Alþjóðadómstóllinn telji trúanlegt að hópmorð sé í gangi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. janúar 2024 20:05 Kári Hólmar Ragnarsson fór yfir bráðabirgðaúrskurð alþjóðadómstólsins. Stöð 2 Kári Hólmar Ragnarsson lektor í þjóðarrétti við Háskóla Íslands segir að bráðabirgðaúrskurður í máli Suður-Afríku gegn Ísrael sýni fram á að dómurinn telji trúanlegt að hópmorð sé að eiga sér stað í Palestínu. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 segir Kári þó að langt sé í nokkurs konar niðurstöðu í málinu en að eftirmálar úrskurðarins verði einhverjir. „Það er ekki búið að komast að niðurstöðu um hvort þarna sé hópmorð í gangi. Það er búið að komast að því að það sé trúanlegt að hópmorð sé í gangi. Nægilega trúanlegt til að skipa þessa niðurstöðu,“ segir hann. Ekkert fullnustuvald en afgerandi niðurstaða Alþjóðadómstóllinn hefur ekki vald til þess að framfylgja úrskurðum sínum en hann er þó bindandi fyrir öll ríki sem eiga aðild að honum. Kári segir að það sé fólgin eftirfylgni í úrskurðinum. „Það sem gerist í þessu máli er að dómurinn sjálfur byggir svolitla eftirfylgni í þennan úrskurð. Það er að segja, eftir mánuð kemur Ísrael tilbaka og þarf að gera grein fyrir því hvað Ísrael hefur gert til að mæta þessum kröfum dómstólsins. Það er eftirfylgni í gangi en hún er ekki það sem við þekkjum úr landsréttarkerfinu,“ segir hann. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, hlustar á uppkvaðninguna.AP Kári tekur fram að þrátt fyrir að dómurinn hafi ekkert fullnustuvald sé þessi úrskurður mikilvægur. Sérstaklega í ljósi þess hve afgerandi niðurstaðan hafi verið. „Hann varpar ljósi á þessi atriði sem eru alls staðar í umræðunni en þau eru öðruvísi þegar alþjóðadómstóllinn fjallar með svona skýrum hættu um þau,“ segir hann. „Fimmtán dómarar kjósa í sömu átt og tveir með sératkvæði. Að hluta til bara einn. Að hluta til tekur Ísraelski dómarinn meira að segja undir hluta af þessum aðgerðum,“ bætir Kári við. Aukinn þrýstingur á Ísraelsmenn Hann segir niðurstöðuna auka þrýsting á pólitískar stofnanir sem geta haft bein áhrif á stöðu mála. Einnig eykur niðurstaðan þrýsting á Ísraelsmenn sjálfa sem þó hafa ekki brugðist vel við úrskurðinum, eins og við mátti búast. Fyrstu viðbrögð öryggismálaráðherra Ísraels voru til að mynda að birta færslu á X, áður Twitter, þar sem hann skrifaði: „Haag Smaag.“ Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels brást við niðurstöðunni með því að ítreka rétt Ísraelsríkis til sjálfsvarnar. Fjöldi mótmælenda var viðstaddur í dag.AP/Patrick Post Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 segir Kári þó að langt sé í nokkurs konar niðurstöðu í málinu en að eftirmálar úrskurðarins verði einhverjir. „Það er ekki búið að komast að niðurstöðu um hvort þarna sé hópmorð í gangi. Það er búið að komast að því að það sé trúanlegt að hópmorð sé í gangi. Nægilega trúanlegt til að skipa þessa niðurstöðu,“ segir hann. Ekkert fullnustuvald en afgerandi niðurstaða Alþjóðadómstóllinn hefur ekki vald til þess að framfylgja úrskurðum sínum en hann er þó bindandi fyrir öll ríki sem eiga aðild að honum. Kári segir að það sé fólgin eftirfylgni í úrskurðinum. „Það sem gerist í þessu máli er að dómurinn sjálfur byggir svolitla eftirfylgni í þennan úrskurð. Það er að segja, eftir mánuð kemur Ísrael tilbaka og þarf að gera grein fyrir því hvað Ísrael hefur gert til að mæta þessum kröfum dómstólsins. Það er eftirfylgni í gangi en hún er ekki það sem við þekkjum úr landsréttarkerfinu,“ segir hann. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, hlustar á uppkvaðninguna.AP Kári tekur fram að þrátt fyrir að dómurinn hafi ekkert fullnustuvald sé þessi úrskurður mikilvægur. Sérstaklega í ljósi þess hve afgerandi niðurstaðan hafi verið. „Hann varpar ljósi á þessi atriði sem eru alls staðar í umræðunni en þau eru öðruvísi þegar alþjóðadómstóllinn fjallar með svona skýrum hættu um þau,“ segir hann. „Fimmtán dómarar kjósa í sömu átt og tveir með sératkvæði. Að hluta til bara einn. Að hluta til tekur Ísraelski dómarinn meira að segja undir hluta af þessum aðgerðum,“ bætir Kári við. Aukinn þrýstingur á Ísraelsmenn Hann segir niðurstöðuna auka þrýsting á pólitískar stofnanir sem geta haft bein áhrif á stöðu mála. Einnig eykur niðurstaðan þrýsting á Ísraelsmenn sjálfa sem þó hafa ekki brugðist vel við úrskurðinum, eins og við mátti búast. Fyrstu viðbrögð öryggismálaráðherra Ísraels voru til að mynda að birta færslu á X, áður Twitter, þar sem hann skrifaði: „Haag Smaag.“ Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels brást við niðurstöðunni með því að ítreka rétt Ísraelsríkis til sjálfsvarnar. Fjöldi mótmælenda var viðstaddur í dag.AP/Patrick Post
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira