Ertu ekki enn farin að vinna? Er vinnan eina leiðin til að meta virði einstaklinga Hrönn Stefánsdóttir skrifar 29. janúar 2024 16:00 Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fellur út af vinnumarkaði vegna skertrar starfsorku eða veikinda. Það að vera öryrki er ekki draumur neins og vilja flestir geta haldið höfði hátt og verið stoltir af starfsframa sínum. En því miður tekur lífið stundum í taumana og kemur í veg fyrir að fólk geti stundað það starf sem það hefði óskað sér. Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fatlast á lífsleiðinni. Vel menntað fólk með tilkomumikinn starfsferil getur veikst eins og aðrir og lent í slysum sem gera atvinnuþátttöku ómögulega. Það að þurfa að hverfa út af vinnumarkaði veldur fólki mjög miklum sársauka og sorg. Það er viðurkennt að í lífinu er nauðsynlegt að finna jafnvægi milli einkalífs og starfs. En hvað gerist ef fólk veikist og hefur ekki orku til að sinna bæði starfi og öðrum skyldum sem fylgja lífinu? Er það endilega starfið og starfsframi sem á að vera ofan á? Sumt fólk er í þeirri stöðu að það hefur ekki orku í meira en að klæða sig á morgnana, halda heimili og reyna að veita börnum sínum eðlilegt líf. Ef fólk í þessari stöðu er jafnframt á vinnumarkaði þarf eitthvað að láta undan og þá þarf að skoða hvað er mikilvægt í lífinu. Margir sjúkdómar eru þess eðlis að ef fólk er stöðugt undir of miklu álagi þá versnar heilsa fólks jafnt og þétt þar til það verður mjög alvarlega veikt, með mun meiri kostnaði fyrir félagslega- og heilbrigðiskerfið. Hvað verður þá um uppeldi og líf barnanna í fjölskyldunni og hvernig á einstaklingurinn að sjá um sjálfan sig? Þegar mikið veikt fólk er í vinnu er engin orka eftir til að sinna öðrum þáttum lífsins, svo sem að sinna sínu félagslega neti, rækta vinskap og sinna tengslum við ættingja. Því lenda mjög margir sem veikjast alvarlega, til dæmis af völdum gigtarsjúkdóma eða annara ósýnilegra sjúkdóma, í þvi að einangrast félagslega og eiga því ekki net til að grípa sig ef veikindin fara yfir á alvarlegra stig. Mikilvægt er að skoða hvernig við metum virði einstaklinga og mikilvægt er að spyrja sig hvers vega spurningin „við hvað vinnur þú?“ er alltaf eitt af því fyrsta sem fólk er heyrir á mannamótum, hvort sem samræðurnar eru við kunningja eða ókunnuga. Spurningin „ertu ekki enn farin að vinna?“ er algjört kvalræði fyrir einstakling sem hefur þurft að hætta vinnu vegna skertrar starfsorku og það að fá spurninguna á mannamótum er aðeins til að nudda salti í sárin. Stjórnmálamenn tala um að það þurfi nýtt kerfi til að hvetja fólk til að vinna. Í flestum tilvikum þarf fólk ekki hvatningu til að vinna. Fólk þarf sveigjanleika á atvinnumarkaði í formi viðeigandi aðlögunar, sem felst í því að aðstæður og vinnutími séu löguð að að þeim þannig að það ráði betur við vinnuna. Þörf er á fleiri hlutastörfum fyrir fólk á öllum sviðum atvinnulífsins. Öryrkjar eru alls konar. Sumir voru læknar og lögfræðingar eða með annars konar fagnám og eiga engan draum sterkari en að geta farið aftur út á vinnumarkaðinn. Við höfum svo margt annað til að meta fólk út frá en atvinnu þess. Við erum öll í mörgum hlutverkum í lífinu og sumir eru í þeirri stöðu að þeir verða að velja að láta það ganga fyrir að vera foreldrar, makar og annað sem tengist ekki vinnu. Af hverju er ekki nóg að vera góð mamma og sinna því hlutverki með sóma og hjálpa einstaklingum sem maður elur upp að verða virkur samfélagsþegn, í stað þess að verða enn meiri sjúklingur vegna vinnu og geta ekki sinnt heimili og fjölskyldu og vera byrði á ættingjum sínum og kerfinu? Höfundur er formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fellur út af vinnumarkaði vegna skertrar starfsorku eða veikinda. Það að vera öryrki er ekki draumur neins og vilja flestir geta haldið höfði hátt og verið stoltir af starfsframa sínum. En því miður tekur lífið stundum í taumana og kemur í veg fyrir að fólk geti stundað það starf sem það hefði óskað sér. Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fatlast á lífsleiðinni. Vel menntað fólk með tilkomumikinn starfsferil getur veikst eins og aðrir og lent í slysum sem gera atvinnuþátttöku ómögulega. Það að þurfa að hverfa út af vinnumarkaði veldur fólki mjög miklum sársauka og sorg. Það er viðurkennt að í lífinu er nauðsynlegt að finna jafnvægi milli einkalífs og starfs. En hvað gerist ef fólk veikist og hefur ekki orku til að sinna bæði starfi og öðrum skyldum sem fylgja lífinu? Er það endilega starfið og starfsframi sem á að vera ofan á? Sumt fólk er í þeirri stöðu að það hefur ekki orku í meira en að klæða sig á morgnana, halda heimili og reyna að veita börnum sínum eðlilegt líf. Ef fólk í þessari stöðu er jafnframt á vinnumarkaði þarf eitthvað að láta undan og þá þarf að skoða hvað er mikilvægt í lífinu. Margir sjúkdómar eru þess eðlis að ef fólk er stöðugt undir of miklu álagi þá versnar heilsa fólks jafnt og þétt þar til það verður mjög alvarlega veikt, með mun meiri kostnaði fyrir félagslega- og heilbrigðiskerfið. Hvað verður þá um uppeldi og líf barnanna í fjölskyldunni og hvernig á einstaklingurinn að sjá um sjálfan sig? Þegar mikið veikt fólk er í vinnu er engin orka eftir til að sinna öðrum þáttum lífsins, svo sem að sinna sínu félagslega neti, rækta vinskap og sinna tengslum við ættingja. Því lenda mjög margir sem veikjast alvarlega, til dæmis af völdum gigtarsjúkdóma eða annara ósýnilegra sjúkdóma, í þvi að einangrast félagslega og eiga því ekki net til að grípa sig ef veikindin fara yfir á alvarlegra stig. Mikilvægt er að skoða hvernig við metum virði einstaklinga og mikilvægt er að spyrja sig hvers vega spurningin „við hvað vinnur þú?“ er alltaf eitt af því fyrsta sem fólk er heyrir á mannamótum, hvort sem samræðurnar eru við kunningja eða ókunnuga. Spurningin „ertu ekki enn farin að vinna?“ er algjört kvalræði fyrir einstakling sem hefur þurft að hætta vinnu vegna skertrar starfsorku og það að fá spurninguna á mannamótum er aðeins til að nudda salti í sárin. Stjórnmálamenn tala um að það þurfi nýtt kerfi til að hvetja fólk til að vinna. Í flestum tilvikum þarf fólk ekki hvatningu til að vinna. Fólk þarf sveigjanleika á atvinnumarkaði í formi viðeigandi aðlögunar, sem felst í því að aðstæður og vinnutími séu löguð að að þeim þannig að það ráði betur við vinnuna. Þörf er á fleiri hlutastörfum fyrir fólk á öllum sviðum atvinnulífsins. Öryrkjar eru alls konar. Sumir voru læknar og lögfræðingar eða með annars konar fagnám og eiga engan draum sterkari en að geta farið aftur út á vinnumarkaðinn. Við höfum svo margt annað til að meta fólk út frá en atvinnu þess. Við erum öll í mörgum hlutverkum í lífinu og sumir eru í þeirri stöðu að þeir verða að velja að láta það ganga fyrir að vera foreldrar, makar og annað sem tengist ekki vinnu. Af hverju er ekki nóg að vera góð mamma og sinna því hlutverki með sóma og hjálpa einstaklingum sem maður elur upp að verða virkur samfélagsþegn, í stað þess að verða enn meiri sjúklingur vegna vinnu og geta ekki sinnt heimili og fjölskyldu og vera byrði á ættingjum sínum og kerfinu? Höfundur er formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun