Sala mannbrodda fjórfaldast vegna hálkunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2024 13:28 Þessi hefur útvegað sér mannbrodda, sem fleiri ættu að taka sér til fyrirmyndar. Vísir/Vilhelm Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa. „Þetta er stóraukning, sérstaklega í þessari viku og vikuna fyrir jól. Ef við gefum okkur ákveðið meðaltal þá er þetta 400 prósent aukning á sölu miðað við síðustu tíu vikurnar fyrir jólin,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, í samtali við fréttastofu. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir hjá bráðamóttöku Landspítalann segir í samtali við fréttastofu umtalsverðan fjölda fólks hafa leitað á bráðamóttökuna eftir hálkuslys síðustu daga. Þá hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu staðið í ströngu við að hálkuverja götur og gangstéttir en virðist illa hafa gengið. Seltjarnarnesbær varaði til að mynda íbúa sína við því á Facebook að fara óvarlega á ferðum sínum vegna hálkunnar. Seltjarnarnesbær varaði íbúa sína við hálkunni í gær.Vísir Starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafi verið að skafa, sanda og salta allan gærdag en það dugað skammt þar sem þiðni og frjósi aftur um leið. Þá minnti sveitarfélagið íbúa á að öllum væri frjálst að sækja salt í gulu kisturnar, sem finna má víða á Seltjarnarnesi en einnig sand fyrir utan Þjónustumiðstöðina á Austurströnd 1. Í Reykjavík geta íbúar nálgast salt og sand á opnunartíma þjónustumiðstöðvarinnar við Stórhöfða. Jafnframt eru kistur fullar af salti og sandi aðgengilegar fyrir utan hverfastöðvarnar á Fiskislóð og Jafnaseli. Í Kópavogi eru saltkistur víða og finna má staðsetningu þeirra á þessu korti. Í Hafnarfirði er hægt að fá sand í Þjónustumiðstöðinni Norðurhellu 2 en saltkistur eru víða um bæinn. Seltjarnarnes Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Styttir víða upp og rofar til Nú í morgunsárið eru austan fimm til þrettán metrar sekúndu á landinu og einhver rigning eða slydda í mörgum landshlutum. 3. janúar 2024 07:21 Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira
„Þetta er stóraukning, sérstaklega í þessari viku og vikuna fyrir jól. Ef við gefum okkur ákveðið meðaltal þá er þetta 400 prósent aukning á sölu miðað við síðustu tíu vikurnar fyrir jólin,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, í samtali við fréttastofu. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir hjá bráðamóttöku Landspítalann segir í samtali við fréttastofu umtalsverðan fjölda fólks hafa leitað á bráðamóttökuna eftir hálkuslys síðustu daga. Þá hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu staðið í ströngu við að hálkuverja götur og gangstéttir en virðist illa hafa gengið. Seltjarnarnesbær varaði til að mynda íbúa sína við því á Facebook að fara óvarlega á ferðum sínum vegna hálkunnar. Seltjarnarnesbær varaði íbúa sína við hálkunni í gær.Vísir Starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafi verið að skafa, sanda og salta allan gærdag en það dugað skammt þar sem þiðni og frjósi aftur um leið. Þá minnti sveitarfélagið íbúa á að öllum væri frjálst að sækja salt í gulu kisturnar, sem finna má víða á Seltjarnarnesi en einnig sand fyrir utan Þjónustumiðstöðina á Austurströnd 1. Í Reykjavík geta íbúar nálgast salt og sand á opnunartíma þjónustumiðstöðvarinnar við Stórhöfða. Jafnframt eru kistur fullar af salti og sandi aðgengilegar fyrir utan hverfastöðvarnar á Fiskislóð og Jafnaseli. Í Kópavogi eru saltkistur víða og finna má staðsetningu þeirra á þessu korti. Í Hafnarfirði er hægt að fá sand í Þjónustumiðstöðinni Norðurhellu 2 en saltkistur eru víða um bæinn.
Seltjarnarnes Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Styttir víða upp og rofar til Nú í morgunsárið eru austan fimm til þrettán metrar sekúndu á landinu og einhver rigning eða slydda í mörgum landshlutum. 3. janúar 2024 07:21 Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira
Styttir víða upp og rofar til Nú í morgunsárið eru austan fimm til þrettán metrar sekúndu á landinu og einhver rigning eða slydda í mörgum landshlutum. 3. janúar 2024 07:21
Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02