Til þeirra sem eiga miða á Lúnu í Borgarleikhúsinu Drífa Snædal skrifar 16. janúar 2024 10:30 Í ágúst hóf Borgarleikhúsið að auglýsa leiksýningu undir heitinu „Kvöldstund með Heiðari snyrti“. Leikverkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og um mitt síðasta ár lýsir hann því í fjölmiðlum að verkið sé unnið í samstarfi við Heiðar sjálfan enda löng vinátta þeirra á milli og Heiðar sé áhugaverður maður. Þetta ýfði upp sár brotaþola Heiðars en hann hlaut dóm árið 1996 fyrir húsbrot og kynferðisbrot gagnvart 18 ára dreng á Egilsstöðum. Í dómnum eru tvö vitni sem skýra frá broti gagnvart sér og fyrr sama ár hlaut hann dóm fyrir kynferðisbrot á Akureyri. Þó langt sé um liðið þá olli það vanlíðan og undrun brotaþola að sett væri upp leikverk þar sem Heiðari væri hampað eða um hann fjallað. Þetta er ekki verk sem gagnrýnir hann sem kynferðisbrotamann eða fjallar um það heldur um „fegurðina“ eins og leikskáldið kemst að orði. Það rétta hefði verið þegar fjalla á um kynferðisbrotamenn að hafa samband við brotaþola þeirra fyrirfram og fá þeirra afstöðu til frásagnarinnar. Ef viðkomandi kæra sig ekki um að málið sé tekið fyrir skal virða þær óskir til að koma í veg fyrir vanvirðingu. Reynsla brotaþola er þessu ekki óviðkomandi. Við hjá Stígamótum fengum ákall um aðstoð við brotaþola að koma á framfæri þeirra viðhorfum. Ég hef verið í samskiptum við tvo brotaþola og að auki fengið afrit af bréfi sem var sent Borgarleikhúsinu frá þriðja brotaþolanum. Allir lýsa þeir vanlíðan og vanvirðingu gagnvart sinni upplifun af Heiðari að þetta verk sé sett á fjalirnar. Það er því ekki rétt sem Tyrfingur segir í viðtali við Vísi þann 28. desember síðastliðinn: „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ.” Fulltrúar Borgarleikhússins, stjórnin þar með talin hafa vitneskju um þrjá brotaþola sem hafa meið einhverjum hætti komið á framfæri upplifun af vanvirðingu og að auki hafa fulltrúar Stígamóta átt fund með meðal annars leikhússtjóra og leikskáldinu til að fara yfir þann sársauka sem svona sýning getur valdið og að það væri nær að vera með brotaþolavæna nálgun í verkum og framkomu. Titill verksins skiptir þar litlu máli, miklu frekar umfjöllunarefnið en Tyrfingur segir engu hafa verið breytt í verkinu sjálfu. Nú kunna ýmsir að segja að listin megi allt og stór listaverk hafi einmitt troðið ýmsum um tær í gegnum tíðina. Borgarleikhússtjóri segir leikhúsið vera á „lendum frásagnarlistarinnar” og þar má víst allt. Ég lít hinsvegar á málið í stærra samhengi og sem hluta af samfélagi sem neitar ekki einungis að viðurkenna alvarleika kynferðisbrota heldur vill alls ekki að gerendur þurfi að axla ábyrgð. Kynferðisofbeldi er ógeð og smánarblettur í okkar samfélagi en nú um mundir virðist fólk aðallega hafa áhyggjur af því að þeir sem brjóta á öðru fólki megi ekki láta ljós sitt skína opinberlega lengur. Minni áhyggjur eru af því að kynferðisbrot geta haft áhrif á brotaþola allt þeirra líf og þó fólk hafi leitað sér hjálpar getur komið bakslag í líðan og það er sannanlega raunin hér. Borgarleikhúsið virðir ekki óskir brotaþola eða alvarleika afleiðinga á þolendur heldur ákveður, þrátt fyrir óskir um annað, að stilla kynferðisbrotamanni í kastljósið af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis. Þetta finnst mér mikilvægt að gestir sýningarinnar Lúna viti. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikhús Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Drífa Snædal Tengdar fréttir Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. 28. desember 2023 16:35 Langar stundum að verða slaufað „Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla, bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu. 6. maí 2023 08:00 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í ágúst hóf Borgarleikhúsið að auglýsa leiksýningu undir heitinu „Kvöldstund með Heiðari snyrti“. Leikverkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og um mitt síðasta ár lýsir hann því í fjölmiðlum að verkið sé unnið í samstarfi við Heiðar sjálfan enda löng vinátta þeirra á milli og Heiðar sé áhugaverður maður. Þetta ýfði upp sár brotaþola Heiðars en hann hlaut dóm árið 1996 fyrir húsbrot og kynferðisbrot gagnvart 18 ára dreng á Egilsstöðum. Í dómnum eru tvö vitni sem skýra frá broti gagnvart sér og fyrr sama ár hlaut hann dóm fyrir kynferðisbrot á Akureyri. Þó langt sé um liðið þá olli það vanlíðan og undrun brotaþola að sett væri upp leikverk þar sem Heiðari væri hampað eða um hann fjallað. Þetta er ekki verk sem gagnrýnir hann sem kynferðisbrotamann eða fjallar um það heldur um „fegurðina“ eins og leikskáldið kemst að orði. Það rétta hefði verið þegar fjalla á um kynferðisbrotamenn að hafa samband við brotaþola þeirra fyrirfram og fá þeirra afstöðu til frásagnarinnar. Ef viðkomandi kæra sig ekki um að málið sé tekið fyrir skal virða þær óskir til að koma í veg fyrir vanvirðingu. Reynsla brotaþola er þessu ekki óviðkomandi. Við hjá Stígamótum fengum ákall um aðstoð við brotaþola að koma á framfæri þeirra viðhorfum. Ég hef verið í samskiptum við tvo brotaþola og að auki fengið afrit af bréfi sem var sent Borgarleikhúsinu frá þriðja brotaþolanum. Allir lýsa þeir vanlíðan og vanvirðingu gagnvart sinni upplifun af Heiðari að þetta verk sé sett á fjalirnar. Það er því ekki rétt sem Tyrfingur segir í viðtali við Vísi þann 28. desember síðastliðinn: „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ.” Fulltrúar Borgarleikhússins, stjórnin þar með talin hafa vitneskju um þrjá brotaþola sem hafa meið einhverjum hætti komið á framfæri upplifun af vanvirðingu og að auki hafa fulltrúar Stígamóta átt fund með meðal annars leikhússtjóra og leikskáldinu til að fara yfir þann sársauka sem svona sýning getur valdið og að það væri nær að vera með brotaþolavæna nálgun í verkum og framkomu. Titill verksins skiptir þar litlu máli, miklu frekar umfjöllunarefnið en Tyrfingur segir engu hafa verið breytt í verkinu sjálfu. Nú kunna ýmsir að segja að listin megi allt og stór listaverk hafi einmitt troðið ýmsum um tær í gegnum tíðina. Borgarleikhússtjóri segir leikhúsið vera á „lendum frásagnarlistarinnar” og þar má víst allt. Ég lít hinsvegar á málið í stærra samhengi og sem hluta af samfélagi sem neitar ekki einungis að viðurkenna alvarleika kynferðisbrota heldur vill alls ekki að gerendur þurfi að axla ábyrgð. Kynferðisofbeldi er ógeð og smánarblettur í okkar samfélagi en nú um mundir virðist fólk aðallega hafa áhyggjur af því að þeir sem brjóta á öðru fólki megi ekki láta ljós sitt skína opinberlega lengur. Minni áhyggjur eru af því að kynferðisbrot geta haft áhrif á brotaþola allt þeirra líf og þó fólk hafi leitað sér hjálpar getur komið bakslag í líðan og það er sannanlega raunin hér. Borgarleikhúsið virðir ekki óskir brotaþola eða alvarleika afleiðinga á þolendur heldur ákveður, þrátt fyrir óskir um annað, að stilla kynferðisbrotamanni í kastljósið af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis. Þetta finnst mér mikilvægt að gestir sýningarinnar Lúna viti. Höfundur er talskona Stígamóta.
Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. 28. desember 2023 16:35
Langar stundum að verða slaufað „Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla, bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu. 6. maí 2023 08:00
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun