Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. október 2017 18:00 Flokkur fólksins vill útrýma fátækt á Íslandi og krefst þess að ekkert íslenskt barn búi við fátækt. Velmegandi þjóð eins og Ísland þar sem lífskjör og hagsæld eru almennt góð á ekki að líða fátækt. Hér eru lýsingar tveggja barna foreldra sem standa efnahagslega höllum fæti: 1. „Ég er leiður því ég get sjaldnast fengið það sama og vinir mínir. Ekki til peningur segir mamma þegar ég spyr hvenær ég fæ nýjasta tölvuleikinn. Kannski í afmælis eða jólagjöf segir pabbi stundum þegar ég spyr hann. Það þýðir lítil að tala um þetta. Verst þykir mér að geta ekki boðið vinum mínum heim. Ég vil ekki að þau sjái að ég á ekki herbergi og hvað er þröngt hjá okkur. Svo ef einhver vinur minn kæmi og yrði svangur þá er oft ekki mikið til í ísskápnum handa honum. En verst er að mamma og pabbi hafa ekki efni á að leyfa mér að fara á íshokkínámskeiðið eins og besti vinur minn fær“. 2. „Við mamma búum í einu litlu herbergi. Mamma og pabbi misstu allt í Hruninu. Við áttum fyrirtæki. Ég veit ekki hvenær við fáum íbúð. Ég hlakka mest til að fá íbúð þar sem ég get farið í sturtu. Við höfum ekkert svoleiðis núna. Ég fer í sturtu í sundi þegar ég þarf að fara í bað. Ég veit það þýðir ekki að kvarta. Það er bara engin peningur til. Ef ég eignaðist pening myndi ég kaupa mér föndurdót. Mér finnst allt í lagi að vera í gömlum fötum úr Rauða Kross búðunum á meðan mér er ekki strítt.“ Fátækt meðal barna á Íslandi á sér margar birtingamyndir. Þegar hugtakið „fátækt“ ber á góma dettur mörgum í hug svelti og jafnvel að viðkomandi búi á götunni. Hugtakið fátækt hefur hins vegar mun víðtækari merkingu en það. Í því felst m.a. að hafa ekki ráð á að veita börnum sínum þau lífsgæði sem vilji stendur til eða eru talin almenn, jafnvel nauðsynleg. Börn einstæðra foreldra og foreldra sem hafa lægstu launin eru líklegust til að vera hluti af þessum hópi. Foreldrar sem eru aðþrengdir fjárhagslega, þurfa eðli málsins samkvæmt að forgangsraða ef endar ná ekki saman. Efst á lista er húsaskjól og aðrar grunnþarfir. Í mörgum tilfellum fer stærsti hluti launa láglaunafólks í leigu. Staðan í íslensku samfélagi í dag er sú að það geta ekki allir tryggt fjölskyldu sinni öruggt húsnæði eða mat á borðið á hverjum degi. Í komandi alþingiskosningum gefst þjóðinni tækifæri til að kjósa þann flokk sem þeir trúa að með baráttumálum sínum leysi vandamál samfélagsins. Fátæk börn og barnafjölskyldur er vaxandi vandamál á Íslandi. Flokkur fólksins treystir sér til að taka á þessum málum og hefur útskýrt með hvað hætti þeir hyggist gera það fá Flokkurinn brautargengi. Flokkur fólksins er einnig tilbúinn til að vinna með öllum flokkum sem setja velferð almennings í fyrsta sæti. Kolbrún Baldursdóttir er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins vill útrýma fátækt á Íslandi og krefst þess að ekkert íslenskt barn búi við fátækt. Velmegandi þjóð eins og Ísland þar sem lífskjör og hagsæld eru almennt góð á ekki að líða fátækt. Hér eru lýsingar tveggja barna foreldra sem standa efnahagslega höllum fæti: 1. „Ég er leiður því ég get sjaldnast fengið það sama og vinir mínir. Ekki til peningur segir mamma þegar ég spyr hvenær ég fæ nýjasta tölvuleikinn. Kannski í afmælis eða jólagjöf segir pabbi stundum þegar ég spyr hann. Það þýðir lítil að tala um þetta. Verst þykir mér að geta ekki boðið vinum mínum heim. Ég vil ekki að þau sjái að ég á ekki herbergi og hvað er þröngt hjá okkur. Svo ef einhver vinur minn kæmi og yrði svangur þá er oft ekki mikið til í ísskápnum handa honum. En verst er að mamma og pabbi hafa ekki efni á að leyfa mér að fara á íshokkínámskeiðið eins og besti vinur minn fær“. 2. „Við mamma búum í einu litlu herbergi. Mamma og pabbi misstu allt í Hruninu. Við áttum fyrirtæki. Ég veit ekki hvenær við fáum íbúð. Ég hlakka mest til að fá íbúð þar sem ég get farið í sturtu. Við höfum ekkert svoleiðis núna. Ég fer í sturtu í sundi þegar ég þarf að fara í bað. Ég veit það þýðir ekki að kvarta. Það er bara engin peningur til. Ef ég eignaðist pening myndi ég kaupa mér föndurdót. Mér finnst allt í lagi að vera í gömlum fötum úr Rauða Kross búðunum á meðan mér er ekki strítt.“ Fátækt meðal barna á Íslandi á sér margar birtingamyndir. Þegar hugtakið „fátækt“ ber á góma dettur mörgum í hug svelti og jafnvel að viðkomandi búi á götunni. Hugtakið fátækt hefur hins vegar mun víðtækari merkingu en það. Í því felst m.a. að hafa ekki ráð á að veita börnum sínum þau lífsgæði sem vilji stendur til eða eru talin almenn, jafnvel nauðsynleg. Börn einstæðra foreldra og foreldra sem hafa lægstu launin eru líklegust til að vera hluti af þessum hópi. Foreldrar sem eru aðþrengdir fjárhagslega, þurfa eðli málsins samkvæmt að forgangsraða ef endar ná ekki saman. Efst á lista er húsaskjól og aðrar grunnþarfir. Í mörgum tilfellum fer stærsti hluti launa láglaunafólks í leigu. Staðan í íslensku samfélagi í dag er sú að það geta ekki allir tryggt fjölskyldu sinni öruggt húsnæði eða mat á borðið á hverjum degi. Í komandi alþingiskosningum gefst þjóðinni tækifæri til að kjósa þann flokk sem þeir trúa að með baráttumálum sínum leysi vandamál samfélagsins. Fátæk börn og barnafjölskyldur er vaxandi vandamál á Íslandi. Flokkur fólksins treystir sér til að taka á þessum málum og hefur útskýrt með hvað hætti þeir hyggist gera það fá Flokkurinn brautargengi. Flokkur fólksins er einnig tilbúinn til að vinna með öllum flokkum sem setja velferð almennings í fyrsta sæti. Kolbrún Baldursdóttir er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun