Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. janúar 2024 19:03 Meðal þeirra sem létust í árásum Ísraelshers á vesturhluta Gasa í dag voru tveir blaðamenn. Annar þeirra var Hamza Dahdouh, 27 ára sonur fréttaritarans Wael Dahdouh. AP/Hatem Ali Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. Meðal þeirra sem létust í árásum Ísraelshers á vesturhluta Gasa í dag voru tveir blaðamenn. Annar þeirra var Hamza Dahdouh, 27 ára sonur fréttaritarans Wael Dahdouh sem hefur verið í framlínunni þegar kemur að fréttaflutningi af átökunum. Hann gaf sig á tal við fréttamann rétt áður en sonur hans var borinn til grafar og segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasasvæðinu. „Heimurinn á að sjá með eigin augum en ekki með augum Ísraels hvað Palestínumenn ganga í gegnum. Hvað gerði Hamas þeim? Hvað gerði fjölskyldan þeim? Hvað gerðu íbúar Gasa þeim? Heimurinn sér ekki hvað er að gerast á Gasasvæðinu.“ Dahdouh hefur sem fyrr segir fjallað töluvert um átök Ísraels og Hamas og segist ætla að halda því áfram, þrátt fyrir að eiginkona hans og aðrir fjölskyldumeðlimir hafi verið drepnir í árásum Ísraelshers. Kallar eftir aðstoð Fjöldi fólks kom saman úti á götum í dag og minntist þeirra sem fallið hafa í árásunum. Forstjóri spítala á svæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. „Við skorum á alþjóðasamfélagið, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og allar alþjóðastofnanir að vernda heilbrigðisstarfsfólk okkar og sjúkrahús. Við erum á mörkum raunverulegs stórslyss og hörmunga. Ef það gerist munum við alls ekki geta veitt fólki okkar læknisþjónustu og neyðarastoð. Þá bíður þeirra ekkert annað en dauðinn á götum úti,“ sagði Iyad Abu Zaher, forstjóri Al Aqsa Martyrs sjúkrahússins. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Meðal þeirra sem létust í árásum Ísraelshers á vesturhluta Gasa í dag voru tveir blaðamenn. Annar þeirra var Hamza Dahdouh, 27 ára sonur fréttaritarans Wael Dahdouh sem hefur verið í framlínunni þegar kemur að fréttaflutningi af átökunum. Hann gaf sig á tal við fréttamann rétt áður en sonur hans var borinn til grafar og segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasasvæðinu. „Heimurinn á að sjá með eigin augum en ekki með augum Ísraels hvað Palestínumenn ganga í gegnum. Hvað gerði Hamas þeim? Hvað gerði fjölskyldan þeim? Hvað gerðu íbúar Gasa þeim? Heimurinn sér ekki hvað er að gerast á Gasasvæðinu.“ Dahdouh hefur sem fyrr segir fjallað töluvert um átök Ísraels og Hamas og segist ætla að halda því áfram, þrátt fyrir að eiginkona hans og aðrir fjölskyldumeðlimir hafi verið drepnir í árásum Ísraelshers. Kallar eftir aðstoð Fjöldi fólks kom saman úti á götum í dag og minntist þeirra sem fallið hafa í árásunum. Forstjóri spítala á svæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. „Við skorum á alþjóðasamfélagið, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og allar alþjóðastofnanir að vernda heilbrigðisstarfsfólk okkar og sjúkrahús. Við erum á mörkum raunverulegs stórslyss og hörmunga. Ef það gerist munum við alls ekki geta veitt fólki okkar læknisþjónustu og neyðarastoð. Þá bíður þeirra ekkert annað en dauðinn á götum úti,“ sagði Iyad Abu Zaher, forstjóri Al Aqsa Martyrs sjúkrahússins.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19