Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2024 18:28 Fríða Björk Ingvarsdóttir var rektor Listaháskóla Íslands þegar ráðningin átti sér stað. Tíu ára skipunartíma hennar lauk í fyrra. Kristín Eysteinsdóttir er núverandi rektor skólans. Vísir/Bjarni Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. Karlmaður, kennari við LHÍ, var á meðal sex sem sóttu um starfið þegar það var auglýst laust til umsóknar í desember 2021. Niðurstaða hæfnisnefndar var sú að fjórir voru metnir hæfir. Karlmaðurinn, kona sem var ráðin og tveir til viðbótar. Fjórmenningarnir fóru í viðtöl og í maí 2022 var tilkynnt að konan hefði verið ráðin. Karlmaðurinn óskaði eftir rökstuðningi fyrir niðurstöðunni og var í framhaldinu boðaður á fund í skólanum til að ræða áframhaldandi kennslu í skólanum. Var honum tjáð að Listaháskólinn veitti almennt ekki skriflegan rökstuðning fyrir ráðningu í störf við skólann. Hlutverk rektors að ráða í starfið Karlmaðurinn kærði niðurstöðuna í nóvember 2022 til kærunefndar jafnréttismála. Taldi hann að Listaháskólinn hefði brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Í hönd fóru skrifleg samskipti kærunefndar við manninn annars vegar og LHÍ hins vegar. Rúmu ári síðar kvað kærunefnd upp úrskurð sinn. Kærunefndin féllst á það með manninum að LHÍ hefði brotið gegn jafnréttislögum. Ástæðan var aðallega sú að í ljós kom að engin gögn voru til vitnis um það að Fríða Björk Ingvarsdóttir, þáverandi rektor LHÍ, hefði komið að ráðningarferlinu eins og rektor ber að gera samkvæmt reglum Listaháskólans og metið ráðninguna út frá þörfum deildarinnar. Líkur hafi því verið á því að karlmanninum hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem ekki var farið að reglum. Aðeins lágu fyrir handskrifuð matsblöð tveggja af þremur hæfnisnefndarmönnum ásamt stigagjöf með handskrifuðum athugasemdum í punktaformi. Af þeim taldi kærunefndin ekki mega ráða hvernig matið fór fram né hvernig unnið var úr viðtölunum. Tókst ekki að sanna að reglum hefði verið fylgt Viðtalsnefnd hafi því ekki skilað rektor skriflegri umsögn um mat sitt sem rektor hafi getað byggt mat sitt á. Ákvörðun um ráðningu í starfið hafi því legið hjá viðtalsnefndinni en ekki rektor. Það sé Listaháskólans að sanna að farið hafi verið að reglum við ráðningu í akademísk störf hjá LHÍ. Það hafi LHÍ ekki tekist við málsmeðferðina. Var það því niðurstaða kærunefndar jafnréttismála að LHÍ mismunaði umsækjendum um starf lektors í viðslistafræðum í sviðslistadeild á grundvelli kyns. Var LHÍ dæmt til að greiða manninum 250 þúsund krónur í kostnað við kæruferlið. Háskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Menning Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Karlmaður, kennari við LHÍ, var á meðal sex sem sóttu um starfið þegar það var auglýst laust til umsóknar í desember 2021. Niðurstaða hæfnisnefndar var sú að fjórir voru metnir hæfir. Karlmaðurinn, kona sem var ráðin og tveir til viðbótar. Fjórmenningarnir fóru í viðtöl og í maí 2022 var tilkynnt að konan hefði verið ráðin. Karlmaðurinn óskaði eftir rökstuðningi fyrir niðurstöðunni og var í framhaldinu boðaður á fund í skólanum til að ræða áframhaldandi kennslu í skólanum. Var honum tjáð að Listaháskólinn veitti almennt ekki skriflegan rökstuðning fyrir ráðningu í störf við skólann. Hlutverk rektors að ráða í starfið Karlmaðurinn kærði niðurstöðuna í nóvember 2022 til kærunefndar jafnréttismála. Taldi hann að Listaháskólinn hefði brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Í hönd fóru skrifleg samskipti kærunefndar við manninn annars vegar og LHÍ hins vegar. Rúmu ári síðar kvað kærunefnd upp úrskurð sinn. Kærunefndin féllst á það með manninum að LHÍ hefði brotið gegn jafnréttislögum. Ástæðan var aðallega sú að í ljós kom að engin gögn voru til vitnis um það að Fríða Björk Ingvarsdóttir, þáverandi rektor LHÍ, hefði komið að ráðningarferlinu eins og rektor ber að gera samkvæmt reglum Listaháskólans og metið ráðninguna út frá þörfum deildarinnar. Líkur hafi því verið á því að karlmanninum hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem ekki var farið að reglum. Aðeins lágu fyrir handskrifuð matsblöð tveggja af þremur hæfnisnefndarmönnum ásamt stigagjöf með handskrifuðum athugasemdum í punktaformi. Af þeim taldi kærunefndin ekki mega ráða hvernig matið fór fram né hvernig unnið var úr viðtölunum. Tókst ekki að sanna að reglum hefði verið fylgt Viðtalsnefnd hafi því ekki skilað rektor skriflegri umsögn um mat sitt sem rektor hafi getað byggt mat sitt á. Ákvörðun um ráðningu í starfið hafi því legið hjá viðtalsnefndinni en ekki rektor. Það sé Listaháskólans að sanna að farið hafi verið að reglum við ráðningu í akademísk störf hjá LHÍ. Það hafi LHÍ ekki tekist við málsmeðferðina. Var það því niðurstaða kærunefndar jafnréttismála að LHÍ mismunaði umsækjendum um starf lektors í viðslistafræðum í sviðslistadeild á grundvelli kyns. Var LHÍ dæmt til að greiða manninum 250 þúsund krónur í kostnað við kæruferlið.
Háskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Menning Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira