Segir galið að aka Krýsuvíkurleiðina í aðstæðum eins og í morgun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. janúar 2024 18:46 Mæðgurnar Rannveig Jónína Guðmundsdóttir og Guðmunda Jónsdóttir íbúar úr Grindavík. Þær fá nú í fyrsta skipti í langan tíma að vitja eigna sinna í bænum og segja að mestu verðmætin felist í persónulegum munum og myndum. Vísir/Arnar Miklar umferðartafir urðu við Grindavík í morgun þegar íbúar fengu að fara inn í bæinn að sækja eigur sínar. Veður og hálka gerði fólki erfitt fyrir og þurftu sumir að snúa við. Íbúi segir galið að almannavarnir hafi beint fólki um Krýsuvíkurveg sem sé þekktur fyrir að vera hættulegur í aðstæðum eins og í morgun. Grindvíkingar fengu í fyrsta skipti að vitja eigna sinna í bænum í dag síðan 14. janúar þegar síðast gaus við bæinn. Samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna mega ekki vera fleiri en þrjú hundruð manns í bænum hverju sinni og fóru tvö holl inn í bæinn í dag, þrjá tíma í senn klukkan níu og klukkan tvö. Hörð gagnrýni á leiðina inn í bæinn Ákveðið var að að fólk æki Krýsuvíkurleiðina inn í bæinn en aðstæður þar voru afar erfiðar í morgun. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir íbúi í Grindavík var meðal þeirra sem fékk að vitja eigna sinna í dag ásamt eiginmanni. Hún gagnrýnir harðlega að Krýsuvíkurleiðin hafi verið valin í veðri eins og í morgun. „Við vorum næstu tvo klukkutíma að komast inn í Grindavík vegna erfiðra aðstæðna á Krýsuvíkurvegi og slæmra veðurskilyrða. Það var gríðarleg hríð og vegurinn nánast ófær. Fólk var að festast í brekkunni þar og í miklum vandræðum. Við hringdum í björgunarsveitir til að láta þær vita af ástandinu. Það var galið að fara þessa leið um hávetur. Við Grindvíkingar þekkjum þessar leiðir og vitum hvar hætturnar eru og þær eru svo sannarlega þarna á þessum tíma. Ég skil ekki hvað er er verið að spá í skipulaginu,“ segir Rannveig. Svo kláruðust kassarnir Rannveig kveðst aðeins hafa bjargað því allra helsta að þessu sinni. „Við vorum þrjú að þessu sinni. Svo kláruðust kassarnir og tíminn og það náðist ekki næstum því allt sem ég ætlaði að gera,“ segir hún. Hún segist hafa verið ákveðin í að sækja það verðmætasta að þessu sinni. „Erfðagóssið, stellið frá ömmu og afa. Málverk og myndir Þetta nauðsynlegasta, föt og skór. Tölvuborð og stólar. Hitt allt er eftir,“ segir hún. Rannveig og fjölskylda ásamt foreldrum hennar hafa síðan ósköpin dundu á búið í lánshúsi í Grindavík. Kassar og dót var staflað hingað og þangað um íbúðina en foreldrar hennar fá að fara í bæinn á miðvikudag. Guðmunda Jónsdóttir móðir Rannveigu segir erfitt að átta sig á hvað hún ætli að taka með sér frá Grindavík. Allt breytt, því miður „Ég veit það bara ekki, Kannski bara bjarga úr eldhús-og stofuskápum ég á það allt eftir. Ég var búin að taka megnið af fötum með mér. Ég var á leiðinni heim þegar það byrjaði að gjósa aftur í janúar. Það er allt þarna enn þá en ég hef búið í 51 ár í bænum og 46 ár í sama húsi,“ segir Guðmunda. Hún líðanin hafi verið alla vega síðustu mánuði. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið maður er dofinn og sorgmæddur. Þetta fer bara upp og niður maður er bara þar. Það er allt breytt því miður,“ segir hún að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Grindvíkingar fengu í fyrsta skipti að vitja eigna sinna í bænum í dag síðan 14. janúar þegar síðast gaus við bæinn. Samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna mega ekki vera fleiri en þrjú hundruð manns í bænum hverju sinni og fóru tvö holl inn í bæinn í dag, þrjá tíma í senn klukkan níu og klukkan tvö. Hörð gagnrýni á leiðina inn í bæinn Ákveðið var að að fólk æki Krýsuvíkurleiðina inn í bæinn en aðstæður þar voru afar erfiðar í morgun. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir íbúi í Grindavík var meðal þeirra sem fékk að vitja eigna sinna í dag ásamt eiginmanni. Hún gagnrýnir harðlega að Krýsuvíkurleiðin hafi verið valin í veðri eins og í morgun. „Við vorum næstu tvo klukkutíma að komast inn í Grindavík vegna erfiðra aðstæðna á Krýsuvíkurvegi og slæmra veðurskilyrða. Það var gríðarleg hríð og vegurinn nánast ófær. Fólk var að festast í brekkunni þar og í miklum vandræðum. Við hringdum í björgunarsveitir til að láta þær vita af ástandinu. Það var galið að fara þessa leið um hávetur. Við Grindvíkingar þekkjum þessar leiðir og vitum hvar hætturnar eru og þær eru svo sannarlega þarna á þessum tíma. Ég skil ekki hvað er er verið að spá í skipulaginu,“ segir Rannveig. Svo kláruðust kassarnir Rannveig kveðst aðeins hafa bjargað því allra helsta að þessu sinni. „Við vorum þrjú að þessu sinni. Svo kláruðust kassarnir og tíminn og það náðist ekki næstum því allt sem ég ætlaði að gera,“ segir hún. Hún segist hafa verið ákveðin í að sækja það verðmætasta að þessu sinni. „Erfðagóssið, stellið frá ömmu og afa. Málverk og myndir Þetta nauðsynlegasta, föt og skór. Tölvuborð og stólar. Hitt allt er eftir,“ segir hún. Rannveig og fjölskylda ásamt foreldrum hennar hafa síðan ósköpin dundu á búið í lánshúsi í Grindavík. Kassar og dót var staflað hingað og þangað um íbúðina en foreldrar hennar fá að fara í bæinn á miðvikudag. Guðmunda Jónsdóttir móðir Rannveigu segir erfitt að átta sig á hvað hún ætli að taka með sér frá Grindavík. Allt breytt, því miður „Ég veit það bara ekki, Kannski bara bjarga úr eldhús-og stofuskápum ég á það allt eftir. Ég var búin að taka megnið af fötum með mér. Ég var á leiðinni heim þegar það byrjaði að gjósa aftur í janúar. Það er allt þarna enn þá en ég hef búið í 51 ár í bænum og 46 ár í sama húsi,“ segir Guðmunda. Hún líðanin hafi verið alla vega síðustu mánuði. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið maður er dofinn og sorgmæddur. Þetta fer bara upp og niður maður er bara þar. Það er allt breytt því miður,“ segir hún að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira