Skorað á meirihlutann að spyrna fótum gegn fátækt og ójöfnuði Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 23. janúar 2024 11:30 Umræða um vaxandi fátækt og ójöfnuð er í dag 23. janúar í borgarstjórn að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Farið er fram á að meirihlutinn í borgarstjórn kynni aðgerðir til að spyrna megi fótum við þessari neikvæðu þróun á lífskjörum stækkandi hóps. Það er bláköld staðreynd að fátækt og ójöfnuður hefur aukist í Reykjavík á vakt þessa og síðasta meirihluta. Færri áttu fyrir jólaútgjöldum nú en áður. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þau tekjuminnstu eru líklegust til að ná ekki endum saman fjárhagslega og hlutfall þeirra hefur ekki verið jafn hátt í sjö ár. Leigjendur eru í hópi þeirra verst settu. Flokkur fólksins skorar á meirihlutann og nýjan borgarstjóra að marka skýrari stefnu og gera raunhæfa áætlun um að uppræta fátækt í Reykjavík. Ganga þarf í þetta verkefni af meiri skörungsskap en gert hefur verið fram til þessa. Fátækt bitnar mest á börnum og viðkvæmum hópum. Þótt við sjáum ekki börn betlandi á götuhornum fyrir mat er talið að mörg þúsund börn í Reykjavík búi við fátækt og bætist hratt í hópinn. Aðeins brot af þeim fjölskyldum sem búa við fátækt eru á fjárhagsaðstoð. Fátækt er brot á mannréttindum barna. Fátækt rænir börn tækifærum, vonum og draumum. Fátækt mismunar börnum um lífsins gæði, heilsu og menntun. Barn sem elst upp við fátækt er jafnframt líklegra að búa við fátækt sem fullorðinn einstaklingur. Aðgerðir borgaryfirvalda þurfa að lúta að viðmiði og tekjutengingum þegar horft er á aðstæður barnafjölskyldna. Hækka þarf lægstu laun og fjölga félagslegum íbúðum. Flokkur fólksins hefur ítrekað bent á að taka þurfi meira tillit til tekna þegar greiða á leikskólagjöld, skólamáltíðir og tómstundir barna. Það er samfélagsleg skylda okkar að tryggja að ekkert barn sé utangarðs vegna fátæktar. Fátækt er ákvörðun samfélagsins sem er hægt að útrýma eins og annarri vá. Birtingamyndir fátæktar Fátækt birtist i mörgum myndum og eru orsakir og ástæður margar og margslungnar. Fjölskylda getur fundið sig í fátækt án mikils fyrirvara t.d. í kjölfar veikinda. Borgarfulltrúi Flokks fólksins sem er einnig sálfræðingur vill árétta að fátækt er ekki aðeins vöntun á fæði, klæði og húsnæði, heldur fylgir einnig fátækt skömm, niðurlæging, einelti og einangrun. Að alast upp í fátækt er áfall í sjálfu sér og að búa við viðvarandi fátækt kallar á ítrekuð áföll, kvíða og streitu. Mikið er lagt á börn fátækra foreldra sem horfa á foreldra sína upplifa vanmátt og vonleysi. Húsnæðisvandinn áhrifaþáttur Skortur á húsnæði á húsnæðismarkaði er stór áhrifaþáttur þegar fátækt er skoðuð. Reykjavík verður að finna leiðir til að bjóða fleiri lóðir og skipuleggja fleiri svæði til að byggja á. Það veltur í raun allt á Reykjavík hvernig til tekst á húsnæðismarkaði. Reykjavík getur sett af stað uppbyggingu víðar í borgarlandinu. Haldið er of fast um tauminn og þétting byggðar er orðin meira þráhyggja meirihlutans en eitthvað sem gagnast fólkinu. Hvað þarf að gera Flokkur fólksins vill að beitt sé fleiri sértækum úrræðum fyrir þá verst settu. Byggja þarf aðstoðina á framfærsluviðmiðum og tryggja þeim sem eru undir þeim fjárhagslegu viðmiðum gjaldfrjálsa skólamáltíð og annað sem skóla- og frístundaiðkun krefst.Flokkur fólksins vill að hlúð verði betur að andlegri líðan barna en nú er gert. Ekkert barn á að þurfa að bíða eftir faglegri þjónustu. Á biðlista í Reykjavík eftir sálfræðiþjónustu skólanna eru 2086 börn. Sérhvert barn sem elst upp við fátækt á Íslandi er einu barni of mikið. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Umræða um vaxandi fátækt og ójöfnuð er í dag 23. janúar í borgarstjórn að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Farið er fram á að meirihlutinn í borgarstjórn kynni aðgerðir til að spyrna megi fótum við þessari neikvæðu þróun á lífskjörum stækkandi hóps. Það er bláköld staðreynd að fátækt og ójöfnuður hefur aukist í Reykjavík á vakt þessa og síðasta meirihluta. Færri áttu fyrir jólaútgjöldum nú en áður. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þau tekjuminnstu eru líklegust til að ná ekki endum saman fjárhagslega og hlutfall þeirra hefur ekki verið jafn hátt í sjö ár. Leigjendur eru í hópi þeirra verst settu. Flokkur fólksins skorar á meirihlutann og nýjan borgarstjóra að marka skýrari stefnu og gera raunhæfa áætlun um að uppræta fátækt í Reykjavík. Ganga þarf í þetta verkefni af meiri skörungsskap en gert hefur verið fram til þessa. Fátækt bitnar mest á börnum og viðkvæmum hópum. Þótt við sjáum ekki börn betlandi á götuhornum fyrir mat er talið að mörg þúsund börn í Reykjavík búi við fátækt og bætist hratt í hópinn. Aðeins brot af þeim fjölskyldum sem búa við fátækt eru á fjárhagsaðstoð. Fátækt er brot á mannréttindum barna. Fátækt rænir börn tækifærum, vonum og draumum. Fátækt mismunar börnum um lífsins gæði, heilsu og menntun. Barn sem elst upp við fátækt er jafnframt líklegra að búa við fátækt sem fullorðinn einstaklingur. Aðgerðir borgaryfirvalda þurfa að lúta að viðmiði og tekjutengingum þegar horft er á aðstæður barnafjölskyldna. Hækka þarf lægstu laun og fjölga félagslegum íbúðum. Flokkur fólksins hefur ítrekað bent á að taka þurfi meira tillit til tekna þegar greiða á leikskólagjöld, skólamáltíðir og tómstundir barna. Það er samfélagsleg skylda okkar að tryggja að ekkert barn sé utangarðs vegna fátæktar. Fátækt er ákvörðun samfélagsins sem er hægt að útrýma eins og annarri vá. Birtingamyndir fátæktar Fátækt birtist i mörgum myndum og eru orsakir og ástæður margar og margslungnar. Fjölskylda getur fundið sig í fátækt án mikils fyrirvara t.d. í kjölfar veikinda. Borgarfulltrúi Flokks fólksins sem er einnig sálfræðingur vill árétta að fátækt er ekki aðeins vöntun á fæði, klæði og húsnæði, heldur fylgir einnig fátækt skömm, niðurlæging, einelti og einangrun. Að alast upp í fátækt er áfall í sjálfu sér og að búa við viðvarandi fátækt kallar á ítrekuð áföll, kvíða og streitu. Mikið er lagt á börn fátækra foreldra sem horfa á foreldra sína upplifa vanmátt og vonleysi. Húsnæðisvandinn áhrifaþáttur Skortur á húsnæði á húsnæðismarkaði er stór áhrifaþáttur þegar fátækt er skoðuð. Reykjavík verður að finna leiðir til að bjóða fleiri lóðir og skipuleggja fleiri svæði til að byggja á. Það veltur í raun allt á Reykjavík hvernig til tekst á húsnæðismarkaði. Reykjavík getur sett af stað uppbyggingu víðar í borgarlandinu. Haldið er of fast um tauminn og þétting byggðar er orðin meira þráhyggja meirihlutans en eitthvað sem gagnast fólkinu. Hvað þarf að gera Flokkur fólksins vill að beitt sé fleiri sértækum úrræðum fyrir þá verst settu. Byggja þarf aðstoðina á framfærsluviðmiðum og tryggja þeim sem eru undir þeim fjárhagslegu viðmiðum gjaldfrjálsa skólamáltíð og annað sem skóla- og frístundaiðkun krefst.Flokkur fólksins vill að hlúð verði betur að andlegri líðan barna en nú er gert. Ekkert barn á að þurfa að bíða eftir faglegri þjónustu. Á biðlista í Reykjavík eftir sálfræðiþjónustu skólanna eru 2086 börn. Sérhvert barn sem elst upp við fátækt á Íslandi er einu barni of mikið. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun