Norðlingaskóla breytt í Hogwarts: „Þau blómstra“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2024 20:00 Gríðarlegur metnaður er í búningum og skreytingum eins og sést. Þessi mynd er tekin á heimavist Gryffindor. Vísir/Arnar Norðlingaskóli er nánast óþekkjanlegur en honum hefur verið breytt í einn frægasta galdraskóla heims, Hogwarts þar sem nemendurnir keppa í þrautum og leysa námsverkefni á óhefðbundinn hátt. Kennararnir segja að það mætti gera meira af því að kenna börnum í gegnum leik enda blómstra börnin. Líkt og í galdraskólanum hefur nemendum á unglingastigi í Norðlingaskóla verði skipt á heimavistirnar: Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Hver og ein heimavist er skreytt á metnaðarfullan hátt og keppa þær í ýmsum þrautum, undirbúa hópatriði og leysa námsverkefni - allt með áherslu á samstöðu og hópefli. Galdraseyði og Quidditch „Þau eru búin að vera að búa til galdraseyði og hafa gera fréttir í spámannstíðindum,“ sagði Fanney Snorradóttir, kennari við skólann. „Við vorum að skreyta stofurnar, svo eru alls konar vistaverkefni sem maður á að gera til að fá stig. Við vorum að enda við að keppa í Quidditch þar sem Slytherinn, sem er mitt lið vann. Það er mjög virt keppni,“ sagði Ingvi Þór Freysson, 14 ára nemandi. „Þau fá svolítið frelsi. Þau fara ein eiginlega án okkar kennaranna og eru að búa til sitt atriði svo sýna þau okkur þau og breytingarnar hér inni,“ sagði Hafdís Helgadóttir, stærðfræðikennari. Þjálfi félagsfærni Nemendurnir eru hrifnir. „Þetta er skemmtilegt og það er gaman að hóparnir vinna allir saman og læra,“ sagði Eydís Dröfn Fannarsdóttir, 15 ára nemandi við skólann. „Það sem er svo skemmtilegt og áhugavert við þetta í skólastarfinu er hvað þetta hefur gríðarlega jákvæð áhrif á félagsfærni og alla jákvæðni á skólabraginn, sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri sem í dag var klædd sem Dumbledore, skólastjóri Hogwarts. Nemendurnir hafa meðal annars lært að gera galdraseyði eins og sönnum galdramönnum sæmir.stöð 2/skjáskot Læri helling „Við förum í tíma, þrjá tíma á dag og þá erum við að læra alls konar tengdu Harry Potter með stærfræðiívafi eða íslenskuívafi. Þannig við erum að læra fullt á meðan við erum að skemmta okkur,“ bætir Ingvi Þór við. Og búningarnir eru sérlega metnaðarfullir. Eiga allir kennarar skólans svona búninga í skápnum? „Fólk fer og leitar til vina, setur saman sjálft og hjálpar hvor öðru,“ segir skólastjórinn. „Systir mín er kjólaklæðskeri. Hún saumaði þetta á mig. Gera það ekki allir?“ spyr Fanney. Hvaða búningur er flottastur? „Okkar, ljónið,“ segir Hinrik Örn Óskarsson, 15 ára. Nemendur blómstri sem aldrei fyrr Krakkarnir segja vikuna hafa slegið í gegn og vilja meira. „Þetta er annað hvert ár, það væri ekki leiðinlegt að hafa þetta hvert einasta ár.“ Aðspurðar segja kennararnir algjörlega tilefni til að gera meira af því að kenna nemendum í gegnum leik, enda sjá þær nemendur skríða út úr skelinni og blómstra á þemadögunum. „Bara hundrað prósent, maður sér leiðtogahæfni, listamennina. Þau springa út og blómstra,“ segir Hafdís. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Sjá meira
Líkt og í galdraskólanum hefur nemendum á unglingastigi í Norðlingaskóla verði skipt á heimavistirnar: Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Hver og ein heimavist er skreytt á metnaðarfullan hátt og keppa þær í ýmsum þrautum, undirbúa hópatriði og leysa námsverkefni - allt með áherslu á samstöðu og hópefli. Galdraseyði og Quidditch „Þau eru búin að vera að búa til galdraseyði og hafa gera fréttir í spámannstíðindum,“ sagði Fanney Snorradóttir, kennari við skólann. „Við vorum að skreyta stofurnar, svo eru alls konar vistaverkefni sem maður á að gera til að fá stig. Við vorum að enda við að keppa í Quidditch þar sem Slytherinn, sem er mitt lið vann. Það er mjög virt keppni,“ sagði Ingvi Þór Freysson, 14 ára nemandi. „Þau fá svolítið frelsi. Þau fara ein eiginlega án okkar kennaranna og eru að búa til sitt atriði svo sýna þau okkur þau og breytingarnar hér inni,“ sagði Hafdís Helgadóttir, stærðfræðikennari. Þjálfi félagsfærni Nemendurnir eru hrifnir. „Þetta er skemmtilegt og það er gaman að hóparnir vinna allir saman og læra,“ sagði Eydís Dröfn Fannarsdóttir, 15 ára nemandi við skólann. „Það sem er svo skemmtilegt og áhugavert við þetta í skólastarfinu er hvað þetta hefur gríðarlega jákvæð áhrif á félagsfærni og alla jákvæðni á skólabraginn, sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri sem í dag var klædd sem Dumbledore, skólastjóri Hogwarts. Nemendurnir hafa meðal annars lært að gera galdraseyði eins og sönnum galdramönnum sæmir.stöð 2/skjáskot Læri helling „Við förum í tíma, þrjá tíma á dag og þá erum við að læra alls konar tengdu Harry Potter með stærfræðiívafi eða íslenskuívafi. Þannig við erum að læra fullt á meðan við erum að skemmta okkur,“ bætir Ingvi Þór við. Og búningarnir eru sérlega metnaðarfullir. Eiga allir kennarar skólans svona búninga í skápnum? „Fólk fer og leitar til vina, setur saman sjálft og hjálpar hvor öðru,“ segir skólastjórinn. „Systir mín er kjólaklæðskeri. Hún saumaði þetta á mig. Gera það ekki allir?“ spyr Fanney. Hvaða búningur er flottastur? „Okkar, ljónið,“ segir Hinrik Örn Óskarsson, 15 ára. Nemendur blómstri sem aldrei fyrr Krakkarnir segja vikuna hafa slegið í gegn og vilja meira. „Þetta er annað hvert ár, það væri ekki leiðinlegt að hafa þetta hvert einasta ár.“ Aðspurðar segja kennararnir algjörlega tilefni til að gera meira af því að kenna nemendum í gegnum leik, enda sjá þær nemendur skríða út úr skelinni og blómstra á þemadögunum. „Bara hundrað prósent, maður sér leiðtogahæfni, listamennina. Þau springa út og blómstra,“ segir Hafdís.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Sjá meira