Ertu ekki enn farin að vinna? Er vinnan eina leiðin til að meta virði einstaklinga Hrönn Stefánsdóttir skrifar 29. janúar 2024 16:00 Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fellur út af vinnumarkaði vegna skertrar starfsorku eða veikinda. Það að vera öryrki er ekki draumur neins og vilja flestir geta haldið höfði hátt og verið stoltir af starfsframa sínum. En því miður tekur lífið stundum í taumana og kemur í veg fyrir að fólk geti stundað það starf sem það hefði óskað sér. Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fatlast á lífsleiðinni. Vel menntað fólk með tilkomumikinn starfsferil getur veikst eins og aðrir og lent í slysum sem gera atvinnuþátttöku ómögulega. Það að þurfa að hverfa út af vinnumarkaði veldur fólki mjög miklum sársauka og sorg. Það er viðurkennt að í lífinu er nauðsynlegt að finna jafnvægi milli einkalífs og starfs. En hvað gerist ef fólk veikist og hefur ekki orku til að sinna bæði starfi og öðrum skyldum sem fylgja lífinu? Er það endilega starfið og starfsframi sem á að vera ofan á? Sumt fólk er í þeirri stöðu að það hefur ekki orku í meira en að klæða sig á morgnana, halda heimili og reyna að veita börnum sínum eðlilegt líf. Ef fólk í þessari stöðu er jafnframt á vinnumarkaði þarf eitthvað að láta undan og þá þarf að skoða hvað er mikilvægt í lífinu. Margir sjúkdómar eru þess eðlis að ef fólk er stöðugt undir of miklu álagi þá versnar heilsa fólks jafnt og þétt þar til það verður mjög alvarlega veikt, með mun meiri kostnaði fyrir félagslega- og heilbrigðiskerfið. Hvað verður þá um uppeldi og líf barnanna í fjölskyldunni og hvernig á einstaklingurinn að sjá um sjálfan sig? Þegar mikið veikt fólk er í vinnu er engin orka eftir til að sinna öðrum þáttum lífsins, svo sem að sinna sínu félagslega neti, rækta vinskap og sinna tengslum við ættingja. Því lenda mjög margir sem veikjast alvarlega, til dæmis af völdum gigtarsjúkdóma eða annara ósýnilegra sjúkdóma, í þvi að einangrast félagslega og eiga því ekki net til að grípa sig ef veikindin fara yfir á alvarlegra stig. Mikilvægt er að skoða hvernig við metum virði einstaklinga og mikilvægt er að spyrja sig hvers vega spurningin „við hvað vinnur þú?“ er alltaf eitt af því fyrsta sem fólk er heyrir á mannamótum, hvort sem samræðurnar eru við kunningja eða ókunnuga. Spurningin „ertu ekki enn farin að vinna?“ er algjört kvalræði fyrir einstakling sem hefur þurft að hætta vinnu vegna skertrar starfsorku og það að fá spurninguna á mannamótum er aðeins til að nudda salti í sárin. Stjórnmálamenn tala um að það þurfi nýtt kerfi til að hvetja fólk til að vinna. Í flestum tilvikum þarf fólk ekki hvatningu til að vinna. Fólk þarf sveigjanleika á atvinnumarkaði í formi viðeigandi aðlögunar, sem felst í því að aðstæður og vinnutími séu löguð að að þeim þannig að það ráði betur við vinnuna. Þörf er á fleiri hlutastörfum fyrir fólk á öllum sviðum atvinnulífsins. Öryrkjar eru alls konar. Sumir voru læknar og lögfræðingar eða með annars konar fagnám og eiga engan draum sterkari en að geta farið aftur út á vinnumarkaðinn. Við höfum svo margt annað til að meta fólk út frá en atvinnu þess. Við erum öll í mörgum hlutverkum í lífinu og sumir eru í þeirri stöðu að þeir verða að velja að láta það ganga fyrir að vera foreldrar, makar og annað sem tengist ekki vinnu. Af hverju er ekki nóg að vera góð mamma og sinna því hlutverki með sóma og hjálpa einstaklingum sem maður elur upp að verða virkur samfélagsþegn, í stað þess að verða enn meiri sjúklingur vegna vinnu og geta ekki sinnt heimili og fjölskyldu og vera byrði á ættingjum sínum og kerfinu? Höfundur er formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fellur út af vinnumarkaði vegna skertrar starfsorku eða veikinda. Það að vera öryrki er ekki draumur neins og vilja flestir geta haldið höfði hátt og verið stoltir af starfsframa sínum. En því miður tekur lífið stundum í taumana og kemur í veg fyrir að fólk geti stundað það starf sem það hefði óskað sér. Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fatlast á lífsleiðinni. Vel menntað fólk með tilkomumikinn starfsferil getur veikst eins og aðrir og lent í slysum sem gera atvinnuþátttöku ómögulega. Það að þurfa að hverfa út af vinnumarkaði veldur fólki mjög miklum sársauka og sorg. Það er viðurkennt að í lífinu er nauðsynlegt að finna jafnvægi milli einkalífs og starfs. En hvað gerist ef fólk veikist og hefur ekki orku til að sinna bæði starfi og öðrum skyldum sem fylgja lífinu? Er það endilega starfið og starfsframi sem á að vera ofan á? Sumt fólk er í þeirri stöðu að það hefur ekki orku í meira en að klæða sig á morgnana, halda heimili og reyna að veita börnum sínum eðlilegt líf. Ef fólk í þessari stöðu er jafnframt á vinnumarkaði þarf eitthvað að láta undan og þá þarf að skoða hvað er mikilvægt í lífinu. Margir sjúkdómar eru þess eðlis að ef fólk er stöðugt undir of miklu álagi þá versnar heilsa fólks jafnt og þétt þar til það verður mjög alvarlega veikt, með mun meiri kostnaði fyrir félagslega- og heilbrigðiskerfið. Hvað verður þá um uppeldi og líf barnanna í fjölskyldunni og hvernig á einstaklingurinn að sjá um sjálfan sig? Þegar mikið veikt fólk er í vinnu er engin orka eftir til að sinna öðrum þáttum lífsins, svo sem að sinna sínu félagslega neti, rækta vinskap og sinna tengslum við ættingja. Því lenda mjög margir sem veikjast alvarlega, til dæmis af völdum gigtarsjúkdóma eða annara ósýnilegra sjúkdóma, í þvi að einangrast félagslega og eiga því ekki net til að grípa sig ef veikindin fara yfir á alvarlegra stig. Mikilvægt er að skoða hvernig við metum virði einstaklinga og mikilvægt er að spyrja sig hvers vega spurningin „við hvað vinnur þú?“ er alltaf eitt af því fyrsta sem fólk er heyrir á mannamótum, hvort sem samræðurnar eru við kunningja eða ókunnuga. Spurningin „ertu ekki enn farin að vinna?“ er algjört kvalræði fyrir einstakling sem hefur þurft að hætta vinnu vegna skertrar starfsorku og það að fá spurninguna á mannamótum er aðeins til að nudda salti í sárin. Stjórnmálamenn tala um að það þurfi nýtt kerfi til að hvetja fólk til að vinna. Í flestum tilvikum þarf fólk ekki hvatningu til að vinna. Fólk þarf sveigjanleika á atvinnumarkaði í formi viðeigandi aðlögunar, sem felst í því að aðstæður og vinnutími séu löguð að að þeim þannig að það ráði betur við vinnuna. Þörf er á fleiri hlutastörfum fyrir fólk á öllum sviðum atvinnulífsins. Öryrkjar eru alls konar. Sumir voru læknar og lögfræðingar eða með annars konar fagnám og eiga engan draum sterkari en að geta farið aftur út á vinnumarkaðinn. Við höfum svo margt annað til að meta fólk út frá en atvinnu þess. Við erum öll í mörgum hlutverkum í lífinu og sumir eru í þeirri stöðu að þeir verða að velja að láta það ganga fyrir að vera foreldrar, makar og annað sem tengist ekki vinnu. Af hverju er ekki nóg að vera góð mamma og sinna því hlutverki með sóma og hjálpa einstaklingum sem maður elur upp að verða virkur samfélagsþegn, í stað þess að verða enn meiri sjúklingur vegna vinnu og geta ekki sinnt heimili og fjölskyldu og vera byrði á ættingjum sínum og kerfinu? Höfundur er formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun