„Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2024 11:55 Jóhannes Þór segir að til framtíðar verði að liggja fyrir áætlanir fyrir atvinnustarfsemi í Svartsengi. Vísir/Arnar Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. Opnunin nær til lónsins sjálfs, kaffihússins, vetiingastaðarins Laca, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vef lónsins var ákvörðunin tekin í nánu samráði við yfirvöld. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar opnuninni. „Ég held að það sé bara afar mikilvægt að það sé hægt að halda uppi starfsemi fyrirtækjanna í Svartsengi, þegar öryggisaðstæður sýna að það er mögulegt,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SA. Bláa lónið sé mikilvægasta vörumerki Íslands út á við. „Það er mjög mikið af gestum sem sækja Bláa lónið, af heildargestafjölda sem kemur til landsins,“ segir Jóhannes og bætir við að á síðasta ári hafi um annar hver ferðamaður sem hingað kom farið í Bláa lónið. Önnur staða en í Grindavík Um gagnrýni á að lónið geti verið opið en ekki sé ráðist í verðmætabjörgun í Grindavík segir Jóhannes að Svartsengi sé í annarri stöðu en Grindavíkurbær. „Miðað við hættumat Veðurstofunnar þá myndi gos innan varnargarðanna utan um Svartsengi þýða töluvert langan aðdraganda, fjórar til sjö klukkustundir að minnsta kosti. Því myndu fylgja miklir jarðskjálftar. Þetta eru svona þær upplýsingar sem gefnar hafa verið út.“ Bláa lónið og önnur fyrirtæki á svæðinu hafi sýnt fram á að rýmingar geti gengið hratt fyrir sig. Hættan sé því í lágmarki. „Ég ætla hins vegar ekki að leggja mat á það hvort fólk eigi að fá að sækja verðmæti í Grindavík, ég vona að það gerist sem fyrst,“ segir Jóhannes. Til framtíðar skipti mestu máli varðandi atvinnustarfsemi í Svartsengi að fyrir liggi lausnir og skýrar áætlanir um rýmingar, lokanir og opnanir eftir atvikum. „Þannig að þetta geti virkað til lengri tíma, því hinn möguleikinn er sá að þessi starfsemi verði lögð niður og það er bara einfaldlega ekki í boði.“ Grindavík Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur. 18. janúar 2024 13:47 Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Opnunin nær til lónsins sjálfs, kaffihússins, vetiingastaðarins Laca, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vef lónsins var ákvörðunin tekin í nánu samráði við yfirvöld. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar opnuninni. „Ég held að það sé bara afar mikilvægt að það sé hægt að halda uppi starfsemi fyrirtækjanna í Svartsengi, þegar öryggisaðstæður sýna að það er mögulegt,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SA. Bláa lónið sé mikilvægasta vörumerki Íslands út á við. „Það er mjög mikið af gestum sem sækja Bláa lónið, af heildargestafjölda sem kemur til landsins,“ segir Jóhannes og bætir við að á síðasta ári hafi um annar hver ferðamaður sem hingað kom farið í Bláa lónið. Önnur staða en í Grindavík Um gagnrýni á að lónið geti verið opið en ekki sé ráðist í verðmætabjörgun í Grindavík segir Jóhannes að Svartsengi sé í annarri stöðu en Grindavíkurbær. „Miðað við hættumat Veðurstofunnar þá myndi gos innan varnargarðanna utan um Svartsengi þýða töluvert langan aðdraganda, fjórar til sjö klukkustundir að minnsta kosti. Því myndu fylgja miklir jarðskjálftar. Þetta eru svona þær upplýsingar sem gefnar hafa verið út.“ Bláa lónið og önnur fyrirtæki á svæðinu hafi sýnt fram á að rýmingar geti gengið hratt fyrir sig. Hættan sé því í lágmarki. „Ég ætla hins vegar ekki að leggja mat á það hvort fólk eigi að fá að sækja verðmæti í Grindavík, ég vona að það gerist sem fyrst,“ segir Jóhannes. Til framtíðar skipti mestu máli varðandi atvinnustarfsemi í Svartsengi að fyrir liggi lausnir og skýrar áætlanir um rýmingar, lokanir og opnanir eftir atvikum. „Þannig að þetta geti virkað til lengri tíma, því hinn möguleikinn er sá að þessi starfsemi verði lögð niður og það er bara einfaldlega ekki í boði.“
Grindavík Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur. 18. janúar 2024 13:47 Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur. 18. janúar 2024 13:47