Fimm ára fangelsi fyrir að stela og leka skattskýrslum auðmanna Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2024 23:46 Maður sem hafði áður starfað hjá Skattinum fór aftur að vinna þar með því markmiði að koma höndum yfir skattskýrslur Donalds Trump og leka þeim. AP/John Locher Charles Littlejohn, fyrrverandi verktaki hjá bandaríska Skattinum, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að stela og leka skattskýrslum margra af auðugustu mönnum Bandaríkjanna og Donald Trump, fyrrverandi forseta. Brot hans er sagt einstakt í sögu Skattsins í Bandaríkjunum. Littlejohn starfaði hjá Skattinum sem verktaki frá 2017 til 2021. Hann stal skattskýrslum þúsunda auðmanna í Bandaríkjunum. Skattskýrslu Donalds Trump afhenti hann svo til New York Times og ProPublica. Samkvæmt frétt New York Times játaði Littlejohn sekt sína í lok síðasta árs. Hann var svo í dag dæmdur í fimm ára fangelsi, sem er einn af þyngstu dómum sem veittur hefur verið í málum sem þessum. Saksóknarar héldu því fram að um einstakan glæp væri að ræða. Sambærilegt brot hefði aldrei verið framið í sögu Skattsins. Hann þarf einnig að greiða sekt og sinna samfélagsþjónustu í þrjú hundruð klukkustundir. Neitaði að birta skattskýrslur Donald Trump neitaði að birta skattskýrslur sínar þegar hann bauð sig fram til forseta fyrst árið 2016 og var það í fyrsta sinn í áratugi sem forsetaframbjóðandi gerði það ekki. Skýrslurnar voru svo eftirsóttar að um tíma voru þær geymdar í sérstakri hvelfingu í húsnæði Skattsins. Eftir að Littlejohn lak skattskýrslunum til fjölmiðla kom meðal annars í ljós að Trump greiddi einungis 750 dali í alríkistekjuskatt árið 2016, sama ár og hann var kjörinn forseti. Árið 2022 birtu Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings skattskýrslur Trumps sex ár aftur í tímann. Var það gert eftir langvarandi lagadeilur. Littlejohn starfaði fyrst hjá Skattinum sem verktaki milli 2008 og 2013 en árið 2017 sótti hann aftur um með því markmiði að koma höndum yfir skattskýrslur Trumps, samkvæmt saksóknurum. Þeir segja hann hafa vopnvætt aðgang sinn að opinberum gögnum í pólitískum tilgangi og hafi talið sig hafinn yfir lögin. Verjandi hans sagði í yfirlýsingu að Littlejohn hafði brotið af sér því hann hafi verið sannfærður um að bandaríska þjóðin hefði rétt á að vita þessar upplýsingar og að deila þeim væri eina leiðin til að koma á breytingum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Littlejohn starfaði hjá Skattinum sem verktaki frá 2017 til 2021. Hann stal skattskýrslum þúsunda auðmanna í Bandaríkjunum. Skattskýrslu Donalds Trump afhenti hann svo til New York Times og ProPublica. Samkvæmt frétt New York Times játaði Littlejohn sekt sína í lok síðasta árs. Hann var svo í dag dæmdur í fimm ára fangelsi, sem er einn af þyngstu dómum sem veittur hefur verið í málum sem þessum. Saksóknarar héldu því fram að um einstakan glæp væri að ræða. Sambærilegt brot hefði aldrei verið framið í sögu Skattsins. Hann þarf einnig að greiða sekt og sinna samfélagsþjónustu í þrjú hundruð klukkustundir. Neitaði að birta skattskýrslur Donald Trump neitaði að birta skattskýrslur sínar þegar hann bauð sig fram til forseta fyrst árið 2016 og var það í fyrsta sinn í áratugi sem forsetaframbjóðandi gerði það ekki. Skýrslurnar voru svo eftirsóttar að um tíma voru þær geymdar í sérstakri hvelfingu í húsnæði Skattsins. Eftir að Littlejohn lak skattskýrslunum til fjölmiðla kom meðal annars í ljós að Trump greiddi einungis 750 dali í alríkistekjuskatt árið 2016, sama ár og hann var kjörinn forseti. Árið 2022 birtu Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings skattskýrslur Trumps sex ár aftur í tímann. Var það gert eftir langvarandi lagadeilur. Littlejohn starfaði fyrst hjá Skattinum sem verktaki milli 2008 og 2013 en árið 2017 sótti hann aftur um með því markmiði að koma höndum yfir skattskýrslur Trumps, samkvæmt saksóknurum. Þeir segja hann hafa vopnvætt aðgang sinn að opinberum gögnum í pólitískum tilgangi og hafi talið sig hafinn yfir lögin. Verjandi hans sagði í yfirlýsingu að Littlejohn hafði brotið af sér því hann hafi verið sannfærður um að bandaríska þjóðin hefði rétt á að vita þessar upplýsingar og að deila þeim væri eina leiðin til að koma á breytingum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira