Þegar þitt besta er ekki nógu gott Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2024 06:31 Þegar áföll dynja yfir þá reynir á samfélög og um leið kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Sunnudagurinn síðasti er áskorun og prófsteinn á okkar samfélagsgerð. Eldgos, hraunrennsli, skjálftavirkni og grimmilegar sprungur eru fyrst og síðast gríðarlegt áfall fyrir Grindvíkinga en líka þjóðina alla. Áfall sem nú þegar hefur kostað mannslíf. Í þrjú ár hefur reynt á seiglu og þolinmæði Grindvíkinga og innviði svæðisins. Þetta er þung staða og það er skiljanlegt að Grindvíkingar krefjist þess að fá svör sem fyrst um það hvernig leysa eigi úr þessari óvissu og þessu lamandi óöryggi sem fólkið í Grindavík finnur nú fyrir. Það er ekki hægt að halda því fram að um sé að ræða óvænta stöðu – þessi sviðsmynd hefur legið fyrir í einhverja mánuði – og ef við eigum að vera alveg heiðarleg, þá hefur möguleikinn á eldgosi á þessu svæði legið fyrir í nokkur ár. Eflaust finnst Grindvíkingum gott að skynja að þjóðin stendur með þeim en nú er komið að ákvörðunum sem taka utan um bæjarbúa og veita þeim aukið öryggi. Leiðtogar og stjórnmálafólk geta ekki leyft sér að einbeita sér eingöngu að málefnum líðandi stundar. Það er skylda stjórnmálanna að horfa lengra, gera áætlanir. Líka um svörtustu sviðsmyndina – og þora því. Þau sem fara með hlutverk framkvæmdavaldsins verða að standa undir nafni. Framkvæma, ákveða og varða veginn. Ég ræddi meðal annars um Grindavík í Morgunútvarpi Rásar tvö í gær ásamt þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Hildi Sverrisdóttur. Hún lagði áherslu á að allir í ríkisstjórninni væru að gera sitt besta og vinna að því að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin. Ég hef greint þetta viðhorf hjá öðrum stjórnarliðum og ráðherrum. Það er gott og vel. En munurinn á ráðherrum og öðrum er að þeirra hlutverk er að horfa lengra og vera tilbúin til að taka ákvarðanir. Ekki síst þegar svartar og erfiðar sviðsmyndir eru mögulegar. Það vekur ákveðna furðu að plan stjórnvalda við þessari sviðsmynd sem nú blasir við hafi ekki verið tilbúið. Þrátt fyrir þriggja ára eldsumbrot og orð vísindafólks. Það er ekki nógu gott. Nú reynir á okkur öll að vinna fumlaust að því að svara öllum spurningum Grindvíkinga um framtíð sína. Í mínum huga er valfrelsi og einstaklingsfrelsi hér lykilatriði. Við eigum eins og kostur er að leggja allt kapp á að veita fólki frelsi til að taka ákvarðanir um líf sitt, tilveru og framtíð. Að Grindvíkingar öðlist valkosti til að halda áfram. Sumir vilja halda því opnu að flytja aftur heim – eðlilega. Á meðan aðrir vilja þreifa fyrir sér á öðrum svæðum. Ólík viðhorf þurfa að rúmast innan þeirra lausna sem boðið verður upp á. Ég óttast að margir litlir plástrar verði á endanum dýrkeyptari en að rífa plásturinn af og taka stærri ákvarðanir. Það mun ekki standa á okkur í Viðreisn þegar það kemur að því að greiða fyrir málum sem varða Grindvíkinga. Til þess eru samfélög og sameiginlegir sjóðir. Þetta er ekki spurning um stjórn eða stjórnarandstöðu. Okkur eða ykkur. Við erum öll saman í liði og tökumst saman á við vindinn sem nú á móti blæs. Það kunnum við sem þjóð. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar áföll dynja yfir þá reynir á samfélög og um leið kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Sunnudagurinn síðasti er áskorun og prófsteinn á okkar samfélagsgerð. Eldgos, hraunrennsli, skjálftavirkni og grimmilegar sprungur eru fyrst og síðast gríðarlegt áfall fyrir Grindvíkinga en líka þjóðina alla. Áfall sem nú þegar hefur kostað mannslíf. Í þrjú ár hefur reynt á seiglu og þolinmæði Grindvíkinga og innviði svæðisins. Þetta er þung staða og það er skiljanlegt að Grindvíkingar krefjist þess að fá svör sem fyrst um það hvernig leysa eigi úr þessari óvissu og þessu lamandi óöryggi sem fólkið í Grindavík finnur nú fyrir. Það er ekki hægt að halda því fram að um sé að ræða óvænta stöðu – þessi sviðsmynd hefur legið fyrir í einhverja mánuði – og ef við eigum að vera alveg heiðarleg, þá hefur möguleikinn á eldgosi á þessu svæði legið fyrir í nokkur ár. Eflaust finnst Grindvíkingum gott að skynja að þjóðin stendur með þeim en nú er komið að ákvörðunum sem taka utan um bæjarbúa og veita þeim aukið öryggi. Leiðtogar og stjórnmálafólk geta ekki leyft sér að einbeita sér eingöngu að málefnum líðandi stundar. Það er skylda stjórnmálanna að horfa lengra, gera áætlanir. Líka um svörtustu sviðsmyndina – og þora því. Þau sem fara með hlutverk framkvæmdavaldsins verða að standa undir nafni. Framkvæma, ákveða og varða veginn. Ég ræddi meðal annars um Grindavík í Morgunútvarpi Rásar tvö í gær ásamt þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Hildi Sverrisdóttur. Hún lagði áherslu á að allir í ríkisstjórninni væru að gera sitt besta og vinna að því að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin. Ég hef greint þetta viðhorf hjá öðrum stjórnarliðum og ráðherrum. Það er gott og vel. En munurinn á ráðherrum og öðrum er að þeirra hlutverk er að horfa lengra og vera tilbúin til að taka ákvarðanir. Ekki síst þegar svartar og erfiðar sviðsmyndir eru mögulegar. Það vekur ákveðna furðu að plan stjórnvalda við þessari sviðsmynd sem nú blasir við hafi ekki verið tilbúið. Þrátt fyrir þriggja ára eldsumbrot og orð vísindafólks. Það er ekki nógu gott. Nú reynir á okkur öll að vinna fumlaust að því að svara öllum spurningum Grindvíkinga um framtíð sína. Í mínum huga er valfrelsi og einstaklingsfrelsi hér lykilatriði. Við eigum eins og kostur er að leggja allt kapp á að veita fólki frelsi til að taka ákvarðanir um líf sitt, tilveru og framtíð. Að Grindvíkingar öðlist valkosti til að halda áfram. Sumir vilja halda því opnu að flytja aftur heim – eðlilega. Á meðan aðrir vilja þreifa fyrir sér á öðrum svæðum. Ólík viðhorf þurfa að rúmast innan þeirra lausna sem boðið verður upp á. Ég óttast að margir litlir plástrar verði á endanum dýrkeyptari en að rífa plásturinn af og taka stærri ákvarðanir. Það mun ekki standa á okkur í Viðreisn þegar það kemur að því að greiða fyrir málum sem varða Grindvíkinga. Til þess eru samfélög og sameiginlegir sjóðir. Þetta er ekki spurning um stjórn eða stjórnarandstöðu. Okkur eða ykkur. Við erum öll saman í liði og tökumst saman á við vindinn sem nú á móti blæs. Það kunnum við sem þjóð. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun