Fundu lungnaorm í innfluttum hundi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2024 16:35 Lungnaormur greindist í innfluttum hundi frá Svíþjóð. Tegund hundsins er ekki tilgreind í tilkynningu frá MAST og tengist hundurinn á myndinni fréttinni ekkert. Getty Lungnaormur greindist í sýni úr hundi sem fluttur var til landsins frá Svíþjóð á síðasta ári. Engin snýkjudýr greindust í hundinum sem tekin voru á meðan hann var í einangrun. Ormurinn virðist ekki hafa smitast í önnur dýr á heimilinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun og segir þar að umræddur ormur, sem nefnist Crenosoma vulpis, finnist oftast í refum og kallist sníkjudýrið því iðulega „lungnaormur refsins“. Þessi tegund lungnaorms hafi aldrei áður fundist hér á landi. Fram kemur í tilkynningunni að hundurinn hafi verið fluttur til landsins fyrir ári síðan og ekkert fundist við sýnatökur þá. „Síðsumars fór að bera á hósta hjá hundinum sem ekki batnaði þrátt fyrir ýmiskonar meðhöndlun gegn bólgum og bakteríusýkingum. Í byrjun árs var þá tekið barkaskol á Dýraspítalanum í Garðabæ fyrir strok og ræktun og var sýnið sent á rannsóknarstofu erlendis. Niðurstaðan bent til lungnaorms en tegund var ekki greind,“ segir í tilkynningunni. Sniglar millihýslar ormsins Við það hafi MAST beint því til eigandans að halda hundinum í heimaeinangrun. Saursýni hafi verið tekin úr hundinum og öðrum hundum á heimilinu og þau send til rannsóknar að Keldum. Sérfræðingar þar hafi greint tegund ormsins en hann hafi aðeins fundist í sýni þessa hunds. „Þessi tegund lungnaorms hefur aldrei greinst áður á Íslandi, hvorki í hundum í einangrun né í hundum eða öðrum dýrum hér á landi. Meðhöndlun hófst um leið og niðurstaða greiningar lá fyrir og voru allir hundar heimilisins meðhöndlaðir til öryggis. Hundunum verður haldið í heimaeinangrun þangað til meðhöndlun er lokið og lirfur finnast ekki lengur í saursýnum.“ Fram kemur hjá MAST að þessi tegund lungnaorms finnist víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Í fyrra hafi hann greinst í fyrsta sinn í Afríkuríki og nú í fyrsta sinn á Íslandi. Ormurinn sýki bæði refi og hunda og sé víða landlægur í rauðrefum. Millihýslar ormsins eru sniglar af hvaða tegund sem er. „Talið er að smit berist í hunda þegar þeir éta smitaða snigla, eða slím frá sniglum en smit getur ekki borist beint frá hundi til hunds. Fólki stafar ekki hætta af lungnaorminum.“ Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun og segir þar að umræddur ormur, sem nefnist Crenosoma vulpis, finnist oftast í refum og kallist sníkjudýrið því iðulega „lungnaormur refsins“. Þessi tegund lungnaorms hafi aldrei áður fundist hér á landi. Fram kemur í tilkynningunni að hundurinn hafi verið fluttur til landsins fyrir ári síðan og ekkert fundist við sýnatökur þá. „Síðsumars fór að bera á hósta hjá hundinum sem ekki batnaði þrátt fyrir ýmiskonar meðhöndlun gegn bólgum og bakteríusýkingum. Í byrjun árs var þá tekið barkaskol á Dýraspítalanum í Garðabæ fyrir strok og ræktun og var sýnið sent á rannsóknarstofu erlendis. Niðurstaðan bent til lungnaorms en tegund var ekki greind,“ segir í tilkynningunni. Sniglar millihýslar ormsins Við það hafi MAST beint því til eigandans að halda hundinum í heimaeinangrun. Saursýni hafi verið tekin úr hundinum og öðrum hundum á heimilinu og þau send til rannsóknar að Keldum. Sérfræðingar þar hafi greint tegund ormsins en hann hafi aðeins fundist í sýni þessa hunds. „Þessi tegund lungnaorms hefur aldrei greinst áður á Íslandi, hvorki í hundum í einangrun né í hundum eða öðrum dýrum hér á landi. Meðhöndlun hófst um leið og niðurstaða greiningar lá fyrir og voru allir hundar heimilisins meðhöndlaðir til öryggis. Hundunum verður haldið í heimaeinangrun þangað til meðhöndlun er lokið og lirfur finnast ekki lengur í saursýnum.“ Fram kemur hjá MAST að þessi tegund lungnaorms finnist víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Í fyrra hafi hann greinst í fyrsta sinn í Afríkuríki og nú í fyrsta sinn á Íslandi. Ormurinn sýki bæði refi og hunda og sé víða landlægur í rauðrefum. Millihýslar ormsins eru sniglar af hvaða tegund sem er. „Talið er að smit berist í hunda þegar þeir éta smitaða snigla, eða slím frá sniglum en smit getur ekki borist beint frá hundi til hunds. Fólki stafar ekki hætta af lungnaorminum.“
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira