Norðmenn frysta ekki greiðslur til flóttamannaaðstoðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. janúar 2024 20:37 Um tvær milljónir Palestínumanna eru á vergangi vegna árása Ísraels. AP/Fatima Shbair Stjórnvöld í Noregi ætla ekki að frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakanna á hendur starfsmönnum þess að hafa tekið þátt með einhverjum hætti í árás Hamasliða á Ísrael í október síðastliðnum. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tilkynnti áðan að Ísland myndi frysta greiðslur til flóttamannaaðstoðarinnar þar til ítarleg rannsókn yrði framkvæmd á málinu. Norska sendiráðið í Palestínu segir í færslu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X í dag að ásakanirnar væru sláandi en ekki tilefni til að frysta greiðslur. The situation in Gaza is catastrophic, and @UNRWA is the most important humanitarian organization there. Norway continues our support for the Palestinian people through UNRWA. International support for Palestine is needed now more than ever— Norway in Palestine (@NorwayPalestine) January 27, 2024 „Fregnir um að starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásunum á Ísrael 7. október eru mjög alvarlegar, og ef sannar reynast, algjörlega óásættanlegar. Noregur fagnar tilvonandi rannsókn UNRWA á málinu. Við gerum ráð fyrir fullu gagnsæi,“ skrifar sendiráð Noregs í Palestínu. Sendiráðið segir þó mikilvægt að greina á milli þessara starfsmanna og stofnunarinnar sjálfrar sem gegnir mikilvægu mannúðarhlutverki á svæðinu. „Við þurfum að gera greinarmun á milli þess sem einstaklingar kunna að hafa gert og þess sem UNRWA stendur fyrir. Tugþúsundir starfsmanna samtakanna á Gasa, Vesturbakkanum og svæðinu gegna mikilvægu hlutverki við að dreifa birgðum, bjarga mannslífum og standa vörð um grundþarfir og -réttindi,“ bætir sendiráðið við í færslunni. Noregur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísland frystir greiðslur og kallar eftir ítarlegri rannsókn Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til slík rannsókn fari fram. 27. janúar 2024 18:22 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tilkynnti áðan að Ísland myndi frysta greiðslur til flóttamannaaðstoðarinnar þar til ítarleg rannsókn yrði framkvæmd á málinu. Norska sendiráðið í Palestínu segir í færslu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X í dag að ásakanirnar væru sláandi en ekki tilefni til að frysta greiðslur. The situation in Gaza is catastrophic, and @UNRWA is the most important humanitarian organization there. Norway continues our support for the Palestinian people through UNRWA. International support for Palestine is needed now more than ever— Norway in Palestine (@NorwayPalestine) January 27, 2024 „Fregnir um að starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásunum á Ísrael 7. október eru mjög alvarlegar, og ef sannar reynast, algjörlega óásættanlegar. Noregur fagnar tilvonandi rannsókn UNRWA á málinu. Við gerum ráð fyrir fullu gagnsæi,“ skrifar sendiráð Noregs í Palestínu. Sendiráðið segir þó mikilvægt að greina á milli þessara starfsmanna og stofnunarinnar sjálfrar sem gegnir mikilvægu mannúðarhlutverki á svæðinu. „Við þurfum að gera greinarmun á milli þess sem einstaklingar kunna að hafa gert og þess sem UNRWA stendur fyrir. Tugþúsundir starfsmanna samtakanna á Gasa, Vesturbakkanum og svæðinu gegna mikilvægu hlutverki við að dreifa birgðum, bjarga mannslífum og standa vörð um grundþarfir og -réttindi,“ bætir sendiráðið við í færslunni.
Noregur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísland frystir greiðslur og kallar eftir ítarlegri rannsókn Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til slík rannsókn fari fram. 27. janúar 2024 18:22 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Ísland frystir greiðslur og kallar eftir ítarlegri rannsókn Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til slík rannsókn fari fram. 27. janúar 2024 18:22