Þúsund sænskir tónlistarmenn vilja útiloka Ísrael Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2024 16:30 Sænska tónlistarkonan Robyn er á meðal tónlistarmanna í Svíþjóð sem vilja meina Ísrael þátttöku í Eurovision í ár. Erika Goldring/FilmMagic Rúmlega þúsund sænskir tónlistarmenn hafa ritað nafn sitt undir áskorun þess efnis að Ísrael verði meinað þátttaka í Eurovision söngvakeppninni í ár. Meðal þeirra sem hafa sett nafn sitt á listann eru Robyn og Erik Saade. Í umfjöllun Aftonbladet um málið kemur fram að ástæðan séu árásir Ísraela á Gasa, þar sem þúsundir almennra borgara liggja í valnum. Haft er eftir tónlistarmönnunum að neyðarástand sé á Gasa. Bent er á að athæfi Ísraela hafi verið til skoðunar hjá Alþjóðamannréttindadómstólnum í Haag. Þá er bent á að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi árið 2022 vísað Rússum úr keppni vegna brota þeirra á alþjóðalögum, í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu. „Okkar skoðun er sú að það felist tvöfeldni í því að leyfa Ísrael að taka þátt sem rýri trúverðugleika samtakanna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Svíanna. Þess er getið í umfjöllun Aftonbladet að sambærileg áskorun hafi komið fram á Íslandi og í Finnlandi af hálfu tónlistarmanna. Þá vekur það athygli að tveir listamannanna sem rita nafn sitt á listann, Jacqline og tvíeykið Medina, eru bæði keppendur í Melodifestivalen, sænsku söngvakeppninni í ár. Aftonbladet hefur eftir Anders Wistbacka, einum af skipuleggjendum Melodifestivalen, að það sé ekki brot á reglum keppninnar að setja nafn sitt á slíkan lista. Áður hefur EBU gefið út í yfirlýsingu að Ísrael verði ekki meinað að taka þátt. Þess er getið að SVT, sænska ríkisútvarpið hafi sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftalista tónlistarmannanna. Þar er þess getið að það sé á ábyrgð EBU að taka ákvörðun um þátttöku landa í Eurovision. Eurovision Svíþjóð Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01 Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í ár. Þetta er ákvörðun skipuleggjenda keppninnar í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). 18. janúar 2024 11:43 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fleiri fréttir Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Sjá meira
Í umfjöllun Aftonbladet um málið kemur fram að ástæðan séu árásir Ísraela á Gasa, þar sem þúsundir almennra borgara liggja í valnum. Haft er eftir tónlistarmönnunum að neyðarástand sé á Gasa. Bent er á að athæfi Ísraela hafi verið til skoðunar hjá Alþjóðamannréttindadómstólnum í Haag. Þá er bent á að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi árið 2022 vísað Rússum úr keppni vegna brota þeirra á alþjóðalögum, í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu. „Okkar skoðun er sú að það felist tvöfeldni í því að leyfa Ísrael að taka þátt sem rýri trúverðugleika samtakanna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Svíanna. Þess er getið í umfjöllun Aftonbladet að sambærileg áskorun hafi komið fram á Íslandi og í Finnlandi af hálfu tónlistarmanna. Þá vekur það athygli að tveir listamannanna sem rita nafn sitt á listann, Jacqline og tvíeykið Medina, eru bæði keppendur í Melodifestivalen, sænsku söngvakeppninni í ár. Aftonbladet hefur eftir Anders Wistbacka, einum af skipuleggjendum Melodifestivalen, að það sé ekki brot á reglum keppninnar að setja nafn sitt á slíkan lista. Áður hefur EBU gefið út í yfirlýsingu að Ísrael verði ekki meinað að taka þátt. Þess er getið að SVT, sænska ríkisútvarpið hafi sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftalista tónlistarmannanna. Þar er þess getið að það sé á ábyrgð EBU að taka ákvörðun um þátttöku landa í Eurovision.
Eurovision Svíþjóð Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01 Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í ár. Þetta er ákvörðun skipuleggjenda keppninnar í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). 18. janúar 2024 11:43 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fleiri fréttir Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Sjá meira
„Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01
Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í ár. Þetta er ákvörðun skipuleggjenda keppninnar í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). 18. janúar 2024 11:43