„Það er svo mikil pressa í nútíma samfélagi“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. janúar 2024 12:08 Beta Ey sló í gegn með bandinu Systur í Söngvakeppninni árið 2022. Vísir/Villi Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Beta Ey, segist þakklát fyrir að samfélagsmiðlar hafi ekki verið hluti af lífi hennar sem óöruggur unglingur. Hún segir tilkomu miðlanna ýta undir óraunhæfar kröfur og samanburð meðal ungmenna. „Ég skammaðist mín lengi fyrir þessa mynd sem kom í Morgunblaðinu árið 2000 þegar ég var að fara fermast. Í dag er ég leið yfir því að hafa skammast mín fyrir myndina og er þakklát fyrir þá sjálfstyrkingu sem hjálpaði mér að elska þrettán ára gömlu Betu. Þrettán ára gömlu Betu sem var þarna að breytast úr því að vera lífsglaður, áhyggjulaus og frekar athyglissjúkur krakki í mjög sjálfsmeðvitaðan og óöruggan ungling, og var allt í einu orðin frekar stressuð yfir því að vera ekki samþykkt,“ segir í pistli Betu á Facebook. Beta segir óraunhæfar kröfur og samanburð á samfélagsmiðlum ýta undir lágt sjálfsmat hjá ungmennum. „Sérstaklega þar sem það er svo mikið af efni á samfélagsmiðlum sem getur ruglað í hugmyndum unglinga um það hvernig „hin fullkomna manneskja“ á að vera. Ég veit að það er ekki hægt að loka á samfélagsmiðla en það er hægt að minna á að það er ekki alltaf farið með rétt mál á samfélagsmiðlum og að follows og likes hafa ekkert með okkar virði að gera. Enginn getur verið fullkominn og í ófullkomleikanum býr fegurðin,“ segir hún. Beta hvetur fólk til að aðstoða ungmenni við að hafa trú á sjálfu sér og sjá fegurðina í fjölbreytileikanum. „Fögnum því að við erum öll mismunandi, með mismunandi styrkleika, útlit, áhugamál, langanir og þrár. Hjálpum unglingunum okkar að taka pláss í staðinn fyrir að lifa í skömm. Hjálpum þeim að læra að tjá tilfinningar sínar! Hjálpum þeim að elska sitt eigið sjálf, treysta á eigið innsæi og finna sína eigin styrkleika. Hjálpum þeim að forðast samanburð og hjálpum þeim að sjá fegurðina í því að við erum öll mismunandi en á sama tíma öll jafn mikilvæg. Hjálpum þeim að dreyma stórt og hjálpum þeim að treysta því að þeim séu allir vegir færir.“ Tónlist Samfélagsmiðlar Heilsa Tengdar fréttir „Fyrst við gátum lifað af Eurovision saman getum við lifað allt af“ Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær. 18. september 2023 10:47 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
„Ég skammaðist mín lengi fyrir þessa mynd sem kom í Morgunblaðinu árið 2000 þegar ég var að fara fermast. Í dag er ég leið yfir því að hafa skammast mín fyrir myndina og er þakklát fyrir þá sjálfstyrkingu sem hjálpaði mér að elska þrettán ára gömlu Betu. Þrettán ára gömlu Betu sem var þarna að breytast úr því að vera lífsglaður, áhyggjulaus og frekar athyglissjúkur krakki í mjög sjálfsmeðvitaðan og óöruggan ungling, og var allt í einu orðin frekar stressuð yfir því að vera ekki samþykkt,“ segir í pistli Betu á Facebook. Beta segir óraunhæfar kröfur og samanburð á samfélagsmiðlum ýta undir lágt sjálfsmat hjá ungmennum. „Sérstaklega þar sem það er svo mikið af efni á samfélagsmiðlum sem getur ruglað í hugmyndum unglinga um það hvernig „hin fullkomna manneskja“ á að vera. Ég veit að það er ekki hægt að loka á samfélagsmiðla en það er hægt að minna á að það er ekki alltaf farið með rétt mál á samfélagsmiðlum og að follows og likes hafa ekkert með okkar virði að gera. Enginn getur verið fullkominn og í ófullkomleikanum býr fegurðin,“ segir hún. Beta hvetur fólk til að aðstoða ungmenni við að hafa trú á sjálfu sér og sjá fegurðina í fjölbreytileikanum. „Fögnum því að við erum öll mismunandi, með mismunandi styrkleika, útlit, áhugamál, langanir og þrár. Hjálpum unglingunum okkar að taka pláss í staðinn fyrir að lifa í skömm. Hjálpum þeim að læra að tjá tilfinningar sínar! Hjálpum þeim að elska sitt eigið sjálf, treysta á eigið innsæi og finna sína eigin styrkleika. Hjálpum þeim að forðast samanburð og hjálpum þeim að sjá fegurðina í því að við erum öll mismunandi en á sama tíma öll jafn mikilvæg. Hjálpum þeim að dreyma stórt og hjálpum þeim að treysta því að þeim séu allir vegir færir.“
Tónlist Samfélagsmiðlar Heilsa Tengdar fréttir „Fyrst við gátum lifað af Eurovision saman getum við lifað allt af“ Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær. 18. september 2023 10:47 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
„Fyrst við gátum lifað af Eurovision saman getum við lifað allt af“ Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær. 18. september 2023 10:47