Förum varlega í umferðinni Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 07:00 Nýtt ár er hafið og þótt við horfum mörg tilhlökkunaraugum til bjartari tíma þá erum við vön að þreyja þorrann. Því miður hafa áföll dunið yfir nú í upphafi árs og er nærtækast að minnast á eldsumbrotin í og við Grindavík. Umferðin hefur líka tekið sinn toll. Það sem af er ári hafa fimm látist í umferðinni á ellefu daga tímabili. Aldrei hafa fleiri látist í umferðinni á fyrstu dögum ársins frá því skráning hófst. Kapp er best með forsjá Færð á vegum getur verið erfið á þessum árstíma og víða um land er mikil hálka. Þegar búast má við slæmum akstursskilyrðum og samgöngutruflunum er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í að hreinsa snjó af ökutækjum, skafa rúður og gæta þess að vera með öll ljós kveikt á bílnum. Gott er að leggja af stað fyrr eða jafnvel síðar en venjulega (eftir því sem hentar) til að losna við tafir og létta á umferðinni. Einnig er skynsamlegt að vera vel búin, klæða sig vel og hafa hjálpartæki á borð við skóflu og sköfu við höndina. Mikilvægt er að stilla hraðanum í hóf, halda öruggri fjarlægð milli ökutækja og keyra eftir aðstæðum. Fær í flestan sjó Tryggja þarf að ökutæki séu í góðu ástandi og hjólbarðar í lagi. Nauðsynlegt er að vera á góðum dekkjum, ekki síst þegar Vetur konungur lætur til sín taka. Gæta þarf að þrýstingi í dekkjum en hann getur snarlækkað þegar kalt er í veðri. Akstur án rétts þrýstings getur dregið úr öryggi í akstri, sérstaklega í blautu veðri eða hálku. Skoða þarf hjólbarða reglulega og athuga hvort mynstursdýpt sé næg, slit sé jafnt á dekkjum og ástand hjólbarðans almennt í lagi. Vetrarakstur getur verið afar krefjandi og akstursskilyrði geta breyst hratt. Því er mikilvægt að allur akstursbúnaður virki vel þegar á reynir. Safetravel appið Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og aðstæður á vegum geta breyst hratt. Í Safetravel appinu færðu upplýsingar um færð og ástand vega í rauntíma, bæði á íslensku og ensku. Tilvalið er að benda erlendum ferðamönnum sem sækja okkur heim á appið. Einnig er hægt að fá tilkynningar og viðvaranir í gegnum textaskilaboð á ferðalögum um landið með því að skrá sig á safetravel.is. Appið gerir þér kleift að senda GPS staðsetningu þína til 112 ef þú ert í gönguferð í óbyggðum og eitthvað kemur upp á. Það einfaldar björgunarleit og flýtir fyrir. Auðvelt er að sækja appið ýmist á Google Play eða App Store og hlaða því niður. Megum ekki sofna á verðinum Þrátt fyrir að banaslysum hafi fækkað umtalsvert á síðustu áratugum þá eru atburðir síðastliðinna daga áminning um að við megum ekki sofna á verðinum. Fjármagnaðar umferðaröryggisáætlanir sem hluti af fjögurra ára samgönguáætlun hafa haft jákvæð áhrif í þá veru að fækka slysum en umferðin er samvinnuverkefni þar sem við þurfum öll að vera vakandi. Förum varlega í umferðinni, sýnum tillitssemi gagnvart öðrum vegfarendum og gefum okkur frekar nokkrar aukasekúndur til að meta aðstæður frekar en að taka sénsinn. Þær geta skipt sköpum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Samgöngur Samgönguslys Slysavarnir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýtt ár er hafið og þótt við horfum mörg tilhlökkunaraugum til bjartari tíma þá erum við vön að þreyja þorrann. Því miður hafa áföll dunið yfir nú í upphafi árs og er nærtækast að minnast á eldsumbrotin í og við Grindavík. Umferðin hefur líka tekið sinn toll. Það sem af er ári hafa fimm látist í umferðinni á ellefu daga tímabili. Aldrei hafa fleiri látist í umferðinni á fyrstu dögum ársins frá því skráning hófst. Kapp er best með forsjá Færð á vegum getur verið erfið á þessum árstíma og víða um land er mikil hálka. Þegar búast má við slæmum akstursskilyrðum og samgöngutruflunum er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í að hreinsa snjó af ökutækjum, skafa rúður og gæta þess að vera með öll ljós kveikt á bílnum. Gott er að leggja af stað fyrr eða jafnvel síðar en venjulega (eftir því sem hentar) til að losna við tafir og létta á umferðinni. Einnig er skynsamlegt að vera vel búin, klæða sig vel og hafa hjálpartæki á borð við skóflu og sköfu við höndina. Mikilvægt er að stilla hraðanum í hóf, halda öruggri fjarlægð milli ökutækja og keyra eftir aðstæðum. Fær í flestan sjó Tryggja þarf að ökutæki séu í góðu ástandi og hjólbarðar í lagi. Nauðsynlegt er að vera á góðum dekkjum, ekki síst þegar Vetur konungur lætur til sín taka. Gæta þarf að þrýstingi í dekkjum en hann getur snarlækkað þegar kalt er í veðri. Akstur án rétts þrýstings getur dregið úr öryggi í akstri, sérstaklega í blautu veðri eða hálku. Skoða þarf hjólbarða reglulega og athuga hvort mynstursdýpt sé næg, slit sé jafnt á dekkjum og ástand hjólbarðans almennt í lagi. Vetrarakstur getur verið afar krefjandi og akstursskilyrði geta breyst hratt. Því er mikilvægt að allur akstursbúnaður virki vel þegar á reynir. Safetravel appið Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og aðstæður á vegum geta breyst hratt. Í Safetravel appinu færðu upplýsingar um færð og ástand vega í rauntíma, bæði á íslensku og ensku. Tilvalið er að benda erlendum ferðamönnum sem sækja okkur heim á appið. Einnig er hægt að fá tilkynningar og viðvaranir í gegnum textaskilaboð á ferðalögum um landið með því að skrá sig á safetravel.is. Appið gerir þér kleift að senda GPS staðsetningu þína til 112 ef þú ert í gönguferð í óbyggðum og eitthvað kemur upp á. Það einfaldar björgunarleit og flýtir fyrir. Auðvelt er að sækja appið ýmist á Google Play eða App Store og hlaða því niður. Megum ekki sofna á verðinum Þrátt fyrir að banaslysum hafi fækkað umtalsvert á síðustu áratugum þá eru atburðir síðastliðinna daga áminning um að við megum ekki sofna á verðinum. Fjármagnaðar umferðaröryggisáætlanir sem hluti af fjögurra ára samgönguáætlun hafa haft jákvæð áhrif í þá veru að fækka slysum en umferðin er samvinnuverkefni þar sem við þurfum öll að vera vakandi. Förum varlega í umferðinni, sýnum tillitssemi gagnvart öðrum vegfarendum og gefum okkur frekar nokkrar aukasekúndur til að meta aðstæður frekar en að taka sénsinn. Þær geta skipt sköpum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun