Forsetinn boðar samstöðu og enga uppgjöf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2024 20:36 Eldgosið í og norðan Grindavíkur sést vel af sjó. Vísir/RAX Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands vitnaði í forvera sinn Kristján Eldjárn og Snorra goða í ávarpi um kvöldmatarleytið þar sem hann blés baráttuhug í landsmenn. Skilaboðin voru skýr; við gefumst ekki upp. Guðni ávarpaði þjóðina klukkan átta í kvöld. „Nú hefur það gerst sem við vonuðum öll að ekki myndi gerast. Nú hefur það gerst að hraun rennur inn í Grindavíkurbæ, þessa blómlegu byggð þar sem fólk hlúði að sínu, stundaði sjósókn og aðra atvinnu; ræktaði sitt samfélag í góðri sátt við guð og menn. Áfram vonum við að allt fari eins vel og hægt er, andspænis ægimætti náttúruaflanna. Fyrir nokkrum mánuðum tókst að rýma bæinn eftir skelfilega skjálftahrinu. Þá skipti öllu að bjarga mannslífum, rétt eins og nú. Því er hugur minn og annarra hjá ástvinum Lúðvíks Péturssonar, mannsins sem saknað er eftir vinnuslys í Grindavík í vikunni sem leið,“ sagði Guðni. Ávarpið má heyra hér að neðan. Vísað hann þar til skelfilegs slyss í vikunni þar sem Lúðvík féll í sprungu við jarðvegsvinnu við stóru sprunguna í Grindavík. Fámenn þjóð veðri að stórri fjölskyldu „Við vitum ekki hvernig þessum eldsumbrotum vindur fram en getum samt gert það sem í okkar valdi stendur til að minnka tjón vegna þeirra. Því munum við áfram sinna og við munum áfram standa saman, við munum sýna samkennd, samúð og samstöðu. Já, við skulum áfram hugsa hlýtt til þeirra sem hafa ekki getað búið á heimilum sínum að undanförnu, þeirra sem þurfa nú að fylgjast með hraunelfum í og við byggðarlag sitt. Ég þakka líka þeim fjölmörgu sem hafa boðið Grindvíkingum húsaskjól og aðra aðstoð í stóru sem smáu. Þá þakka ég öllum sem unnið hafa á vettvangi þessara válegu viðburða, auk einvalaliðs vísindamanna sem rýna í öll þau teikn sem birtast hverju sinni.“ Guðni minnti á að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem þjóðin þyrfti að bregðast við brýnni vá vegna jarðelda. „Síðar í þessum mánuði er fimmtíu og eitt ár liðið frá upphafi eldgossins mikla á Heimaey. Þá rann hraun síðast yfir híbýli hér á landi og þá sagði Kristján Eldjárn forseti: „Það þarf minna en þessi ósköp til að Íslendingar finni að þessi fámenna þjóð er líkust stórri fjölskyldu sem veit að það sem á einn er lagt, það er lagt á alla.“ Þessi orð eru enn í fullu gildi. “ Þegar á reyni standi Íslendingar saman. „Vissulega hafa Grindvíkingar og við öll vonast til þess að senn muni þessum hamförum linna, að senn geti fólk snúið til síns heima. Nú er allt í uppnámi en við þurfum áfram að eiga von. Sú von má í sumu byggjast á trú. Í Eyjum æddi hraunið og aska lagðist yfir byggðina alla. Sáluhliðið við kirkjuna brast þó ekki. „Ég lifi og þér munuð lifa“, stóð á hliðinu og stendur enn,“ sagði Guðni um hliðið í Eyjum. Um hvað reiddust goðin? „En von okkar má líka byggjast á raunsæi, á vísindalegri þekkingu og getu okkar til að hafa betur en náttúruöflin, þrátt fyrir allt. „Um hvað reiddust goðin þá, er hér hrann hraunið, er nú stöndum vér á?“ Þannig svaraði Snorri goði þegar því var haldið fram á Þingvöllum fyrir rúmum þúsund árum að goð hefðu reiðst kristnum mönnum og refsað með því að láta hraun renna á bæi.“ Síðan þá hafi landsmenn þolað ýmsar þrautir, kynslóð af kynslóð, en um leið notið gæða landsins, þessa ægifagra lands. „Nú bíðum við og vonum og tökum því sem að höndum ber. Nú þurfa öll okkar framtíðaráform að taka mið af því að öflugt umbrotaskeið virðist hafið á Reykjanesskaga. En við munum ekki gefast upp. Grindvíkingar hafa reynst æðrulausir og þrautseigir: það er skylda okkar allra að tryggja að þeir geti áfram sýnt sjálfum sér og öðrum hvað í þeim býr, að þeir geti áfram átt heimili, notið öryggis og leyft sér að horfa björtum augum fram á veg. Þetta gerum við saman, við Íslendingar. Já, við gefumst ekki upp.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Forseti Íslands Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Guðni ávarpaði þjóðina klukkan átta í kvöld. „Nú hefur það gerst sem við vonuðum öll að ekki myndi gerast. Nú hefur það gerst að hraun rennur inn í Grindavíkurbæ, þessa blómlegu byggð þar sem fólk hlúði að sínu, stundaði sjósókn og aðra atvinnu; ræktaði sitt samfélag í góðri sátt við guð og menn. Áfram vonum við að allt fari eins vel og hægt er, andspænis ægimætti náttúruaflanna. Fyrir nokkrum mánuðum tókst að rýma bæinn eftir skelfilega skjálftahrinu. Þá skipti öllu að bjarga mannslífum, rétt eins og nú. Því er hugur minn og annarra hjá ástvinum Lúðvíks Péturssonar, mannsins sem saknað er eftir vinnuslys í Grindavík í vikunni sem leið,“ sagði Guðni. Ávarpið má heyra hér að neðan. Vísað hann þar til skelfilegs slyss í vikunni þar sem Lúðvík féll í sprungu við jarðvegsvinnu við stóru sprunguna í Grindavík. Fámenn þjóð veðri að stórri fjölskyldu „Við vitum ekki hvernig þessum eldsumbrotum vindur fram en getum samt gert það sem í okkar valdi stendur til að minnka tjón vegna þeirra. Því munum við áfram sinna og við munum áfram standa saman, við munum sýna samkennd, samúð og samstöðu. Já, við skulum áfram hugsa hlýtt til þeirra sem hafa ekki getað búið á heimilum sínum að undanförnu, þeirra sem þurfa nú að fylgjast með hraunelfum í og við byggðarlag sitt. Ég þakka líka þeim fjölmörgu sem hafa boðið Grindvíkingum húsaskjól og aðra aðstoð í stóru sem smáu. Þá þakka ég öllum sem unnið hafa á vettvangi þessara válegu viðburða, auk einvalaliðs vísindamanna sem rýna í öll þau teikn sem birtast hverju sinni.“ Guðni minnti á að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem þjóðin þyrfti að bregðast við brýnni vá vegna jarðelda. „Síðar í þessum mánuði er fimmtíu og eitt ár liðið frá upphafi eldgossins mikla á Heimaey. Þá rann hraun síðast yfir híbýli hér á landi og þá sagði Kristján Eldjárn forseti: „Það þarf minna en þessi ósköp til að Íslendingar finni að þessi fámenna þjóð er líkust stórri fjölskyldu sem veit að það sem á einn er lagt, það er lagt á alla.“ Þessi orð eru enn í fullu gildi. “ Þegar á reyni standi Íslendingar saman. „Vissulega hafa Grindvíkingar og við öll vonast til þess að senn muni þessum hamförum linna, að senn geti fólk snúið til síns heima. Nú er allt í uppnámi en við þurfum áfram að eiga von. Sú von má í sumu byggjast á trú. Í Eyjum æddi hraunið og aska lagðist yfir byggðina alla. Sáluhliðið við kirkjuna brast þó ekki. „Ég lifi og þér munuð lifa“, stóð á hliðinu og stendur enn,“ sagði Guðni um hliðið í Eyjum. Um hvað reiddust goðin? „En von okkar má líka byggjast á raunsæi, á vísindalegri þekkingu og getu okkar til að hafa betur en náttúruöflin, þrátt fyrir allt. „Um hvað reiddust goðin þá, er hér hrann hraunið, er nú stöndum vér á?“ Þannig svaraði Snorri goði þegar því var haldið fram á Þingvöllum fyrir rúmum þúsund árum að goð hefðu reiðst kristnum mönnum og refsað með því að láta hraun renna á bæi.“ Síðan þá hafi landsmenn þolað ýmsar þrautir, kynslóð af kynslóð, en um leið notið gæða landsins, þessa ægifagra lands. „Nú bíðum við og vonum og tökum því sem að höndum ber. Nú þurfa öll okkar framtíðaráform að taka mið af því að öflugt umbrotaskeið virðist hafið á Reykjanesskaga. En við munum ekki gefast upp. Grindvíkingar hafa reynst æðrulausir og þrautseigir: það er skylda okkar allra að tryggja að þeir geti áfram sýnt sjálfum sér og öðrum hvað í þeim býr, að þeir geti áfram átt heimili, notið öryggis og leyft sér að horfa björtum augum fram á veg. Þetta gerum við saman, við Íslendingar. Já, við gefumst ekki upp.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Forseti Íslands Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira