Hvað með Grindvíkinga? Guðbrandur Einarsson skrifar 10. janúar 2024 07:02 Ráðherrarnir í ríkisstjórn Íslands verða ekki sakaðir um að leiðast það að þræta og á sama tíma eru fjölmiðlar í fullri vinnu við að fjalla um sandkassaleik þeirra. Nú bíður hluti ráðherranna eftir því (og vonar) að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu á matvælaráðherra. Svona rær ríkisstjórnin lífróður sinn. Eitt af þeim málum sem hafa setið á hakanum meðan á rifrildinu stendur er úrlausn fyrir þá Grindvíkinga sem eru með lán hjá lífeyrissjóðum. Þeir hafa ekki notið sömu niðurfellingar og bankarnir hafa veitt. Nú hafa lífeyrisjóðirnir lýst því yfir að lög kveði á um að heimild þeirra til þess að fella niður afborganir lána sé ekki fyrir hendi. Það verður því að grípa til annara ráða til þess að lántakendur hjá lífeyrisjóðunum sitji við sama borð og aðrir. Samkvæmt upplýsingum frá formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur eru u.þ.b. 100 Grindvíkingar í þessari stöðu og upphæðin gæti numið 60-70 milljónum fyrir þá þrjá mánuði sem þessi aðgerð átti að ná yfir í fyrstu atrennu. Þetta eru því smáaurar í stóra samhenginu þegar ljóst er að tjónið í Grindavík nemur nú þegar tugum milljarða. Úr því að ríkistjórnin ætlar sér að eyða tíma sínum í að rífast innbyrðis verður að koma til önnur leið. Ég mun því hafa forgöngu um ásamt minnihluta velferðarnefndar að nefndin leggi fram tillögu um að ríkissjóður taki þennan kostnað á sig. Ríkisstjórnin getur þá haldið áfram að rífast á meðan í friði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Grindavík Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Viðreisn Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Ráðherrarnir í ríkisstjórn Íslands verða ekki sakaðir um að leiðast það að þræta og á sama tíma eru fjölmiðlar í fullri vinnu við að fjalla um sandkassaleik þeirra. Nú bíður hluti ráðherranna eftir því (og vonar) að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu á matvælaráðherra. Svona rær ríkisstjórnin lífróður sinn. Eitt af þeim málum sem hafa setið á hakanum meðan á rifrildinu stendur er úrlausn fyrir þá Grindvíkinga sem eru með lán hjá lífeyrissjóðum. Þeir hafa ekki notið sömu niðurfellingar og bankarnir hafa veitt. Nú hafa lífeyrisjóðirnir lýst því yfir að lög kveði á um að heimild þeirra til þess að fella niður afborganir lána sé ekki fyrir hendi. Það verður því að grípa til annara ráða til þess að lántakendur hjá lífeyrisjóðunum sitji við sama borð og aðrir. Samkvæmt upplýsingum frá formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur eru u.þ.b. 100 Grindvíkingar í þessari stöðu og upphæðin gæti numið 60-70 milljónum fyrir þá þrjá mánuði sem þessi aðgerð átti að ná yfir í fyrstu atrennu. Þetta eru því smáaurar í stóra samhenginu þegar ljóst er að tjónið í Grindavík nemur nú þegar tugum milljarða. Úr því að ríkistjórnin ætlar sér að eyða tíma sínum í að rífast innbyrðis verður að koma til önnur leið. Ég mun því hafa forgöngu um ásamt minnihluta velferðarnefndar að nefndin leggi fram tillögu um að ríkissjóður taki þennan kostnað á sig. Ríkisstjórnin getur þá haldið áfram að rífast á meðan í friði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar