Fundu lungnaorm í innfluttum hundi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2024 16:35 Lungnaormur greindist í innfluttum hundi frá Svíþjóð. Tegund hundsins er ekki tilgreind í tilkynningu frá MAST og tengist hundurinn á myndinni fréttinni ekkert. Getty Lungnaormur greindist í sýni úr hundi sem fluttur var til landsins frá Svíþjóð á síðasta ári. Engin snýkjudýr greindust í hundinum sem tekin voru á meðan hann var í einangrun. Ormurinn virðist ekki hafa smitast í önnur dýr á heimilinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun og segir þar að umræddur ormur, sem nefnist Crenosoma vulpis, finnist oftast í refum og kallist sníkjudýrið því iðulega „lungnaormur refsins“. Þessi tegund lungnaorms hafi aldrei áður fundist hér á landi. Fram kemur í tilkynningunni að hundurinn hafi verið fluttur til landsins fyrir ári síðan og ekkert fundist við sýnatökur þá. „Síðsumars fór að bera á hósta hjá hundinum sem ekki batnaði þrátt fyrir ýmiskonar meðhöndlun gegn bólgum og bakteríusýkingum. Í byrjun árs var þá tekið barkaskol á Dýraspítalanum í Garðabæ fyrir strok og ræktun og var sýnið sent á rannsóknarstofu erlendis. Niðurstaðan bent til lungnaorms en tegund var ekki greind,“ segir í tilkynningunni. Sniglar millihýslar ormsins Við það hafi MAST beint því til eigandans að halda hundinum í heimaeinangrun. Saursýni hafi verið tekin úr hundinum og öðrum hundum á heimilinu og þau send til rannsóknar að Keldum. Sérfræðingar þar hafi greint tegund ormsins en hann hafi aðeins fundist í sýni þessa hunds. „Þessi tegund lungnaorms hefur aldrei greinst áður á Íslandi, hvorki í hundum í einangrun né í hundum eða öðrum dýrum hér á landi. Meðhöndlun hófst um leið og niðurstaða greiningar lá fyrir og voru allir hundar heimilisins meðhöndlaðir til öryggis. Hundunum verður haldið í heimaeinangrun þangað til meðhöndlun er lokið og lirfur finnast ekki lengur í saursýnum.“ Fram kemur hjá MAST að þessi tegund lungnaorms finnist víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Í fyrra hafi hann greinst í fyrsta sinn í Afríkuríki og nú í fyrsta sinn á Íslandi. Ormurinn sýki bæði refi og hunda og sé víða landlægur í rauðrefum. Millihýslar ormsins eru sniglar af hvaða tegund sem er. „Talið er að smit berist í hunda þegar þeir éta smitaða snigla, eða slím frá sniglum en smit getur ekki borist beint frá hundi til hunds. Fólki stafar ekki hætta af lungnaorminum.“ Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun og segir þar að umræddur ormur, sem nefnist Crenosoma vulpis, finnist oftast í refum og kallist sníkjudýrið því iðulega „lungnaormur refsins“. Þessi tegund lungnaorms hafi aldrei áður fundist hér á landi. Fram kemur í tilkynningunni að hundurinn hafi verið fluttur til landsins fyrir ári síðan og ekkert fundist við sýnatökur þá. „Síðsumars fór að bera á hósta hjá hundinum sem ekki batnaði þrátt fyrir ýmiskonar meðhöndlun gegn bólgum og bakteríusýkingum. Í byrjun árs var þá tekið barkaskol á Dýraspítalanum í Garðabæ fyrir strok og ræktun og var sýnið sent á rannsóknarstofu erlendis. Niðurstaðan bent til lungnaorms en tegund var ekki greind,“ segir í tilkynningunni. Sniglar millihýslar ormsins Við það hafi MAST beint því til eigandans að halda hundinum í heimaeinangrun. Saursýni hafi verið tekin úr hundinum og öðrum hundum á heimilinu og þau send til rannsóknar að Keldum. Sérfræðingar þar hafi greint tegund ormsins en hann hafi aðeins fundist í sýni þessa hunds. „Þessi tegund lungnaorms hefur aldrei greinst áður á Íslandi, hvorki í hundum í einangrun né í hundum eða öðrum dýrum hér á landi. Meðhöndlun hófst um leið og niðurstaða greiningar lá fyrir og voru allir hundar heimilisins meðhöndlaðir til öryggis. Hundunum verður haldið í heimaeinangrun þangað til meðhöndlun er lokið og lirfur finnast ekki lengur í saursýnum.“ Fram kemur hjá MAST að þessi tegund lungnaorms finnist víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Í fyrra hafi hann greinst í fyrsta sinn í Afríkuríki og nú í fyrsta sinn á Íslandi. Ormurinn sýki bæði refi og hunda og sé víða landlægur í rauðrefum. Millihýslar ormsins eru sniglar af hvaða tegund sem er. „Talið er að smit berist í hunda þegar þeir éta smitaða snigla, eða slím frá sniglum en smit getur ekki borist beint frá hundi til hunds. Fólki stafar ekki hætta af lungnaorminum.“
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira