Dramatískir sigrar hjá Real Madríd og Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2024 19:46 Sigurmarkinu fagnað. Diego Souto/Getty Images Real Madríd vann gríðarlega dramatískan sigur á botnliði Almería í La Liga, úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Spáni. Lokatölur 3-2 þar sem gestirnir komust 2-0 yfir. Spánarmeistarar Barcelona unnu einnig dramatískan sigur þökk sé Ferran Torres þegar þeir sóttu Real Betis heim. Það kom vægast sagt á óvart þegar Largie Ramazani kom Almería yfir strax á fyrstu mínútu í Madríd. Það kom hins vegar enn meira á óvart þegar Edgar González tvöfaldaði forystu gestanna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan í hálfleik 0-2 og topplið Real í miklum vandræðum. Carlo Ancelotti brást við með þrefaldri skiptingu í hálfleik og átti hún eftir að skila sér. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu heimamenn vítaspyrnu. Jude Bellingham fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Hans 14. deildarmark á leiktíðinni. Sléttum tíu mínútum síðar jafnaði Vinícius Junior metin. Markið var þó einkar umdeild en það virtist sem Brasilíumaðurinn hafi notað hendi sína til að stýra boltanum í átt að marki. Staðan hins vegar orðin 2-2 og nægur tími fyrir heimamenn til að skora sigurmarkið. Það gerðu þeir þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hægri bakvörðurinn Dani Carvajal með markið eftir stoðsendingu Bellingham og lokatölur 3-2 Real Madríd í vil. #LALIGAHighlights | Real Madrid 3-2 UD AlmeríaWatch the highlights!#LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/mmoRb9SuKK— LALIGA English (@LaLigaEN) January 21, 2024 Real Betis tók á móti Barcelona í síðasta leik dagsins. Ferran Torres kom gestunum frá Katalóníu yfir eftir sendingu frá hinum efnilega Pedri um miðbik fyrri hálfleiks. Pólska markavélin Robert Lewandowski hélt hann hefði jafnað metin undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af. HALFTIME0 Betis1 Barça (Ferran Torres 21')#BetisBarça Join our Live Chat on Discord — FC Barcelona (@FCBarcelona) January 21, 2024 Torres bætti hins vegar við öðru marki Börsunga í upphafi síðari hálfleiks en Spánarmeisturunum tókst þó ekki að halda út. Isco, fyrrverandi leikmaður Real Madríd, minnkaði muninn á 56. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Isco metin. Stefndi lengi vel í að það yrðu lokatölur leiksins en gestirnir skoruðu í tvígang undir lok leiksins. João Félix kom þeim yfir eftir sendingu frá Torres sem fullkomnaði þrennu sína og gulltryggði sigur Börsunga þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur á Benito Villamarin-vellinum 2-4 og Börsungar nú með 44 stig í 3. sæti deildarinnar, sjö minna en Real Madríd sem er á toppi deildarinnar. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Það kom vægast sagt á óvart þegar Largie Ramazani kom Almería yfir strax á fyrstu mínútu í Madríd. Það kom hins vegar enn meira á óvart þegar Edgar González tvöfaldaði forystu gestanna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan í hálfleik 0-2 og topplið Real í miklum vandræðum. Carlo Ancelotti brást við með þrefaldri skiptingu í hálfleik og átti hún eftir að skila sér. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu heimamenn vítaspyrnu. Jude Bellingham fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Hans 14. deildarmark á leiktíðinni. Sléttum tíu mínútum síðar jafnaði Vinícius Junior metin. Markið var þó einkar umdeild en það virtist sem Brasilíumaðurinn hafi notað hendi sína til að stýra boltanum í átt að marki. Staðan hins vegar orðin 2-2 og nægur tími fyrir heimamenn til að skora sigurmarkið. Það gerðu þeir þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hægri bakvörðurinn Dani Carvajal með markið eftir stoðsendingu Bellingham og lokatölur 3-2 Real Madríd í vil. #LALIGAHighlights | Real Madrid 3-2 UD AlmeríaWatch the highlights!#LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/mmoRb9SuKK— LALIGA English (@LaLigaEN) January 21, 2024 Real Betis tók á móti Barcelona í síðasta leik dagsins. Ferran Torres kom gestunum frá Katalóníu yfir eftir sendingu frá hinum efnilega Pedri um miðbik fyrri hálfleiks. Pólska markavélin Robert Lewandowski hélt hann hefði jafnað metin undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af. HALFTIME0 Betis1 Barça (Ferran Torres 21')#BetisBarça Join our Live Chat on Discord — FC Barcelona (@FCBarcelona) January 21, 2024 Torres bætti hins vegar við öðru marki Börsunga í upphafi síðari hálfleiks en Spánarmeisturunum tókst þó ekki að halda út. Isco, fyrrverandi leikmaður Real Madríd, minnkaði muninn á 56. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Isco metin. Stefndi lengi vel í að það yrðu lokatölur leiksins en gestirnir skoruðu í tvígang undir lok leiksins. João Félix kom þeim yfir eftir sendingu frá Torres sem fullkomnaði þrennu sína og gulltryggði sigur Börsunga þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur á Benito Villamarin-vellinum 2-4 og Börsungar nú með 44 stig í 3. sæti deildarinnar, sjö minna en Real Madríd sem er á toppi deildarinnar.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira