði eitt af forgangsmálunum Viðreisnar að ganga hreint til verka í þeim efnum. Fyrsta skrefið yrði að fækka ráðuneytum. Þetta er auðvitað góðra gjalda vert en er hins vegar algerlega á skjön við markmið flokksins um inngöngu í sambandið. Kæmi þannig til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið hefði það meðal annars í för með sér að fara þyrfti í umfangsmikla stofnanauppbyggingu hér á landi, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að hægt væri að standa undir þeim viðamiklu skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Um þetta má til dæmis einfaldlega lesa í gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið. Telur stjórnsýslu Íslands of litla Til að mynda er smæð íslenzku stjórnsýslunnar að áliti Evrópusambandsins til umfjöllunar í skjali á vegum framkvæmdastjórnar þess frá árinu 2011 sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ og unnið var í kjölfar úttektar sambandsins á stjórnsýslu landsins vegna umsóknar vinstristjórnarinnar. Leynir sér ekki það sjónarmið Evrópusambandsins að vegna smæðar sé stjórnsýslan alls ekki í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í það: „Heilt á litið er [íslenzka] stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. Verulegur niðurskurður á opinberum útgjöldum hefur enn fremur átt sér stað til þess að takast á við fjárhagserfiðleikana í kjölfar efnahagskrísunnar árið 2008. Niðurskurðurinn hefur dregið enn frekar úr getu stjórnsýslu Íslands til þess að sinna undirbúningi fyrir inngöngu í Evrópusambandið sem þó var takmörkuð að stærð fyrir. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf sambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan þess gerir kröfu um.“ Minna fylgi en í kosningunum Forystumenn Viðreisnar hafa ekki sízt beint spjótum sínum að stjórnarráðinu og starfsmannafjölda þess. Fjallað er um stjórnarráðið í áðurnefndu skjali Evrópusambandsins og ljóst að það er þvert á móti allt of fámennt að mati framkvæmdastjórnar sambandsins: „Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn. Að meðaltali 58 starfsmenn.“ Trúverðugleiki þess að gagnrýna umfang hins opinbera hér á landi er vitanlega enginn þegar meginstefna Viðreisnar felur í sér að það yrði þvert á móti stóraukið. Væri forystumönnum flokksins raunverulega umhugað um það að draga úr umfangi hins opinbera væri stefna hans ljóslega ekki að ganga i Evrópusambandið sem hefði í för með sér mikla útþenslu hins opinbera samkvæmt gögnum sambandsins sjálfs! Er að furða að Gallup skuli mæla flokkinn með minna fylgi en hann hlaut í síðustu kosningum – í stjórnarandstöðu? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun