Amazon hættir við kaup á framleiðanda Roomba Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2024 15:19 iRobot hefur tilkynnt að fyrirtækið muni segja upp 350 manns í kjölfar ákvörðunar Amazon. Justin Sullivan/Getty Images Amazon hefur hætt við kaup á snjallryksuguframleiðandanum iRobot. Ákvörðunin liggur fyrir örfáum dögum eftir að fréttir bárust af því að Evrópusambandið hygðist ekki veita fyrirtækinu leyfi fyrir kaupunum. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að fyrirhuguð kaup fyrirtækisins á iRobot, sem þekktast er fyrir framleiðslu sína á snjallryksugunni Roomba, hafi átt að kosta 1,4 milljarð bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 193 milljörðum íslenskra króna. Evrópusambandið lýsti því yfir í nóvember síðastliðnum að það hefði áhyggjur af áhrifum kaupanna á samkeppni á ryksugumarkaði. Amazon lýsti yfir upphaflega yfir áætlunum sínum um kaupin í ágúst 2022. Í yfirlýsingu sinni gagnrýnir fyrirtækið reglugerðarsetningu, án þess að minnast beinum orðum á ESB. Bandaríska netverslunin hefur þegar keypt rafvörutækjaframleiðendur líkt og Alexa og Ring. Þá höfðu hagsmunasamtök beggja vegna Atlantshafsins, í Bandaríkjunum og í Evrópu, lýst yfir áhyggjum af áhrifum kaupanna á samkeppni, að því er segir í umfjöllun Guardian. Amazon hefur ákveðið að greiða 94 milljónir bandaríkjadala til iRobot vegna riftunar á viðræðum um yfirtöku. Forsvarsmenn síðarnefnda fyrirtækisins hafa þegar tilkynnt að þeir muni reka 31 prósent starfsmanna sinna, 350 talsins vegna þessa. Bretland Evrópusambandið Bandaríkin Samkeppnismál Amazon Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að fyrirhuguð kaup fyrirtækisins á iRobot, sem þekktast er fyrir framleiðslu sína á snjallryksugunni Roomba, hafi átt að kosta 1,4 milljarð bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 193 milljörðum íslenskra króna. Evrópusambandið lýsti því yfir í nóvember síðastliðnum að það hefði áhyggjur af áhrifum kaupanna á samkeppni á ryksugumarkaði. Amazon lýsti yfir upphaflega yfir áætlunum sínum um kaupin í ágúst 2022. Í yfirlýsingu sinni gagnrýnir fyrirtækið reglugerðarsetningu, án þess að minnast beinum orðum á ESB. Bandaríska netverslunin hefur þegar keypt rafvörutækjaframleiðendur líkt og Alexa og Ring. Þá höfðu hagsmunasamtök beggja vegna Atlantshafsins, í Bandaríkjunum og í Evrópu, lýst yfir áhyggjum af áhrifum kaupanna á samkeppni, að því er segir í umfjöllun Guardian. Amazon hefur ákveðið að greiða 94 milljónir bandaríkjadala til iRobot vegna riftunar á viðræðum um yfirtöku. Forsvarsmenn síðarnefnda fyrirtækisins hafa þegar tilkynnt að þeir muni reka 31 prósent starfsmanna sinna, 350 talsins vegna þessa.
Bretland Evrópusambandið Bandaríkin Samkeppnismál Amazon Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira