„Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi“ Hólmfríður Gísladóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 5. janúar 2024 14:32 Séra Jóna Hrönn Bolladóttir, Pétur Markan biskupsritari og séra Örn Bárður Jónsson tóku þátt í pallborðsumræðum á Vísi um komandi biskupskjör. Vísir/Arnar Heitar umræður sköpuðust í Pallborðinu á Vísi um framtíð þjóðkirkjunnar og hlutverk hennar. Nýr biskup verður kjörinn í mars og hafa þegar fjórir gefið kost á sér í embættið. Tilnefningar til biskups þurfa að berast milli 1. og 6. febrúar og mun kosning standa yfir frá 7. mars til 12. mars. Nokkuð hefur gustað um biskupsembættið undanfarið ár. Agnes M. Sigurðardóttir biskup greindi frá því í nýárspredikun sinni í fyrra að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur biskup farið úr því að vera embættismaður, samkvæmt nýjum lögum, og Agnes var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en mikil óánægja var með það og sagði úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar þá ráðstöfun „markleysu“. Agnes skili af sér merkilegri biskupstíð „Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er að skila af sér mjög merkilegri biskupstíð. Kirkjan hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma, ég nefni sem dæmi að það fór dálítið hljótt eða ekki mikið fyrir því að hún er orðin nánast sjálfstæð í sínum rekstri og sínu starfi með nýjum þjóðkirkjulögum. Það er mikil breyting sem verið er að takast á um í dag,“ sagði Pétur Markan, biskupsritari, í Pallborðinu. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir tekur undir með Pétri að mikið hafi breyst á biskupstíð Agnesar, sem hófst 2012. Biskuparnir tveir á undan henni, Ólafur Skúlason og Karls Sigurbjönssonar, voru nokkuð umdeildir. Mál Ólafs, sem var sakaður um kynferðisbrot gegn nokkrum konum, kom upp í biskupstíð Karls, sem varð umdeildur fyrir afstöðu sína í þeim málum. Innt eftir því hvort Agnes hafi goldið fyrir það að vera kona, staðráðin í að standa með þolendum, segist Jóna ekki líta svo á málin. „Það voru óskaplega miklar væntingar 2013 þegar hún kom um að fá konu þannig að mér fannst hún fá heilmikinn meðbyr þegar hún kemur. Það fannst mér mjög fallegt og sagði okkur hvar við vorum stödd í jafnréttisbaráttu kynjanna,“ segir Jóna Hrönn. Mikið hafi, að hennar mati, reynt á Agnesi þegar kirkjan var gerð sjálfstæð frá dómsmálaráðuneytinu og kirkjan sé enn að finna sinn stað og skipuleggja sína stjórnsýslu. Agnes komi þannig inn í mjög krefjandi aðstæður að mörgu leyti. „Góðar niðurstöður koma ekki fyrr en eftir svolítil átök og það að finna réttu og bestu leiðirnar. Auðvitað hefur það haft áhrif á hennar biskupstíð og svo eru gríðarlega miklar þjóðfélagsbreytingar. Þannig að þetta eru tvíþættar breytingar sem koma inn á hennar tíma. Og nú eru félagsfræðingar að rannsaka afhelgun á vesturlöndum og breytta stöðu trúarbragða og kirkna. Ég sé, á þessum 38 árum sem ég hef þjónað kirkjunni, ótrúlegar breytingar.“ Biskups að passa að prestar séu ekki á „egóflippi“ Um framtíðina og komandi biskupskjör segir séra Örn Bárður Jónsson miklu máli skipta hver taki við embættinu af Agnesi. Hlutverk biskups sé að halda utan um kirkjuna og hennar fólk. Þrjú megin hlutverk kirkjunnar að sögn Arnar eru helgihald, kærleiksþjónusta og fræðsla. „Ef sá eða sú sem situr í þessum stól veit út á hvað það gengur, það gengur út á það að reyna að ná samheldni og að stýra kirkjunni, prestunum. Kirkjan hvílir á ákveðnum grunni, hún hvílir á ritningunni, játningunum. Þetta er grunnurinn. Svo erum við send út sem prestar að predika hvern sunnudag og eigum að lesa ákveðna texta, útleggja og útskýra fyrir söfnuðnum. Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi.“ Pallborðið Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Pallborðið: Biskupskjör og staða þjóðkirkjunnar Ár er liðið frá því að Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands greindi frá því að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur nokkuð vatn runnið til sjávar; Agnes sem var ekki lengur embættismaður samkvæmt nýjum lögum var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sagði þá ráðstöfun „markleysu“. 5. janúar 2024 11:19 Séra Ninna Sif og séra Guðmundur Karl bætast í hópinn Þau séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson munu gefa kost á sér í embætti biskups Íslands, að því gefnu að þau hljóti nægilega margar tilnefningar. 2. janúar 2024 07:44 Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Nokkuð hefur gustað um biskupsembættið undanfarið ár. Agnes M. Sigurðardóttir biskup greindi frá því í nýárspredikun sinni í fyrra að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur biskup farið úr því að vera embættismaður, samkvæmt nýjum lögum, og Agnes var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en mikil óánægja var með það og sagði úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar þá ráðstöfun „markleysu“. Agnes skili af sér merkilegri biskupstíð „Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er að skila af sér mjög merkilegri biskupstíð. Kirkjan hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma, ég nefni sem dæmi að það fór dálítið hljótt eða ekki mikið fyrir því að hún er orðin nánast sjálfstæð í sínum rekstri og sínu starfi með nýjum þjóðkirkjulögum. Það er mikil breyting sem verið er að takast á um í dag,“ sagði Pétur Markan, biskupsritari, í Pallborðinu. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir tekur undir með Pétri að mikið hafi breyst á biskupstíð Agnesar, sem hófst 2012. Biskuparnir tveir á undan henni, Ólafur Skúlason og Karls Sigurbjönssonar, voru nokkuð umdeildir. Mál Ólafs, sem var sakaður um kynferðisbrot gegn nokkrum konum, kom upp í biskupstíð Karls, sem varð umdeildur fyrir afstöðu sína í þeim málum. Innt eftir því hvort Agnes hafi goldið fyrir það að vera kona, staðráðin í að standa með þolendum, segist Jóna ekki líta svo á málin. „Það voru óskaplega miklar væntingar 2013 þegar hún kom um að fá konu þannig að mér fannst hún fá heilmikinn meðbyr þegar hún kemur. Það fannst mér mjög fallegt og sagði okkur hvar við vorum stödd í jafnréttisbaráttu kynjanna,“ segir Jóna Hrönn. Mikið hafi, að hennar mati, reynt á Agnesi þegar kirkjan var gerð sjálfstæð frá dómsmálaráðuneytinu og kirkjan sé enn að finna sinn stað og skipuleggja sína stjórnsýslu. Agnes komi þannig inn í mjög krefjandi aðstæður að mörgu leyti. „Góðar niðurstöður koma ekki fyrr en eftir svolítil átök og það að finna réttu og bestu leiðirnar. Auðvitað hefur það haft áhrif á hennar biskupstíð og svo eru gríðarlega miklar þjóðfélagsbreytingar. Þannig að þetta eru tvíþættar breytingar sem koma inn á hennar tíma. Og nú eru félagsfræðingar að rannsaka afhelgun á vesturlöndum og breytta stöðu trúarbragða og kirkna. Ég sé, á þessum 38 árum sem ég hef þjónað kirkjunni, ótrúlegar breytingar.“ Biskups að passa að prestar séu ekki á „egóflippi“ Um framtíðina og komandi biskupskjör segir séra Örn Bárður Jónsson miklu máli skipta hver taki við embættinu af Agnesi. Hlutverk biskups sé að halda utan um kirkjuna og hennar fólk. Þrjú megin hlutverk kirkjunnar að sögn Arnar eru helgihald, kærleiksþjónusta og fræðsla. „Ef sá eða sú sem situr í þessum stól veit út á hvað það gengur, það gengur út á það að reyna að ná samheldni og að stýra kirkjunni, prestunum. Kirkjan hvílir á ákveðnum grunni, hún hvílir á ritningunni, játningunum. Þetta er grunnurinn. Svo erum við send út sem prestar að predika hvern sunnudag og eigum að lesa ákveðna texta, útleggja og útskýra fyrir söfnuðnum. Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi.“
Pallborðið Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Pallborðið: Biskupskjör og staða þjóðkirkjunnar Ár er liðið frá því að Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands greindi frá því að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur nokkuð vatn runnið til sjávar; Agnes sem var ekki lengur embættismaður samkvæmt nýjum lögum var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sagði þá ráðstöfun „markleysu“. 5. janúar 2024 11:19 Séra Ninna Sif og séra Guðmundur Karl bætast í hópinn Þau séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson munu gefa kost á sér í embætti biskups Íslands, að því gefnu að þau hljóti nægilega margar tilnefningar. 2. janúar 2024 07:44 Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Pallborðið: Biskupskjör og staða þjóðkirkjunnar Ár er liðið frá því að Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands greindi frá því að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur nokkuð vatn runnið til sjávar; Agnes sem var ekki lengur embættismaður samkvæmt nýjum lögum var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sagði þá ráðstöfun „markleysu“. 5. janúar 2024 11:19
Séra Ninna Sif og séra Guðmundur Karl bætast í hópinn Þau séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson munu gefa kost á sér í embætti biskups Íslands, að því gefnu að þau hljóti nægilega margar tilnefningar. 2. janúar 2024 07:44
Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42