Vangaveltur um „leikskólavandann“ Kristín Dýrfjörð og Anna Elísa Hreiðarsdóttir skrifa 11. janúar 2024 22:41 Þann 11. janúar birtist merkilegt viðtal við Hildi Björnsdóttir, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Viðtal sem telja verður að sýni fram á þekkingarleysi um starfsemi og tilgang leikskóla. Þekkingarleysi sem speglast m.a. í misskilningi um eðli skólastarfs og skorti á skilningi á muninum á leik- og grunnskólum. Hér að neðan ætlum við að rekja nokkur atriði sem eru samkvæmt greininni Hildi hugleikin en við teljum að hún gæti ígrundað betur. Hver er vandi leikskólans? Hildur telur vanda leikskólans tvíþættan, að það fá ekki öll börn sjálfkrafa inn í leikskóla og þegar þau komast í leikskóla sér ekki tryggt að foreldrar fái þá þjónustu sem þeir vilja. Sem felst helst í því að leikskólinn geti ekki tryggt að öll forföll starfsfólks séu leyst, það að börn séu send heim þegar mönnun leikskóla fer undir öryggismörk sé óásættanlegt. Hildur bendir á að í grunnskólum séu forföll leyst, án þess að foreldrar sé blandað í málið. Það má benda Hildi á að það er nokkur- og aldursmunur á börnum í leik- og grunnskólum. Leikskólabörn þurfa fleira starfsfólk, þau þurfa augu sem eru stöðugt á barnahópnum, það er erfiðara að sameina hópa og margt fleira sem hægt væri að benda á sem mun á milli leikskólabarna og grunnskólabarna. Hildur telur hluta vandans að ekki sé skólaskylda í leikskóla. Umræða um leikskólaskyldu er ekki ný, en sjaldnast hefur hún náð til allra barna. Oftast til eldri árganga. Má minna á að frá upphafi leikskóla á Íslandi hafa verið takmarkanir á hvaða börn komast að og jafnvel á þeim tíma sem börnum er úthlutað. Það hefur frá upphafi legið fyrir að leikskólakerfið getur ekki annað öllum börnum frá því að fæðingarorlofi lýkur þannig að vel sé. Kerfið hefur vaxið hratt, og börnum fjölgað en á sama tíma hefur leikskólakennurum ekki fjölgað. Leikskóli er ekki bygging, hann er starfsfólk og hugmyndafræði, hann er fræðileg- og reynsluþekking, hann er börn og foreldrar. Lágvöruverslun með tómar hillur Íslenska leikskólakerfið er ekki ódýrt, það er dýrt, en foreldrar greiða sem betur fer aðeins lítinn hluta þess sem það kostar eða á bilinu 12-17% af raunkostnaði. Foreldrar í Reykjavík greiða sennilega einna lægstu upphæðina fyrir sín börn. Að líkja leikskólum borgarinnar við tóma lágvöruverslun er fyrir neðan virðingu Hildar sem borgarfulltrúa og foreldris. En í viðtalinu segir Hildur: „Það er frekar máttlaust að stæra sig af ódýrustu leikskólunum þegar framboð þjónustunnar er svona takmarkað. Það er eins og verslun sem auglýsir ódýrasta vöruverðið en er með tómar hillur.“ Hildur smættar leikskóla í tómar hillur – því tómu hillurnar sem hún ræðir er skortur á starfsfólki og að það starfsfólk sem þó er í leikskólum sé ekki að sinna starfinu sínu, sé ekki að hlaupa nógu hratt. Við teljum að starfsfólk leikskóla sé alla jafnan fyrst og fremst með hagsmuni barna að leiðarljósi og ef mönnun leikskóla fer niður fyrir öryggismörk, þarf að grípa til aðgerða. Hins vegar hefði verið gagnlegt að fá frá Hildi umfjöllun og pælingar um af hverju fáliðun og erfiðleikar við að ráða bæði leikskólakennara og annað starfsfólk til starfa stafar. Hvaða lausnir hún hefur aðrar en að ráða ungt fólk sem er í einhverskonar millibilsástandi, er til dæmis á milli skólastiga, er að finna sig, er að safna fyrir ferðalögum eða lýðháskólum. Þetta er dýrmætt starfsfólk, en leikskólastarf getur ekki treyst á þessa hópa, það þarf að treysta á leikskólakennara og það starfsfólk sem hefur valið að gera leikskólann að langtímastarfi. En í fréttinni bendir hún sérstaklega á ungt fólk „En við þurfum líka að vera með aðrar áherslur í mönnun. … ungir starfsmenn sem koma með tónlist eða dans inn í leikskólastarfið, eða bara gleði og væntumþykju. Það er svo margt annað sem getur haft mikla þýðingu þegar fjallað er um umönnun lítilla barna“. Lokun leikskóla Að börn séu send heim kallar á spurningu um hvers vegna er ekki hægt að ráða starfsfólks og af hverju fjarvistir eru miklar? Það eru alvöru spurningar sem stjórnmálafólk í öllum flokkum mætti hugleiða og leita svara við. Lausnin er ekki að fella vanhugsaða áfellisdóma. Í fréttinni er birtar tölur frá borginni um heila daga eða hluta úr degi sem leikskólar hafa þurft að loka vegna öryggis barna. Það má spyrja hvað liggur að baki að draga fram einstaka skóla, sem leiðir til enn meira álags á það fólk sem þar er. Auðvitað þurfa þessar tölur að vera til, en þær eiga ekki erindi í fjölmiðla matreiddar eins og hér er gert. Birting sem þessi getur haft þau áhrif að setja illa stadda skóla í enn erfiðari aðstöðu, fælt foreldra frá skólunum og það sem verra er gert skólastjórnendum enn erfiðara að ráða fólk. Fjölþættur vandi Vandi leikskólans er fjölþættur og á sér án efa fleiri hliðar en rúm er til að ræða hér. Það er kristal tært, grein eins og þessi er ekki leið til að takast á við vanda leikskólans. Okkur finnst það gleðilegt að borgarfulltrú eins og Hildur sé jákvæð og tilbúin að finna lausnir á vanda leikskólans. Við biðjum hins vegar um að þær séu raunhæfar og byggist á virðingu fyrir því fólki sem þar starfar. Við sem samfélag getum gert betur en tala um leikskóla sem geymslur eða lélegar lávöruverslanir. Börn þurfa fyrsta flokks skóla, vel mannaða af fagfólki sem vinnur við góðar og styðjandi aðstæður. Uppeldi og menntun barnanna er mikilvægt samfélagsverkefni og því betur sem því er sinnt þessi fyrstu ár, því sterkari grunnur er lagður til framtíðar. Höfundar eru báðir leikskólakennarar og dósentar við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Þann 11. janúar birtist merkilegt viðtal við Hildi Björnsdóttir, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Viðtal sem telja verður að sýni fram á þekkingarleysi um starfsemi og tilgang leikskóla. Þekkingarleysi sem speglast m.a. í misskilningi um eðli skólastarfs og skorti á skilningi á muninum á leik- og grunnskólum. Hér að neðan ætlum við að rekja nokkur atriði sem eru samkvæmt greininni Hildi hugleikin en við teljum að hún gæti ígrundað betur. Hver er vandi leikskólans? Hildur telur vanda leikskólans tvíþættan, að það fá ekki öll börn sjálfkrafa inn í leikskóla og þegar þau komast í leikskóla sér ekki tryggt að foreldrar fái þá þjónustu sem þeir vilja. Sem felst helst í því að leikskólinn geti ekki tryggt að öll forföll starfsfólks séu leyst, það að börn séu send heim þegar mönnun leikskóla fer undir öryggismörk sé óásættanlegt. Hildur bendir á að í grunnskólum séu forföll leyst, án þess að foreldrar sé blandað í málið. Það má benda Hildi á að það er nokkur- og aldursmunur á börnum í leik- og grunnskólum. Leikskólabörn þurfa fleira starfsfólk, þau þurfa augu sem eru stöðugt á barnahópnum, það er erfiðara að sameina hópa og margt fleira sem hægt væri að benda á sem mun á milli leikskólabarna og grunnskólabarna. Hildur telur hluta vandans að ekki sé skólaskylda í leikskóla. Umræða um leikskólaskyldu er ekki ný, en sjaldnast hefur hún náð til allra barna. Oftast til eldri árganga. Má minna á að frá upphafi leikskóla á Íslandi hafa verið takmarkanir á hvaða börn komast að og jafnvel á þeim tíma sem börnum er úthlutað. Það hefur frá upphafi legið fyrir að leikskólakerfið getur ekki annað öllum börnum frá því að fæðingarorlofi lýkur þannig að vel sé. Kerfið hefur vaxið hratt, og börnum fjölgað en á sama tíma hefur leikskólakennurum ekki fjölgað. Leikskóli er ekki bygging, hann er starfsfólk og hugmyndafræði, hann er fræðileg- og reynsluþekking, hann er börn og foreldrar. Lágvöruverslun með tómar hillur Íslenska leikskólakerfið er ekki ódýrt, það er dýrt, en foreldrar greiða sem betur fer aðeins lítinn hluta þess sem það kostar eða á bilinu 12-17% af raunkostnaði. Foreldrar í Reykjavík greiða sennilega einna lægstu upphæðina fyrir sín börn. Að líkja leikskólum borgarinnar við tóma lágvöruverslun er fyrir neðan virðingu Hildar sem borgarfulltrúa og foreldris. En í viðtalinu segir Hildur: „Það er frekar máttlaust að stæra sig af ódýrustu leikskólunum þegar framboð þjónustunnar er svona takmarkað. Það er eins og verslun sem auglýsir ódýrasta vöruverðið en er með tómar hillur.“ Hildur smættar leikskóla í tómar hillur – því tómu hillurnar sem hún ræðir er skortur á starfsfólki og að það starfsfólk sem þó er í leikskólum sé ekki að sinna starfinu sínu, sé ekki að hlaupa nógu hratt. Við teljum að starfsfólk leikskóla sé alla jafnan fyrst og fremst með hagsmuni barna að leiðarljósi og ef mönnun leikskóla fer niður fyrir öryggismörk, þarf að grípa til aðgerða. Hins vegar hefði verið gagnlegt að fá frá Hildi umfjöllun og pælingar um af hverju fáliðun og erfiðleikar við að ráða bæði leikskólakennara og annað starfsfólk til starfa stafar. Hvaða lausnir hún hefur aðrar en að ráða ungt fólk sem er í einhverskonar millibilsástandi, er til dæmis á milli skólastiga, er að finna sig, er að safna fyrir ferðalögum eða lýðháskólum. Þetta er dýrmætt starfsfólk, en leikskólastarf getur ekki treyst á þessa hópa, það þarf að treysta á leikskólakennara og það starfsfólk sem hefur valið að gera leikskólann að langtímastarfi. En í fréttinni bendir hún sérstaklega á ungt fólk „En við þurfum líka að vera með aðrar áherslur í mönnun. … ungir starfsmenn sem koma með tónlist eða dans inn í leikskólastarfið, eða bara gleði og væntumþykju. Það er svo margt annað sem getur haft mikla þýðingu þegar fjallað er um umönnun lítilla barna“. Lokun leikskóla Að börn séu send heim kallar á spurningu um hvers vegna er ekki hægt að ráða starfsfólks og af hverju fjarvistir eru miklar? Það eru alvöru spurningar sem stjórnmálafólk í öllum flokkum mætti hugleiða og leita svara við. Lausnin er ekki að fella vanhugsaða áfellisdóma. Í fréttinni er birtar tölur frá borginni um heila daga eða hluta úr degi sem leikskólar hafa þurft að loka vegna öryggis barna. Það má spyrja hvað liggur að baki að draga fram einstaka skóla, sem leiðir til enn meira álags á það fólk sem þar er. Auðvitað þurfa þessar tölur að vera til, en þær eiga ekki erindi í fjölmiðla matreiddar eins og hér er gert. Birting sem þessi getur haft þau áhrif að setja illa stadda skóla í enn erfiðari aðstöðu, fælt foreldra frá skólunum og það sem verra er gert skólastjórnendum enn erfiðara að ráða fólk. Fjölþættur vandi Vandi leikskólans er fjölþættur og á sér án efa fleiri hliðar en rúm er til að ræða hér. Það er kristal tært, grein eins og þessi er ekki leið til að takast á við vanda leikskólans. Okkur finnst það gleðilegt að borgarfulltrú eins og Hildur sé jákvæð og tilbúin að finna lausnir á vanda leikskólans. Við biðjum hins vegar um að þær séu raunhæfar og byggist á virðingu fyrir því fólki sem þar starfar. Við sem samfélag getum gert betur en tala um leikskóla sem geymslur eða lélegar lávöruverslanir. Börn þurfa fyrsta flokks skóla, vel mannaða af fagfólki sem vinnur við góðar og styðjandi aðstæður. Uppeldi og menntun barnanna er mikilvægt samfélagsverkefni og því betur sem því er sinnt þessi fyrstu ár, því sterkari grunnur er lagður til framtíðar. Höfundar eru báðir leikskólakennarar og dósentar við Háskólann á Akureyri.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun