Mikilvægt að undirbúa sig vel fyrir stóra skjálftann Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 20:01 Kristín Jónsdóttir er fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Búast má við jarðskjálftum að stærðinni um eða yfir sex á höfuðborgarsvæðinu. Fagstjóri náttúruvár segir mikilvægt að vera vel undirbúinn þegar að því kemur. Jarðskjálftahrinur sem mældust suðaustur af Heiðmörk síðastliðna helgi má rekja til flekahreyfinga á Hvalhnúksmisgenginu. Á því svæði eiga stórir skjálftar, um það bil sex að stærð, sér stað á um það bil 50 ára fresti. Sá síðasti var árið 1968 og þar áður árið 1929. Því telja vísindamenn að kominn sé tími á skjálfta af þessari stærðargráðu, sem myndi sennilega finnast víða um land en mest á höfuðborgarsvæðinu. Undirbúningur mikilvægur „Þetta er vissulega eitthvað sem við erum búin að vera tala um og höfum talað um í langan tíma,“ sagði Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, í Pallborðinu á Vísi í dag. „Í skjálftanum árið 1968 mynduðust sprungur til dæmis í Langholtsskóla. Það verður að búast við því að það verði sprungur einhversstaðar ef stór skjálfti ríður yfir.“ Því sé mikilvægt að nota tímann nú áður en skjálftinn kemur til að undirbúa sig. Hvað getum við gert í okkar nærumhverfi, og hvað ætlum við að gera í skjálftanum? Þá segir Kristín að hugsanlega verði erfitt að ná í fólk, allir muni fara beint í símann og á netið þegar skjálftinn ríði yfir. „Það er ágætt að nota friðartímana til að fara yfir það sem getur gerst og undirbúa sig.“ Slökkvilið bendir á leiðbeiningar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vakti i dag athygli á leiðbeiningum um varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta. „Það skiptir máli að vera undirbúin fyrir skjálftann þegar hann kemur,“ segir í færslunni. Hér má sjá myndskeið úr Pallborðinu þar sem Kristín fjallar um jarðskjálftahættuna: Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Náttúruhamfarir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. 30. janúar 2024 20:01 Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Jarðskjálftahrinur sem mældust suðaustur af Heiðmörk síðastliðna helgi má rekja til flekahreyfinga á Hvalhnúksmisgenginu. Á því svæði eiga stórir skjálftar, um það bil sex að stærð, sér stað á um það bil 50 ára fresti. Sá síðasti var árið 1968 og þar áður árið 1929. Því telja vísindamenn að kominn sé tími á skjálfta af þessari stærðargráðu, sem myndi sennilega finnast víða um land en mest á höfuðborgarsvæðinu. Undirbúningur mikilvægur „Þetta er vissulega eitthvað sem við erum búin að vera tala um og höfum talað um í langan tíma,“ sagði Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, í Pallborðinu á Vísi í dag. „Í skjálftanum árið 1968 mynduðust sprungur til dæmis í Langholtsskóla. Það verður að búast við því að það verði sprungur einhversstaðar ef stór skjálfti ríður yfir.“ Því sé mikilvægt að nota tímann nú áður en skjálftinn kemur til að undirbúa sig. Hvað getum við gert í okkar nærumhverfi, og hvað ætlum við að gera í skjálftanum? Þá segir Kristín að hugsanlega verði erfitt að ná í fólk, allir muni fara beint í símann og á netið þegar skjálftinn ríði yfir. „Það er ágætt að nota friðartímana til að fara yfir það sem getur gerst og undirbúa sig.“ Slökkvilið bendir á leiðbeiningar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vakti i dag athygli á leiðbeiningum um varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta. „Það skiptir máli að vera undirbúin fyrir skjálftann þegar hann kemur,“ segir í færslunni. Hér má sjá myndskeið úr Pallborðinu þar sem Kristín fjallar um jarðskjálftahættuna:
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Náttúruhamfarir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. 30. janúar 2024 20:01 Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. 30. janúar 2024 20:01
Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34