Johnsons baby olía leynivopn handboltamanna eftir leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2024 08:31 Leikmenn nota harpix á boltann til að hafa meira grip. Það getur verið erfitt að ná því af eftir leik. Getty/Andreas Gora Enginn handboltaleikur fer fram án harpix og tveir reynsluboltar úr boltanum sögðu frá þessu hjálparefni handboltamanna í fróðlegu innslagi. Einar Örn Jónsson og Logi Geirsson hafa báðir farið á mörg stórmót með íslenska handboltalandsliðinu fyrst sem leikmenn en nú vinna þeir við mótið sem fjölmiðlamenn. Þeir fræddu fylgjendur Instagram síðu Rúv íþrótta um stærð handboltans og ekki síst harpixið sem leikmenn maka alltaf á boltann. „Ég er ansi viss um að það eru margir sem vita ekki hvað boltinn er stór og hvað hann er þungur, sagði Logi Geirsson um sjálfan handboltann. „450 grömm. Næstum því hálft kíló, þetta er slatti,“ skaut Einar Örn Jónsson inn í. „Það er alveg svolítið erfitt að halda í þetta fyrir venjulegt fólk og þess vegna þarf það Harpix,“ sagði Logi. „Ég held að ef ég tala svona fyrir landsliðið á sínum tíma þá notaði ég aldrei harpix á meðan Einar (bendir á hann) notaði mest af öllum í liðinu,“ sagði Logi. „Þegar maður er búinn að klína þessu á sig. Þetta er svoddan viðbjóður og það er ekkert eðlilegt hvað boltinn verður límdur við mann,“ sagði Einar og sýndi að boltann var fastur við lófann á honum án þess að hann héldi í boltann. Þeir félagar sögu frá gallanum þegar harpixið blotnar og hvaða bragð leikmenn nota þessa vegna áður en menn koma inn til að taka víti. „Það eru allir handboltamenn sveittir og ef það kemur bleyta í boltann þá verður harpixið sleipt,“ sagði Einar. Einar notaði eins og áður sagði mikið harpix þegar hann var að spila og hann var líka með gott ráð þegar hann þurfti að ná þessu af sér eftir leiki og æfingar. „Þetta er viðbjóður. Besta leiðin til að ná þessu af höndunum er Johnsons baby olía eða bara næsta nuddolía,“ sagði Einar. Það má sjá þetta innslag hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) EM 2024 í handbolta Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Einar Örn Jónsson og Logi Geirsson hafa báðir farið á mörg stórmót með íslenska handboltalandsliðinu fyrst sem leikmenn en nú vinna þeir við mótið sem fjölmiðlamenn. Þeir fræddu fylgjendur Instagram síðu Rúv íþrótta um stærð handboltans og ekki síst harpixið sem leikmenn maka alltaf á boltann. „Ég er ansi viss um að það eru margir sem vita ekki hvað boltinn er stór og hvað hann er þungur, sagði Logi Geirsson um sjálfan handboltann. „450 grömm. Næstum því hálft kíló, þetta er slatti,“ skaut Einar Örn Jónsson inn í. „Það er alveg svolítið erfitt að halda í þetta fyrir venjulegt fólk og þess vegna þarf það Harpix,“ sagði Logi. „Ég held að ef ég tala svona fyrir landsliðið á sínum tíma þá notaði ég aldrei harpix á meðan Einar (bendir á hann) notaði mest af öllum í liðinu,“ sagði Logi. „Þegar maður er búinn að klína þessu á sig. Þetta er svoddan viðbjóður og það er ekkert eðlilegt hvað boltinn verður límdur við mann,“ sagði Einar og sýndi að boltann var fastur við lófann á honum án þess að hann héldi í boltann. Þeir félagar sögu frá gallanum þegar harpixið blotnar og hvaða bragð leikmenn nota þessa vegna áður en menn koma inn til að taka víti. „Það eru allir handboltamenn sveittir og ef það kemur bleyta í boltann þá verður harpixið sleipt,“ sagði Einar. Einar notaði eins og áður sagði mikið harpix þegar hann var að spila og hann var líka með gott ráð þegar hann þurfti að ná þessu af sér eftir leiki og æfingar. „Þetta er viðbjóður. Besta leiðin til að ná þessu af höndunum er Johnsons baby olía eða bara næsta nuddolía,“ sagði Einar. Það má sjá þetta innslag hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir)
EM 2024 í handbolta Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira