Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 17:00 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ var á meðal gesta í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Vilhelm Prófessor í jarðeðlisfræði segir að gera verði greinarmun á búsetu og vinnu í Grindavík. Við núverandi aðstæður sé algjörlega ljóst að ekki sé ekki hægt að búa í bænum, en að hans mati sé ásættanleg áhætta að hafa starfsemi þar. Hópstjóri náttúruvár segir að ekki sé tímabært að velta búsetu í bænum fyrir sér fyrr en kvika sé hætt að streyma inn undir Svartsengi. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ voru gestir Kristjáns Más Unnarssonar í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem jarðhræringar síðustu mánuða voru til umræðu. Aðspurð um hvenær íbúar Grindavíkur gætu snúið aftur til síns heima, segir Kristín ljóst að á meðan kvika streymi inn undir Svartsengi, sé hætta á ítrekuðum kvikuhlaupum og eldgosum í nágreni við Grindavík. „Og þessar sprungur sem hafa myndast í Grindavík eru heldur ekki að fara gróa saman af sjálfum sér. Ég held að við getum sagt að þegar við sjáum fram á að kvikuflæði inn undir Svartsengi lýkur og við sjáum allt róast, skjálftavirkni og svoleiðis, þá er hugsanlega tími til að fara að velta því fyrir sér.“ Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Magnús Tumi segir að gera verði greinarmun á búsetu í Grindavík eða því að nýta bæinn til vinnu. „Það er gríðarlega mikill munur á þessu. Þarna er mikið af innviðum, fiskvinnsla, höfn og allskonar. Það yrði gríðarlegt tjón ef þetta er allt látið ónýtast. Þess vegna verður að spyrja sig hvernig hægt sé að spila úr stöðunni.“ Við núverandi aðstæður gangi ekki að nokkur búi í Grindavík. En að fara inn í bæinn í átta til tíu tíma til að vinna sé allt annað. „ Ef það kemur aftur af stað hrina, þá kemur viðvörun. Þú ert kominn út í bíl eftir tíu mínútur, korter.“ Miðað við hvernig fyrri gos hafi hagað segir Magnús Tumi að hægt sé að gera ráð fyrir góðum fyrirvara, komi til eldgoss á ný. Sá fyrirvari hafi reyndar verið í lágmarki síðustu tvo gos. „Miðað við viðbragðstíma, þá er hægt að vera með starfsemi í bænum. Þar sem allir eru tilbúnir að yfirgefa staðinn ef eitthvað gerist.“ En ef einhver býr þarna, þarftu að geta slakað á, þarft að geta sofið og átt skemmtilegar stundir. „Það er bara ekki í boði í dag.“ Það þurfi því að lágmarka tjónið, nýta atvinnutæki í Grindavík eins og kostur er með ásættanlegri áhættu. „Það er algjörlega ljóst að við núverandi ástæður ekki hægt að búa í Grindavík. En það er hægt að vera þar í vinnu.“ Hér má sjá myndskeið úr Pallborðinu þar sem jarðvísindamennirnir eru spurðir hvað þurfi að gerast til að Grindvíkingar geti aftur flutt heim til sín: Grindavík Pallborðið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ voru gestir Kristjáns Más Unnarssonar í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem jarðhræringar síðustu mánuða voru til umræðu. Aðspurð um hvenær íbúar Grindavíkur gætu snúið aftur til síns heima, segir Kristín ljóst að á meðan kvika streymi inn undir Svartsengi, sé hætta á ítrekuðum kvikuhlaupum og eldgosum í nágreni við Grindavík. „Og þessar sprungur sem hafa myndast í Grindavík eru heldur ekki að fara gróa saman af sjálfum sér. Ég held að við getum sagt að þegar við sjáum fram á að kvikuflæði inn undir Svartsengi lýkur og við sjáum allt róast, skjálftavirkni og svoleiðis, þá er hugsanlega tími til að fara að velta því fyrir sér.“ Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Magnús Tumi segir að gera verði greinarmun á búsetu í Grindavík eða því að nýta bæinn til vinnu. „Það er gríðarlega mikill munur á þessu. Þarna er mikið af innviðum, fiskvinnsla, höfn og allskonar. Það yrði gríðarlegt tjón ef þetta er allt látið ónýtast. Þess vegna verður að spyrja sig hvernig hægt sé að spila úr stöðunni.“ Við núverandi aðstæður gangi ekki að nokkur búi í Grindavík. En að fara inn í bæinn í átta til tíu tíma til að vinna sé allt annað. „ Ef það kemur aftur af stað hrina, þá kemur viðvörun. Þú ert kominn út í bíl eftir tíu mínútur, korter.“ Miðað við hvernig fyrri gos hafi hagað segir Magnús Tumi að hægt sé að gera ráð fyrir góðum fyrirvara, komi til eldgoss á ný. Sá fyrirvari hafi reyndar verið í lágmarki síðustu tvo gos. „Miðað við viðbragðstíma, þá er hægt að vera með starfsemi í bænum. Þar sem allir eru tilbúnir að yfirgefa staðinn ef eitthvað gerist.“ En ef einhver býr þarna, þarftu að geta slakað á, þarft að geta sofið og átt skemmtilegar stundir. „Það er bara ekki í boði í dag.“ Það þurfi því að lágmarka tjónið, nýta atvinnutæki í Grindavík eins og kostur er með ásættanlegri áhættu. „Það er algjörlega ljóst að við núverandi ástæður ekki hægt að búa í Grindavík. En það er hægt að vera þar í vinnu.“ Hér má sjá myndskeið úr Pallborðinu þar sem jarðvísindamennirnir eru spurðir hvað þurfi að gerast til að Grindvíkingar geti aftur flutt heim til sín:
Grindavík Pallborðið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira