„Það er einhver tenging á milli okkar en við höfum aldrei hist“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2024 20:00 „Það er einhver tenging á milli okkar, það er eins og við séum gamlar sálir sem þekktumst í fyrra lífi, segir Ólafía Þórunn en konurnar hafa aldrei hist.“ aðsend/vísir Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn á í einlægum en óhefðbundnum vinskap við 75 ára konu á Akureyri. Þær hafa aldrei hist en Ólafía fær reglulega sendar heimaprjónaðar peysur frá konunni. Vinátta kvennanna er í raun ótrúleg en allt hófst þetta þegar hin 75 ára Margrét Sölvadóttir horfði á Atvinnumennina okkar á Stöð 2 þar sem Ólafía var til viðtals. „Einhvern veginn greip þessi stúlka mig alveg bara, ég veit ekki hvernig. En mér fannst hún svo einlæg í þessu viðtali,“ segir Margrét Sölvadóttir, 75 ára Akureyringur. Ólafía hafi verið broshýr og heil í gegn. „Og hún greip mig bara einn, tveir og þrír. Og mig langaði svo að gera eitthvað fyrir hana og hugsaði hvað get ég gert fyrir þessa stúlku? Hún er alveg yndisleg.“ Hvetjandi skilaboð Margréti datt í hug að setja sig í samband við Ólafíu og prjóna handa henni peysu: Hvíta lopapeysu með glitrandi mynstri. „Svo komu skilaboð með peysunni. Ég var svona smá að ströggla á þessum tíma og skilaboðin voru á þá leið að ég gæti þetta,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, fyrrverandi atvinnukylfingur. Skilaboðin voru hvetjandi.stöð 2 Ólafía segir peysuna alltaf vekja mikla athygli, enda sannkallað listaverk og segir hún Margréti vera einstaka konu. Vinasamband hófst milli þeirra og peysusendingarnar urðu fleiri. „Ég fékk þessa,“ segir Maron Atlas, tveggja ára sonur Ólafíu. Hvað er á henni? „Bílar. Auk þess sem hann fékk heilgalla, ljósa peysu og stórustráka peysu eins og hann orðar það. Enn einn pakkinn barst Ólafíu í gær: Bangsi, peysa, smekkbuxur og fleira. „Svo eru þetta alltaf algjör listaverk,“ segir Ólafía. Margrét er mikil listakona. Hér prjónar hún enn eitt verkið.stöð 2 Ein af tíu vinum á Facebook Ólafía segir að á þeim tíma sem Margrét sendi henni fyrstu peysuna hafi hún hætt á Facebook um tíma vegna anna. „Og ég bjó til svona leyni Facebook og hún var ein af tíu sem var með leyni Facebookið mitt, þannig ég skrifaði henni þar og þakkaði alltaf fyrir mig.“ Ólafía Þórunn segir peysuna alltaf vekja mikla athygli.stöð 2 Ætla að hittast einn daginn Þær hafa aldrei hist, dreymir um það en þangað til hefur Margrét þessi skilaboð til Ólafíu. „Vertu bara áfram þú sjálf Ólafía mín og ég í hjarta mínu fylgist áfram með þér, það er alveg á hreinu.“ „Það er einhver tenging á milli okkar, það er eins og við séum gamlar sálir sem þekktumst í fyrra lífi eða eitthvað, en við höfum aldrei hist. Mig langar mjög að hitta hana þannig einhvern tímann þegar við förum á Akureyri þá verðum við að segja hæ við hana,“ segir Ólafía. Akureyri Reykjavík Handverk Prjónaskapur Golf Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Vinátta kvennanna er í raun ótrúleg en allt hófst þetta þegar hin 75 ára Margrét Sölvadóttir horfði á Atvinnumennina okkar á Stöð 2 þar sem Ólafía var til viðtals. „Einhvern veginn greip þessi stúlka mig alveg bara, ég veit ekki hvernig. En mér fannst hún svo einlæg í þessu viðtali,“ segir Margrét Sölvadóttir, 75 ára Akureyringur. Ólafía hafi verið broshýr og heil í gegn. „Og hún greip mig bara einn, tveir og þrír. Og mig langaði svo að gera eitthvað fyrir hana og hugsaði hvað get ég gert fyrir þessa stúlku? Hún er alveg yndisleg.“ Hvetjandi skilaboð Margréti datt í hug að setja sig í samband við Ólafíu og prjóna handa henni peysu: Hvíta lopapeysu með glitrandi mynstri. „Svo komu skilaboð með peysunni. Ég var svona smá að ströggla á þessum tíma og skilaboðin voru á þá leið að ég gæti þetta,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, fyrrverandi atvinnukylfingur. Skilaboðin voru hvetjandi.stöð 2 Ólafía segir peysuna alltaf vekja mikla athygli, enda sannkallað listaverk og segir hún Margréti vera einstaka konu. Vinasamband hófst milli þeirra og peysusendingarnar urðu fleiri. „Ég fékk þessa,“ segir Maron Atlas, tveggja ára sonur Ólafíu. Hvað er á henni? „Bílar. Auk þess sem hann fékk heilgalla, ljósa peysu og stórustráka peysu eins og hann orðar það. Enn einn pakkinn barst Ólafíu í gær: Bangsi, peysa, smekkbuxur og fleira. „Svo eru þetta alltaf algjör listaverk,“ segir Ólafía. Margrét er mikil listakona. Hér prjónar hún enn eitt verkið.stöð 2 Ein af tíu vinum á Facebook Ólafía segir að á þeim tíma sem Margrét sendi henni fyrstu peysuna hafi hún hætt á Facebook um tíma vegna anna. „Og ég bjó til svona leyni Facebook og hún var ein af tíu sem var með leyni Facebookið mitt, þannig ég skrifaði henni þar og þakkaði alltaf fyrir mig.“ Ólafía Þórunn segir peysuna alltaf vekja mikla athygli.stöð 2 Ætla að hittast einn daginn Þær hafa aldrei hist, dreymir um það en þangað til hefur Margrét þessi skilaboð til Ólafíu. „Vertu bara áfram þú sjálf Ólafía mín og ég í hjarta mínu fylgist áfram með þér, það er alveg á hreinu.“ „Það er einhver tenging á milli okkar, það er eins og við séum gamlar sálir sem þekktumst í fyrra lífi eða eitthvað, en við höfum aldrei hist. Mig langar mjög að hitta hana þannig einhvern tímann þegar við förum á Akureyri þá verðum við að segja hæ við hana,“ segir Ólafía.
Akureyri Reykjavík Handverk Prjónaskapur Golf Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira