Óvenju margir dauðir auðnutittlingar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2024 15:57 Auðnutittlingar virðast vera að drepast í hrönnum. Getty Óvenju margar ábendingar hafa borist Matvælastofnun að undanförnu vegna dauðra auðnutittlinga. Ábendingarnar hafa borist af öllu landinu frá fólki sem reglulega gefur smáfuglum að éta. Fram kemur í tilkynningu frá MAST að stofnunin muni reyna að komast til botns í málinu á næstunni. Ábendingar sem borist hafi stofnuninni hafi iðulega snúist að einstaka eða fáeinum fuglum sem sýni veikindaeinkenni og drepist á að því er virðist tveimur til þremur dögum. „Ekki hefur verið sýnt fram á fjöldadauða auðnutittlinga en sumir sem fóðra smáfulga upplýsa að auðnutittlingar séu hættir að koma á fóðurstöðvar. Skýringin á því getur auðvitað einnig verið að fuglarnir hafi flutt sig á milli svæða en tilkynningar um veika og dauða fugla eru þó óvanalega margar,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. Matvælastofnun muni á næstunni fá hræ af fuglum frá mismunandi landsvæðum og senda í sýnatökur og krufningu hjá Tilraunastöðinni að Keldum til að komast til botns í málinu. „Samkvæmt upplýsingum dýrafræðinga við Háskóla Íslands hafa álíka tilvik komið upp hér á landi áður á síðustu árum, en þó ekki í þessu umfangi. Ekki hefur áður verið kannað sérstaklega hvað veldur þessum afföllum.“ Fram kemur í tilkynningunni að auðnutittlingar haldi helst til í birkiskógum og kjarrlendi enda er fuglinn frææta og er uppistaða fæðu hans birkifræ. Auðnutittlingar halda jafnframt til í ræktuðu skóglendi og görðum, ekki síst þar sem fræ eru gefin og eru sólblómafræ sérstaklega vinsæl hjá fuglinum. Matvælastofnun hvetur þá sem fóðra fuglana að gæta fyllsta hreinlætis og dreifa fóðri sem mest á marga staði. Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá MAST að stofnunin muni reyna að komast til botns í málinu á næstunni. Ábendingar sem borist hafi stofnuninni hafi iðulega snúist að einstaka eða fáeinum fuglum sem sýni veikindaeinkenni og drepist á að því er virðist tveimur til þremur dögum. „Ekki hefur verið sýnt fram á fjöldadauða auðnutittlinga en sumir sem fóðra smáfulga upplýsa að auðnutittlingar séu hættir að koma á fóðurstöðvar. Skýringin á því getur auðvitað einnig verið að fuglarnir hafi flutt sig á milli svæða en tilkynningar um veika og dauða fugla eru þó óvanalega margar,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. Matvælastofnun muni á næstunni fá hræ af fuglum frá mismunandi landsvæðum og senda í sýnatökur og krufningu hjá Tilraunastöðinni að Keldum til að komast til botns í málinu. „Samkvæmt upplýsingum dýrafræðinga við Háskóla Íslands hafa álíka tilvik komið upp hér á landi áður á síðustu árum, en þó ekki í þessu umfangi. Ekki hefur áður verið kannað sérstaklega hvað veldur þessum afföllum.“ Fram kemur í tilkynningunni að auðnutittlingar haldi helst til í birkiskógum og kjarrlendi enda er fuglinn frææta og er uppistaða fæðu hans birkifræ. Auðnutittlingar halda jafnframt til í ræktuðu skóglendi og görðum, ekki síst þar sem fræ eru gefin og eru sólblómafræ sérstaklega vinsæl hjá fuglinum. Matvælastofnun hvetur þá sem fóðra fuglana að gæta fyllsta hreinlætis og dreifa fóðri sem mest á marga staði.
Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira